Ein ómerkileg setning 1. nóvember 2014 00:01 Úr sögunni "Chris og drekinn" eftir Pay Sampson. Þetta er saga um hann Krissa sem var aldrei til friðs. En þegar hann var valinn í hlutverk Jósefs í jólaleikriti skólans þar sem sagt var frá fæðingu frelsarans reyndi hann svo sannarlega að gera sitt besta. Óhappið varð þegar hann lagðist af öllum þunga á sviðstjöldin og allt hrundi niður. Í framhaldi af þessari ógæfu þá missti hann hlutverkið og kennarinn hans lét besta vin hans, Tuma, hafa það. Í staðinn var Krissi settur í hlutverk gistihúseigandans í Bethlehem. Í stað þess að leika aðalhlutverkið í leiknum er Krissi í því minnsta því gistihúseigandinn sagði aðeins eina setningu í leikritinu…. Krissa leið illa. Í dag ætlaði mamma hans að koma í skólann í fyrsta sinn og þá til að horfa á hann. Hún ætlaði að koma og horfa á hann leika Jósef í jólaleikritinu. Í eitt skipti á hans stuttu ævi hélt mamma hans að hann væri að afreka eitthvað. Hún var búin að segja öllum í götunni frá væntanlegu afreki sonarins og nú ætlaði hún að koma í skólann og taka ömmu með sér. Krissi gat ekki sagt henni eins og var. Hvernig átti hann að fara að því að segja henni að hann hefði klúðrað öllu og væri ekki í hlutverki Jósefs heldur í hlutverki gistihúseigandans sem vísaði Maríu og Jósef á dyr. Hlutverkið var ein setning. Ein ómerkileg setning. Hann átti að hrista hausinn, segja Jósef og Maríu að ekkert rúm væri fyrir þau í gistihúsinu og loka síðan dyrunum. Það var allt og sumt sem honum var treyst fyrir og síðan héldi leikritið áfram án þess að hann kæmi þar nærri. Mamma var að eyða tíma sínum til einskis með því að koma og sjá hann leika svo ómerkilegt hlutverk. “Þú þarft ekki að koma. Þetta er ekki svo mikilvægt”, sagði Krissi við mömmu sína. “Auðvitað komum við," svaraði hún. Krissi gekk þungum skrefum af stað í skólann. Þegar hann kom í skólann leit hann inn í samkomusalinn og horfði vonsvikinn á raðir af tómum sætum. Hlutverk gistihúseigandans var ekkert til að vera að velta sér upp úr. Það var hægt að læra hlutverk eins og þetta á nokkrum sekúndum. Á þessari stundu hefði Krissi kosið að vera ekki með í leikritinu. Hann lét sér jafnvel koma til hugar að strjúka frá öllu saman. Þarna var hann þó enn þegar krakkarnir komu til að fara í búningana sína fyrir leikritið. Krissi var enn í búningi Jósefs, fallegum kyrtli með rauðum og gylltum röndum. Hann hafði reynt að fara í Tuma kyrtil en hann náði aðeins niður á hné. Rauði og gyllti kyrtillinn hans Jósefs hafði litið út eins og fallhlíf á Tuma svo að Davíð kennari sem stjórnaði leikritinu hafði talið vænlegra að þeir héldu sig við upphaflegu búningana. Allir voru tilbúnir en leiktjaldið hafði enn ekki verið dregið frá. Krissi beið bak við sviðsmyndina. Falinn bak við gistihúshurðina. Hann heyrði kliðinn í salnum. Þá sá hann Davíð gefa merkið. Tjaldið var dregið frá. Tumi stóð á miðju sviðinu þar sem að Krissi hefði átt að vera. Allar mömmurnar í salnum andvörpuðu “OHHHH” Einhvers staðar í salnum sátu þær mamma og amma. Þær myndu horfa á Jósef og sjá að þetta væri ekki Krissi. Þær myndu velta fyrir sér hvað hefði farið úrskeiðis. Mamma hafði sagt öllum vinum sínum frá því að hann ætti að vera Jósef. Hann kíkti út um rifu á hurðinni og hörfaði. Salurinn var fullur af fólki. Röð eftir röð af mömmum og pöbbum, litlum bræðrum og systrum. Á fremsta bekk sat Margrét kennari og brosti til prestsins. Þar sátu líka karlar í gráum jakkafötum og fínar konur í dýrum, flottum kápum. Þessi Margrét. Hann skyldi einhvern tímann ná sér niðri á henni. Þetta var allt henni að kenna. Jósef, María og asninn nálguðust. Bráðum myndi Jósef banka á hurðina. Bráðum ætti hann að segja þessa ómerkilegu setningu: “Nei, hér er ekkert rúm, komið ykkur í burtu. Þið heyrðuð hvað ég sagði.” Þetta yrði allt og sumt. Búinn. Leikritið myndi halda áfram án hans og allir merkilegu atburðirnir ættu sér stað. Eftir því biðu allar mömmurnar. Lísa myndi taka dúkkuna hennar Sallýjar upp úr jötunni og mamma hennar Lísu myndi grípa andann á lofti. “Ohhh”. Englarnir kæmu svífandi á hvítu kyrtlunum sínum og mömmur englanna myndu stynja, “Ohhhh”. Fjárhirðarnir kæmu með lömbin sín og mömmur fjárhirðanna myndu andvarpa, “Ohhh”. Vitringarnir kæmu inn í skæru kyrtlunum , með kórónur á höfðinu og mömmur vitringanna myndu hvísla “Ohhhh” Það eina sem mamma Krissa sæi væri hann að hrista höfuðið og loka dyrunum. Enginn myndi andvarpa Ohhh, yfir því. Tumi bankaði á gistihúshurðina. Krissi heyrði bankið en hann hélt að enginn annar heyrði svo að hann bankaði sjálfur fast á dyrnar innan frá. Síðan opnaði hann dyrnar og stóð frammi fyrir öllum. Það ríkti dauðaþögn í salnum. Allir biðu. Tumi litli brosti til hans og sagði: “Er rúm í gistihúsinu fyrir okkur. Konan mín verður að fá að hvíla sig.” Og þarna stóð Tumi brosandi og beið. Allir voru að bíða. Bíða eftir Krissa. Bíða eftir að hann segði að það væri ekkert rúm í gistihúsinu fyrir Jósef og Maríu. Bíða eftir að leikritið héldi áfram. Krissi byrjaði að brosa líka. Kannski var þetta ekki svo ómerkilegt hlutverk þrátt fyrir allt, hugsaði hann með sér Hann leit út í salinn. Allir biðu. Margrét kennari og skólanefndin í sparifötunum sínum á fremst bekk, presturinn, mömmurnar, pabbarnir, ömmurnar , afarnir, allar litlu systurnar og bræðurnir. Á aftasta bekk biðu kennararnir. Allir biðu eftir Krissa. Biðu eftir að hann hristi hausinn og lokaði dyrunum. Allir biðu eftir að besti hluti leikritsins hæfist. Biðu eftir jötunni, englunum, fjárhirðunum og vitringunum. Þegar hér var komið við sögu var Tumi hættur að brosa. Hann hóf að hvísla setningu gistihúseigandans svo að Krissi heyrði. Krissi brosti vinalega til hans. Hann hafði ekki gleymt því sem hann átti að segja. En hann ætlaði ekki að segja það núna. Í huga hans var að fæðast frábær hugmynd. Hann brosti til Margrétar og síðan til allra sem sátu í salnum. Aðeins dauft bros fyrst en síðan varð það breiðara og breiðara. Hann brosti framan í gult andlit Tuma og svart andlit Lísu þangað til að andlit hans lýsti af vingjarnlegu brosi og gestrisnin skein úr augum hans . Þá allt í einu reif hann gistihúshurðina upp á gátt með mikilli sveiflu. Hann benti á opnar dyrnar og sagði hárri röddu. Pláss! Nóg pláss ! Það eru jólin, er það ekki ? Komið inn og látið fara vel um ykkur, kæru vinir ! Það ríkti dauðaþögn í salnum. Þá byrjaði presturinn að hlæja. Síðan fóru mennirnir í jakkafötunum og fínu konurnar á fremsta bekk að hlæja, svo mömmurnar, pabbarnir, litlu bræðurnir og systurnar. Kennararnir á aftasta bekk hlógu og hlógu. Að lokum stóðu allir upp og hlógu, klöppuðu og fögnuðu svo að undirtók í húsinu. Meðan þetta stóð yfir tosaði Krissi Maríu og Jósef inn í gistihúsið og lokaði dyrunum á eftir þeim. Já, hvernig hefði farið ef María og Jósef hefðu verið velkomin í Betlehem forðum. Krissi tók þann kostinn að bjóða þau velkomin þrátt fyrir að sagan segði annað. Sögulok Þannig var sagan um hann Krissa, í senn brosleg og lærdómsrík. Auðvitað ruglaði hann leikritið sem kannski ekki var rétt. En þegar það hafði gerst þá vakti það umræður og þeir sem sáu leikritið fóru að hugsa. Hvernig hefði farið ef fólkið í Betlehem hefði tekið á móti Jesú? Hvernig væri ef allir tækju á móti Jesú? Þá upplaukst það fyrir þeim sem urðu vitni að orðunum hans Krissa að einmitt þetta var það sem átti að hugsa um á aðventunni. Krissa tókst að fá fólkið til að hugsa um að það sem skipti máli var að taka á móti Jesú. Bjóða hann velkominn ! Endir Irma Sjöfn Óskarsdóttir þýddi. Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól Jólabær í ljósaskiptum Jól
Úr sögunni "Chris og drekinn" eftir Pay Sampson. Þetta er saga um hann Krissa sem var aldrei til friðs. En þegar hann var valinn í hlutverk Jósefs í jólaleikriti skólans þar sem sagt var frá fæðingu frelsarans reyndi hann svo sannarlega að gera sitt besta. Óhappið varð þegar hann lagðist af öllum þunga á sviðstjöldin og allt hrundi niður. Í framhaldi af þessari ógæfu þá missti hann hlutverkið og kennarinn hans lét besta vin hans, Tuma, hafa það. Í staðinn var Krissi settur í hlutverk gistihúseigandans í Bethlehem. Í stað þess að leika aðalhlutverkið í leiknum er Krissi í því minnsta því gistihúseigandinn sagði aðeins eina setningu í leikritinu…. Krissa leið illa. Í dag ætlaði mamma hans að koma í skólann í fyrsta sinn og þá til að horfa á hann. Hún ætlaði að koma og horfa á hann leika Jósef í jólaleikritinu. Í eitt skipti á hans stuttu ævi hélt mamma hans að hann væri að afreka eitthvað. Hún var búin að segja öllum í götunni frá væntanlegu afreki sonarins og nú ætlaði hún að koma í skólann og taka ömmu með sér. Krissi gat ekki sagt henni eins og var. Hvernig átti hann að fara að því að segja henni að hann hefði klúðrað öllu og væri ekki í hlutverki Jósefs heldur í hlutverki gistihúseigandans sem vísaði Maríu og Jósef á dyr. Hlutverkið var ein setning. Ein ómerkileg setning. Hann átti að hrista hausinn, segja Jósef og Maríu að ekkert rúm væri fyrir þau í gistihúsinu og loka síðan dyrunum. Það var allt og sumt sem honum var treyst fyrir og síðan héldi leikritið áfram án þess að hann kæmi þar nærri. Mamma var að eyða tíma sínum til einskis með því að koma og sjá hann leika svo ómerkilegt hlutverk. “Þú þarft ekki að koma. Þetta er ekki svo mikilvægt”, sagði Krissi við mömmu sína. “Auðvitað komum við," svaraði hún. Krissi gekk þungum skrefum af stað í skólann. Þegar hann kom í skólann leit hann inn í samkomusalinn og horfði vonsvikinn á raðir af tómum sætum. Hlutverk gistihúseigandans var ekkert til að vera að velta sér upp úr. Það var hægt að læra hlutverk eins og þetta á nokkrum sekúndum. Á þessari stundu hefði Krissi kosið að vera ekki með í leikritinu. Hann lét sér jafnvel koma til hugar að strjúka frá öllu saman. Þarna var hann þó enn þegar krakkarnir komu til að fara í búningana sína fyrir leikritið. Krissi var enn í búningi Jósefs, fallegum kyrtli með rauðum og gylltum röndum. Hann hafði reynt að fara í Tuma kyrtil en hann náði aðeins niður á hné. Rauði og gyllti kyrtillinn hans Jósefs hafði litið út eins og fallhlíf á Tuma svo að Davíð kennari sem stjórnaði leikritinu hafði talið vænlegra að þeir héldu sig við upphaflegu búningana. Allir voru tilbúnir en leiktjaldið hafði enn ekki verið dregið frá. Krissi beið bak við sviðsmyndina. Falinn bak við gistihúshurðina. Hann heyrði kliðinn í salnum. Þá sá hann Davíð gefa merkið. Tjaldið