Missa bankarnir þá axlaböndin? Sigurjón M. Egilsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Mikið var gott að heyra Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, segja að eigið fé bankans sé með þeim ágætum að Landsbankinn væri fullfær um að greiða til baka allar verðtryggingargreiðslur liðinna ára, yrði sú niðurstaða dómstóla. Þá er best að gera ráð fyrir að staða hinna bankanna sé ekki síðri. Yfirlýsing Steinþórs, sem féll í fréttum Stöðvar 2, er afar þörf og hlýtur að slá á allt umtal um að bankarnir myndi kikna undan því að gera upp verðtrygginguna, fari svo þegar endanlegur dómur verður fallinn. Eigið fé Landsbankans eins er um 240 milljarðar, sem er langt yfir þeim mörkum sem ætlast er til. Þar er borð fyrir báru. Viðskiptabankarnir þrír eru ung fyrirtæki. Þrátt fyrir ungan aldur hafa allir bankarnir rakað saman peningum og hagnaður þeirra er hreint ævintýralegur. Þar sem útlán til almennings hafa undantekningarlítið borið hærri vexti en þekkist í öðrum löndum og verðtryggingu að auki hefur oft verið sagt að bankarnir hafi bæði belti og axlabönd. Kannski verður EFTA-úrskurðurinn til þess að axlaböndin verði tekin af bönkunum og þeir verði þá að starfa á sama hátt og bankar í öðrum löndum. Með vextina eina, ekki verðtryggingu að auki. Ekki er nema von að spurt sé hvað gerðist í íslenskum bönkum. Þeir hafa þurft að endurgreiða milljarða vegna þess að þeir veittu kolólögleg lán, bundin erlendri mynt. Það var bannað með lögum og endaði með milljarða endurgreiðslum. Þrátt fyrir það áfall sér ekki högg á vatni. Svo miklir eru peningar bankanna. Fari svo að öll verðtryggð lán þar sem bankarnir í einfaldleika sínum létu lánasamninga miða við að hér yrði engin verðbólga, jafnvel næstu fjörutíu árin, verði dæmd á þann hátt að bankarnir verði að borga lántakendum til baka, gerist svo sannarlega margt. Eitt er víst. Hinir nýju og stórríku bankar munu starfa jafnt eftir sem áður. Viðskiptavinir þeirra hafa borgað til bankanna þá peninga sem eru grunnurinn að sterkri stöðu þeirra. Þeir peningar sem þannig fara úr peningageymslum bankanna og til fólksins hverfa ekki, þeir skipta einungis um hendur. Þá verður forgangsverkefni að gæta þess að allt fari ekki á fleygiferð, fjárfestingar fólks rjúki ekki upp úr öllu og þenslan nái nýjum háhæðum. Það er nánast spaugilegt að sala á nýjum bílum hefur nær tvöfaldast eftir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar var kynnt fyrr í mánuðinum. Ótrúlegur uppgangur hinna nýju banka er ekki síst tilkominn vegna þess umhverfis sem þeir starfa í og hversu ódýrt þeir fengu lánasöfnin frá gjaldþrota bönkunum, forverum sínum. Engin afrek hafa verið unnin. Fólk hefur borgað margfalt meira en þekkist í næstu löndum. Vandi þjóðarinnar, fari svo að dómar gangi ýktustu leið, verður ekki staða bankanna. Alls ekki. Vandinn verður þjóðin sjálf. Það verða miklar breytingar að losna úr áralangri skuldaneyð. Kannski tekst okkur þá að verja tíma okkar betur, vinna minna, njóta þess betur að vera til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Mikið var gott að heyra Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, segja að eigið fé bankans sé með þeim ágætum að Landsbankinn væri fullfær um að greiða til baka allar verðtryggingargreiðslur liðinna ára, yrði sú niðurstaða dómstóla. Þá er best að gera ráð fyrir að staða hinna bankanna sé ekki síðri. Yfirlýsing Steinþórs, sem féll í fréttum Stöðvar 2, er afar þörf og hlýtur að slá á allt umtal um að bankarnir myndi kikna undan því að gera upp verðtrygginguna, fari svo þegar endanlegur dómur verður fallinn. Eigið fé Landsbankans eins er um 240 milljarðar, sem er langt yfir þeim mörkum sem ætlast er til. Þar er borð fyrir báru. Viðskiptabankarnir þrír eru ung fyrirtæki. Þrátt fyrir ungan aldur hafa allir bankarnir rakað saman peningum og hagnaður þeirra er hreint ævintýralegur. Þar sem útlán til almennings hafa undantekningarlítið borið hærri vexti en þekkist í öðrum löndum og verðtryggingu að auki hefur oft verið sagt að bankarnir hafi bæði belti og axlabönd. Kannski verður EFTA-úrskurðurinn til þess að axlaböndin verði tekin af bönkunum og þeir verði þá að starfa á sama hátt og bankar í öðrum löndum. Með vextina eina, ekki verðtryggingu að auki. Ekki er nema von að spurt sé hvað gerðist í íslenskum bönkum. Þeir hafa þurft að endurgreiða milljarða vegna þess að þeir veittu kolólögleg lán, bundin erlendri mynt. Það var bannað með lögum og endaði með milljarða endurgreiðslum. Þrátt fyrir það áfall sér ekki högg á vatni. Svo miklir eru peningar bankanna. Fari svo að öll verðtryggð lán þar sem bankarnir í einfaldleika sínum létu lánasamninga miða við að hér yrði engin verðbólga, jafnvel næstu fjörutíu árin, verði dæmd á þann hátt að bankarnir verði að borga lántakendum til baka, gerist svo sannarlega margt. Eitt er víst. Hinir nýju og stórríku bankar munu starfa jafnt eftir sem áður. Viðskiptavinir þeirra hafa borgað til bankanna þá peninga sem eru grunnurinn að sterkri stöðu þeirra. Þeir peningar sem þannig fara úr peningageymslum bankanna og til fólksins hverfa ekki, þeir skipta einungis um hendur. Þá verður forgangsverkefni að gæta þess að allt fari ekki á fleygiferð, fjárfestingar fólks rjúki ekki upp úr öllu og þenslan nái nýjum háhæðum. Það er nánast spaugilegt að sala á nýjum bílum hefur nær tvöfaldast eftir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar var kynnt fyrr í mánuðinum. Ótrúlegur uppgangur hinna nýju banka er ekki síst tilkominn vegna þess umhverfis sem þeir starfa í og hversu ódýrt þeir fengu lánasöfnin frá gjaldþrota bönkunum, forverum sínum. Engin afrek hafa verið unnin. Fólk hefur borgað margfalt meira en þekkist í næstu löndum. Vandi þjóðarinnar, fari svo að dómar gangi ýktustu leið, verður ekki staða bankanna. Alls ekki. Vandinn verður þjóðin sjálf. Það verða miklar breytingar að losna úr áralangri skuldaneyð. Kannski tekst okkur þá að verja tíma okkar betur, vinna minna, njóta þess betur að vera til.