Mannleg mynd um Cobain 27. nóvember 2014 10:30 Rokkarinn lét eftir sig alls kyns verk þegar hann lést fyrir tuttugu árum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Brett Morgen ætlar að mála „mannlegri mynd“ af Kurt Cobain en hefur áður komist í dagsljósið í væntanlegri HBO-heimildarmynd sinni um tónlistarmanninn sem tók átta ár í vinnslu. Morgen eyddi sex árum bara í að komast í gegnum alls kyns rétthafaflækjur og til að öðlast aðgang að persónulegu og listrænu efni sem Cobain skildi eftir sig þegar hann dó árið 1994, aðeins 27 ára. Í myndinni, sem verður tveggja tíma löng og heitir Kurt Cobain: Montage of Heck, verður ekkert fjallað um síðustu 48 klukkustundirnar í lífi Nirvana-rokkarans og sjálfsvíg hans. Myndin er nánast tilbúin og verður hún sýnd á sjónvarpsstöðinni HBO á næsta ári. Henni verður einnig dreift á alþjóðlegan markað, bæði fyrir sjónvarp og bíó. „Það sem mun koma fólki á óvart í myndinni er að þrátt fyrir að við þekkjum hann sem tónlistarmann og sjónlistamann þá munum við í myndinni sýna Super-8-myndirnar hans, ljóðin hans og sjálfsævisögu, skúlptúrana hans, ljósmyndirnar og hljóðhönnunarverk hans,“ sagði Morgen við Variety. „Hann vann með nánast alla miðla.“ Morgen er m.a. þekktur fyrir heimildarmyndina Crossfire Hurricane sem fjallar um hljómsveitina The Rolling Stone. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Brett Morgen ætlar að mála „mannlegri mynd“ af Kurt Cobain en hefur áður komist í dagsljósið í væntanlegri HBO-heimildarmynd sinni um tónlistarmanninn sem tók átta ár í vinnslu. Morgen eyddi sex árum bara í að komast í gegnum alls kyns rétthafaflækjur og til að öðlast aðgang að persónulegu og listrænu efni sem Cobain skildi eftir sig þegar hann dó árið 1994, aðeins 27 ára. Í myndinni, sem verður tveggja tíma löng og heitir Kurt Cobain: Montage of Heck, verður ekkert fjallað um síðustu 48 klukkustundirnar í lífi Nirvana-rokkarans og sjálfsvíg hans. Myndin er nánast tilbúin og verður hún sýnd á sjónvarpsstöðinni HBO á næsta ári. Henni verður einnig dreift á alþjóðlegan markað, bæði fyrir sjónvarp og bíó. „Það sem mun koma fólki á óvart í myndinni er að þrátt fyrir að við þekkjum hann sem tónlistarmann og sjónlistamann þá munum við í myndinni sýna Super-8-myndirnar hans, ljóðin hans og sjálfsævisögu, skúlptúrana hans, ljósmyndirnar og hljóðhönnunarverk hans,“ sagði Morgen við Variety. „Hann vann með nánast alla miðla.“ Morgen er m.a. þekktur fyrir heimildarmyndina Crossfire Hurricane sem fjallar um hljómsveitina The Rolling Stone.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira