Tarantino hættir eftir tíu myndir 13. nóvember 2014 16:30 Tarantino og Travolta Leikstjórinn ætlar að gera tvær myndir í viðbót fyrir utan þá nýjustu, The Hateful Eight. Vísir/Getty Quentin Tarantino segist ætla að hætta að leikstýra eftir að hann lýkur við sína tíundu kvikmynd. „Maður á ekki að vera uppi á sviði þangað til fólk grátbiður mann að fara í burtu,“ sagði Tarantino við áhorfendur á kvikmyndaráðstefnunni American Film Market í Santa Monica. Hann er þessa dagana að kynna sína nýjustu mynd, vestrann The Hateful Eight, sem verður frumsýndur á næsta ári. „Ég geri tvær í viðbót á eftir þessari. Mér finnst það góð tilhugsun að hætta eftir tíu myndir. Þetta er ekki fastneglt en ég stefni að þessu,“ sagði hinn 51 árs leikstjóri. Hann bætti við að leikstjórn væri fyrir ungt fólk og hann ætlaði að semja leikrit og bækur í staðinn. „Ég hef gaman af þeirri tilhugsun að áhorfendur vilji fá aðeins meira. Mér finnst að ungt fólk eigi að vera í leikstjórn og ég er skotinn í þeirri hugmynd að naflastrengur verði á milli fyrstu og síðustu myndarinnar minnar. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum sem hefur aðra skoðun, en ég vil hætta á meðan ég er enn sterkur.“ Þeir sem voru með honum á ráðstefnunni gerðu dálítið grín að honum, þar á meðal leikarinn Samuel L. Jackson. „Hvað ætlar Quentin að gera við sjálfan sig ef hann ætlar að standa við þetta?“ sagði Jackson, sem hefur starfað með Tarantino í myndum á borð við Pulp Ficton og Jackie Brown. Leikstjórinn ætlaði í janúar að hætta við að gera The Hateful Eight eftir að handriti myndarinnar var lekið á netið. Síðar meir hætti hann við og ákvað að búa myndina til, aðdáendum hans til mikillar ánægju. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Quentin Tarantino segist ætla að hætta að leikstýra eftir að hann lýkur við sína tíundu kvikmynd. „Maður á ekki að vera uppi á sviði þangað til fólk grátbiður mann að fara í burtu,“ sagði Tarantino við áhorfendur á kvikmyndaráðstefnunni American Film Market í Santa Monica. Hann er þessa dagana að kynna sína nýjustu mynd, vestrann The Hateful Eight, sem verður frumsýndur á næsta ári. „Ég geri tvær í viðbót á eftir þessari. Mér finnst það góð tilhugsun að hætta eftir tíu myndir. Þetta er ekki fastneglt en ég stefni að þessu,“ sagði hinn 51 árs leikstjóri. Hann bætti við að leikstjórn væri fyrir ungt fólk og hann ætlaði að semja leikrit og bækur í staðinn. „Ég hef gaman af þeirri tilhugsun að áhorfendur vilji fá aðeins meira. Mér finnst að ungt fólk eigi að vera í leikstjórn og ég er skotinn í þeirri hugmynd að naflastrengur verði á milli fyrstu og síðustu myndarinnar minnar. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum sem hefur aðra skoðun, en ég vil hætta á meðan ég er enn sterkur.“ Þeir sem voru með honum á ráðstefnunni gerðu dálítið grín að honum, þar á meðal leikarinn Samuel L. Jackson. „Hvað ætlar Quentin að gera við sjálfan sig ef hann ætlar að standa við þetta?“ sagði Jackson, sem hefur starfað með Tarantino í myndum á borð við Pulp Ficton og Jackie Brown. Leikstjórinn ætlaði í janúar að hætta við að gera The Hateful Eight eftir að handriti myndarinnar var lekið á netið. Síðar meir hætti hann við og ákvað að búa myndina til, aðdáendum hans til mikillar ánægju.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira