Hefja rannsóknir á meðferðum við ebólu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Bærinn Jene-Wonde í Líberíu fékk sinn skerf af ebólu þegar kennari kom með veika dóttur sína í bæinn. Þau létust bæði stuttu síðar ásamt allri fjölskyldu sinni. Fréttablaðið/AP Tilraunir með lyf og mótefni gegn ebólu hefjast í Vestur-Afríku í næsta mánuði en til þessa hefur engin örugg lækning eða bólusetning verið til við sjúkdómnum. Gert er ráð fyrir að um fjögur hundruð einstaklingar taki þátt í tilraunarannsóknunum. Þetta er í fyrsta sinn sem lyfið verður rannsakað á fólki í svo miklum mæli. Tilraunameðferðirnar eru í höndum hjálparstofnunarinnar Lækna án landamæra. Um þrjár mismunandi aðferðir er að ræða sem prófaðar verða á mismunandi stöðum í Gíneu og Líberíu. Í fyrstu rannsókninni eru sjúklingar meðhöndlaðir með veirusýkingalyfinu Brincidiofovir. Það lyf fékk Thomas Eric Duncan, fyrsti sýkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum, en hann lést í síðasta mánuði. Lyfið reyndist hins vegar betur kvikmyndatökumanninum Ashoka Mukpo sem smitaðist í Líberíu en hann var útskrifaður af spítala í síðasta mánuði. Í annarri lyfjameðferð verður veirusýkingalyfið Favipiravir rannsakað en það var notað til þess að meðhöndla spænsku hjúkrunarkonuna Teresu Romero Ramos og lifði hún af. Í þriðju tilraunameðferðinni fá sýktir einstaklingar blóðgjöf frá einstaklingum sem sigrast hafa á sjúkdómnum. Sú aðferð hefur fengið meðmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en þeir sem lifa af eru taldir bera mótefni við sjúkdómnum í blóði sínu. Rannsóknin er viðamikil og krefst mikillar undirbúningsvinnu. Blóðgjöf eru viðkvæmt umræðuefni í sumum löndum álfunnar þar sem smit eru algeng og því þarf ekki aðeins að safna blóði heldur einnig að finna einstaklinga sem tilbúnir eru til þess að gefa blóð. „Framkvæmt verður mannfræðilegt mat sem mun vonandi gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum til þess að skilja hvernig augum rannsókn sem þessi verður litin í samfélaginu,“ sagði Johan van Griensven sem fer fyrir blóðgjafarrannsókninni. Hann segir mannfræðilega athugun einnig geta varpað ljósi á líðan fyrrverandi ebólusjúklinga en þekking og skilningur á aðstæðum og skoðunum þeirra sé grundvallaratriði fyrir því að rannsóknin verði unnin á kurteislegan og sæmandi hátt. Niðurstaðna úr tilraununum þremur er að vænta í febrúar á næsta ári að því er segir á vef BBC. Yfir fimm þúsund einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum, flestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. Ebóla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Tilraunir með lyf og mótefni gegn ebólu hefjast í Vestur-Afríku í næsta mánuði en til þessa hefur engin örugg lækning eða bólusetning verið til við sjúkdómnum. Gert er ráð fyrir að um fjögur hundruð einstaklingar taki þátt í tilraunarannsóknunum. Þetta er í fyrsta sinn sem lyfið verður rannsakað á fólki í svo miklum mæli. Tilraunameðferðirnar eru í höndum hjálparstofnunarinnar Lækna án landamæra. Um þrjár mismunandi aðferðir er að ræða sem prófaðar verða á mismunandi stöðum í Gíneu og Líberíu. Í fyrstu rannsókninni eru sjúklingar meðhöndlaðir með veirusýkingalyfinu Brincidiofovir. Það lyf fékk Thomas Eric Duncan, fyrsti sýkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum, en hann lést í síðasta mánuði. Lyfið reyndist hins vegar betur kvikmyndatökumanninum Ashoka Mukpo sem smitaðist í Líberíu en hann var útskrifaður af spítala í síðasta mánuði. Í annarri lyfjameðferð verður veirusýkingalyfið Favipiravir rannsakað en það var notað til þess að meðhöndla spænsku hjúkrunarkonuna Teresu Romero Ramos og lifði hún af. Í þriðju tilraunameðferðinni fá sýktir einstaklingar blóðgjöf frá einstaklingum sem sigrast hafa á sjúkdómnum. Sú aðferð hefur fengið meðmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en þeir sem lifa af eru taldir bera mótefni við sjúkdómnum í blóði sínu. Rannsóknin er viðamikil og krefst mikillar undirbúningsvinnu. Blóðgjöf eru viðkvæmt umræðuefni í sumum löndum álfunnar þar sem smit eru algeng og því þarf ekki aðeins að safna blóði heldur einnig að finna einstaklinga sem tilbúnir eru til þess að gefa blóð. „Framkvæmt verður mannfræðilegt mat sem mun vonandi gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum til þess að skilja hvernig augum rannsókn sem þessi verður litin í samfélaginu,“ sagði Johan van Griensven sem fer fyrir blóðgjafarrannsókninni. Hann segir mannfræðilega athugun einnig geta varpað ljósi á líðan fyrrverandi ebólusjúklinga en þekking og skilningur á aðstæðum og skoðunum þeirra sé grundvallaratriði fyrir því að rannsóknin verði unnin á kurteislegan og sæmandi hátt. Niðurstaðna úr tilraununum þremur er að vænta í febrúar á næsta ári að því er segir á vef BBC. Yfir fimm þúsund einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum, flestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne.
Ebóla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira