Óskarsvísbendingar frá verðlaunahátíðum 4. desember 2014 12:30 Jessica Chastain og Oscar Isaac leika aðalhlutverkin í A Most Violent Year. Vertíð kvikmyndaverðlaunanna er gengin í garð á ný með hverri glæsiathöfninni á eftir annarri í Bandaríkjunum þar sem bestu myndir ársins eru m.a. valdar. Á þeim þremur hátíðum sem eru afstaðnar og eru taldar gefa vísbendingar um Óskarsverðlaunin á næsta ári, Gotham Awards, New York Film Critics Circle og National Board of Review, vekur athygli að aldrei var sama myndin valin sú besta. Sá heiður féll í skaut Birdman, Boyhood og A Most Violent Year. Tvær hátíðirnar eru samt sammála um að Julianne Moore hafi verið besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Still Alice.The New York Critics Circle Venjulega fá myndirnar sem eru verðlaunaðar á þessari hátíð einnig tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, jafnvel þótt sigurvegararnir í flokknum „besta myndin“ séu ekki alltaf þeir sömu. Í fyrra var American Hustle valin besta myndin á hátíðinni, Steve McQueen besti leikstjórinn fyrir 12 Years a Slave, Bruno Delbonnel fyrir kvikmyndatökuna í Inside Llewyn Davis og Cate Blanchett fyrir Blue Jasmine. Allar þessar myndir voru áberandi á Óskarshátíðinni. Í ár var stóri sigurvegarinn Boyhood, sem hefur einmitt verið orðuð við Óskarinn. Óvíst er samt hvort þessi óvenjulega mynd, sem tók tólf ár í vinnslu, hljóti verðlaunin eftirsóttu.SigurvegararBesta myndin: BoyhoodBesti leikstjórinn: Richard Linklater (Boyhood)Besta handritið: The Grand Budapest HotelBesta leikkonan: Marion Cotillard (The Immigrantog Two Days, One Night)Besti leikarinn: Timothy Spall (Mr. Turner)The National Board of Review Eins og The New York Critics Circle gefa þessi verðlaun vísbendingar um Óskarsverðlaunin. Á síðustu fimm árum hafa bestu myndirnar á NBR verið Her, Zero Dark Thirty, Hugo, The Social Network og Up in the Air. Þær voru allar tilnefndar sem besta myndin á Óskarnum. Í þetta sinn hlaut A Most Violent Year verðlaunin en leikstjórinn, J.C. Chandor, er þekktastur fyrir fjármálahrunsmyndina Margin Call.SigurvegararBesta myndin: A Most Violent YearBesti leikstjórinn: Clint Eastwood (American Sniper)Besti leikarinn (jafntefli): Oscar Isaac (A Most Violent Year) og Michael Keaton (Birdman)Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice)The Gotham Awards Gotham-verðlaunin lýsa sjálfum sér sem „skrítnum“ verðlaunum og sigurvegararnir eru oftast sjálfstæðar myndir. Samt gætu einhverjar af myndunum sem voru verðlaunaðar í ár tekið þátt í Óskarskapphlaupinu, þar á meðal Birdman í leikstjórn Spánverjans Alejandro González Iñárritu sem á að baki Babel, 21 Grams og Amores Perros.SigurvegararBesta myndin: BirdmanBesti leikarinn: Michael Keaton (Birdman)Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice) Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Vertíð kvikmyndaverðlaunanna er gengin í garð á ný með hverri glæsiathöfninni á eftir annarri í Bandaríkjunum þar sem bestu myndir ársins eru m.a. valdar. Á þeim þremur hátíðum sem eru afstaðnar og eru taldar gefa vísbendingar um Óskarsverðlaunin á næsta ári, Gotham Awards, New York Film Critics Circle og National Board of Review, vekur athygli að aldrei var sama myndin valin sú besta. Sá heiður féll í skaut Birdman, Boyhood og A Most Violent Year. Tvær hátíðirnar eru samt sammála um að Julianne Moore hafi verið besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Still Alice.The New York Critics Circle Venjulega fá myndirnar sem eru verðlaunaðar á þessari hátíð einnig tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, jafnvel þótt sigurvegararnir í flokknum „besta myndin“ séu ekki alltaf þeir sömu. Í fyrra var American Hustle valin besta myndin á hátíðinni, Steve McQueen besti leikstjórinn fyrir 12 Years a Slave, Bruno Delbonnel fyrir kvikmyndatökuna í Inside Llewyn Davis og Cate Blanchett fyrir Blue Jasmine. Allar þessar myndir voru áberandi á Óskarshátíðinni. Í ár var stóri sigurvegarinn Boyhood, sem hefur einmitt verið orðuð við Óskarinn. Óvíst er samt hvort þessi óvenjulega mynd, sem tók tólf ár í vinnslu, hljóti verðlaunin eftirsóttu.SigurvegararBesta myndin: BoyhoodBesti leikstjórinn: Richard Linklater (Boyhood)Besta handritið: The Grand Budapest HotelBesta leikkonan: Marion Cotillard (The Immigrantog Two Days, One Night)Besti leikarinn: Timothy Spall (Mr. Turner)The National Board of Review Eins og The New York Critics Circle gefa þessi verðlaun vísbendingar um Óskarsverðlaunin. Á síðustu fimm árum hafa bestu myndirnar á NBR verið Her, Zero Dark Thirty, Hugo, The Social Network og Up in the Air. Þær voru allar tilnefndar sem besta myndin á Óskarnum. Í þetta sinn hlaut A Most Violent Year verðlaunin en leikstjórinn, J.C. Chandor, er þekktastur fyrir fjármálahrunsmyndina Margin Call.SigurvegararBesta myndin: A Most Violent YearBesti leikstjórinn: Clint Eastwood (American Sniper)Besti leikarinn (jafntefli): Oscar Isaac (A Most Violent Year) og Michael Keaton (Birdman)Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice)The Gotham Awards Gotham-verðlaunin lýsa sjálfum sér sem „skrítnum“ verðlaunum og sigurvegararnir eru oftast sjálfstæðar myndir. Samt gætu einhverjar af myndunum sem voru verðlaunaðar í ár tekið þátt í Óskarskapphlaupinu, þar á meðal Birdman í leikstjórn Spánverjans Alejandro González Iñárritu sem á að baki Babel, 21 Grams og Amores Perros.SigurvegararBesta myndin: BirdmanBesti leikarinn: Michael Keaton (Birdman)Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice)
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira