Jólasaga 1. nóvember 2014 00:01 Einu sinni var jólasveinn sem notaði gleraugu. Hann hét Gleraugnastúfur, af því að hann var svo lítill og af því að hann notaði gleraugu. Gleraugnastúfur bjó í Vatnajökli með jólasveinafjölskyldunni sinni. Kvöld eitt rétt fyrir jólin þegar að Gleraugnastúfur ætlaði að fara með pakka til íslensku krakkanna í Volda, gerðist svolítið hræðilegt. Mamma hans Gleraugnastúfs, hún Grýla, steig ofan á gleraugun og mölbraut þau. Gleraugun höfðu dottið niður af náttborðinu hans og lágu því á gólfinu. Gleraugnastúfur þurfti því að fara til Noregs gleraugnalaus. Hann tók því óvart elginn hans pabba síns í staðinn fyrir litla hreindýrið sitt. Þegar þeir voru að fljúga yfir hafið steig elgurinn óvart niður og Gleraugnastúfur varð rennandi blautur. Hann varð því að fara heim og skipta um föt og kom því alltof seint til Noregs. Hann flýtti sér svo mikið að hann ruglaði saman öllum gjöfunum. Ástdís fékk fallhlífatindátana sem Júlli átti að fá. Júlli fékk hárklemmurnar sem Ástdís átti að fá. Anika fékk skóna sem Rebekka átti að fá og þeir voru alltof litlir og Rebekka fékk skóna sem Anika átti að fá og þeir voru alltof stórir. Þegar hann flaug af stað heim sá hann ekkert fyrir þoku og þess vegna fór hann til Svíþjóðar í staðinn fyrir að fara heim til Íslands. Núna er hann villtur í Svíþjóð. Jólaköttur út í mýri, setti á sig jólastýri og keyrði út í jólaævintýri. Höfundar: Anika Karen Aarflot 8 ára Ástdís Valdimarsdóttir 8 ára Júlíus Fannar Pálsson 8 ára Rebekka María Pálsdóttir 6 ára Af jólavef Júlla Jól Krakkar Mest lesið Laufabrauð Jól Gyðingakökur Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Sætar súkkulaðispesíur Jólin Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Karlar í nærbuxum Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól Ó, Jesúbarn Jól
Einu sinni var jólasveinn sem notaði gleraugu. Hann hét Gleraugnastúfur, af því að hann var svo lítill og af því að hann notaði gleraugu. Gleraugnastúfur bjó í Vatnajökli með jólasveinafjölskyldunni sinni. Kvöld eitt rétt fyrir jólin þegar að Gleraugnastúfur ætlaði að fara með pakka til íslensku krakkanna í Volda, gerðist svolítið hræðilegt. Mamma hans Gleraugnastúfs, hún Grýla, steig ofan á gleraugun og mölbraut þau. Gleraugun höfðu dottið niður af náttborðinu hans og lágu því á gólfinu. Gleraugnastúfur þurfti því að fara til Noregs gleraugnalaus. Hann tók því óvart elginn hans pabba síns í staðinn fyrir litla hreindýrið sitt. Þegar þeir voru að fljúga yfir hafið steig elgurinn óvart niður og Gleraugnastúfur varð rennandi blautur. Hann varð því að fara heim og skipta um föt og kom því alltof seint til Noregs. Hann flýtti sér svo mikið að hann ruglaði saman öllum gjöfunum. Ástdís fékk fallhlífatindátana sem Júlli átti að fá. Júlli fékk hárklemmurnar sem Ástdís átti að fá. Anika fékk skóna sem Rebekka átti að fá og þeir voru alltof litlir og Rebekka fékk skóna sem Anika átti að fá og þeir voru alltof stórir. Þegar hann flaug af stað heim sá hann ekkert fyrir þoku og þess vegna fór hann til Svíþjóðar í staðinn fyrir að fara heim til Íslands. Núna er hann villtur í Svíþjóð. Jólaköttur út í mýri, setti á sig jólastýri og keyrði út í jólaævintýri. Höfundar: Anika Karen Aarflot 8 ára Ástdís Valdimarsdóttir 8 ára Júlíus Fannar Pálsson 8 ára Rebekka María Pálsdóttir 6 ára Af jólavef Júlla
Jól Krakkar Mest lesið Laufabrauð Jól Gyðingakökur Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Sætar súkkulaðispesíur Jólin Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Karlar í nærbuxum Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól Ó, Jesúbarn Jól