Viðskipti innlent

Verðlaunaður fyrir nýja sporðskurðarvél

Haraldur Guðmundsson skrifar
Unnsteinn segir prófanir sýna að vélin auki verðmætasköpun í vinnslu.
Unnsteinn segir prófanir sýna að vélin auki verðmætasköpun í vinnslu. Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson
Unnsteinn Guðmundsson, eigandi 4fish ehf. í Grundarfirði og vélstjóri, hlaut í gær verðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar fyrir framúrstefnuhugmynd ársins 2014 en hann hefur þróað sporðskurðarvél sem getur aukið gæði flökunar í flökunarvélum.

Vélin hefur, samkvæmt fréttatilkynningu ráðstefnunnar, verið í prófun í sjö mánuði hjá fiskvinnslu G.Run hf. í Grundarfirði. Með henni sé hægt að sporðskera fisk fyrir flökun og þannig leysa ákveðið vandamál sem þekkt sé í öllum gerðum flökunarvéla.

„Hugmyndin á sér tíu ára sögu en það var fyrst í fyrra sem ég kláraði verkefnið. Ég prófaði vélina hjá G.Run hf. í Grundarfirði sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og þar hef ég séð um flökunarvélar í um 30 ár,“ segir Unnsteinn. Hann fékk 500 þúsund króna peningaverðlaun frá Sjávarútvegsráðstefnunni og verðlaunagripinn Svifölduna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×