var dregið frá. Tumi stóð á miðju sviðinu þar sem að Krissi hefði átt að vera. Allar mömmurnar í salnum andvörpuðu “OHHHH” Einhvers staðar í salnum sátu þær mamma og amma. Þær myndu horfa á Jósef og sjá að þetta væri ekki Krissi. Þær myndu velta fyrir sér hvað hefði farið úrskeiðis. Mamma hafði sagt öllum vinum sínum frá því að hann ætti að vera Jósef. Hann kíkti út um rifu á hurðinni og hörfaði. Salurinn var fullur af fólki. Röð eftir röð af mömmum og pöbbum, litlum bræðrum og systrum. Á fremsta bekk sat Margrét kennari og brosti til prestsins. Þar sátu líka karlar í gráum jakkafötum og fínar konur í dýrum, flottum kápum. Þessi Margrét. Hann skyldi einhvern tímann ná sér niðri á henni. Þetta var allt henni að kenna. Jósef, María og asninn nálguðust. Bráðum myndi Jósef banka á hurðina. Bráðum ætti hann að segja þessa ómerkilegu setningu: “Nei, hér er ekkert rúm, komið ykkur í burtu. Þið heyrðuð hvað ég sagði.” Þetta yrði allt og sumt. Búinn. Leikritið myndi halda áfram án hans og allir merkilegu atburðirnir ættu sér stað. Eftir því biðu allar mömmurnar. Lísa myndi taka dúkkuna hennar Sallýjar upp úr jötunni og mamma hennar Lísu myndi grípa andann á lofti. “Ohhh”. Englarnir kæmu svífandi á hvítu kyrtlunum sínum og mömmur englanna myndu stynja, “Ohhhh”. Fjárhirðarnir kæmu með lömbin sín og mömmur fjárhirðanna myndu andvarpa, “Ohhh”. Vitringarnir kæmu inn í skæru kyrtlunum , með kórónur á höfðinu og mömmur vitringanna myndu hvísla “Ohhhh” Það eina sem mamma Krissa sæi væri hann að hrista höfuðið og loka dyrunum. Enginn myndi andvarpa Ohhh, yfir því. Tumi bankaði á gistihúshurðina. Krissi heyrði bankið en hann hélt að enginn annar heyrði svo að hann bankaði sjálfur fast á dyrnar innan frá. Síðan opnaði hann dyrnar og stóð frammi fyrir öllum. Það ríkti dauðaþögn í salnum. Allir biðu. Tumi litli brosti til hans og sagði: “Er rúm í gistihúsinu fyrir okkur. Konan mín verður að fá að hvíla sig.” Og þarna stóð Tumi brosandi og beið. Allir voru að bíða. Bíða eftir Krissa. Bíða eftir að hann segði að það væri ekkert rúm í gistihúsinu fyrir Jósef og Maríu. Bíða eftir að leikritið héldi áfram. Krissi byrjaði að brosa líka. Kannski var þetta ekki svo ómerkilegt hlutverk þrátt fyrir allt, hugsaði hann með sér Hann leit út í salinn. Allir biðu. Margrét kennari og skólanefndin í sparifötunum sínum á fremst bekk, presturinn, mömmurnar, pabbarnir, ömmurnar , afarnir, allar litlu systurnar og bræðurnir. Á aftasta bekk biðu kennararnir. Allir biðu eftir Krissa. Biðu eftir að hann hristi hausinn og lokaði dyrunum. Allir biðu eftir að besti hluti leikritsins hæfist. Biðu eftir jötunni, englunum, fjárhirðunum og vitringunum. Þegar hér var komið við sögu var Tumi hættur að brosa. Hann hóf að hvísla setningu gistihúseigandans svo að Krissi heyrði. Krissi brosti vinalega til hans. Hann hafði ekki gleymt því sem hann átti að segja. En hann ætlaði ekki að segja það núna. Í huga hans var að fæðast frábær hugmynd. Hann brosti til Margrétar og síðan til allra sem sátu í salnum. Aðeins dauft bros fyrst en síðan varð það breiðara og breiðara. Hann brosti framan í gult andlit Tuma og svart andlit Lísu þangað til að andlit hans lýsti af vingjarnlegu brosi og gestrisnin skein úr augum hans . Þá allt í einu reif hann gistihúshurðina upp á gátt með mikilli sveiflu. Hann benti á opnar dyrnar og sagði hárri röddu. Pláss! Nóg pláss ! Það eru jólin, er það ekki ? Komið inn og látið fara vel um ykkur, kæru vinir ! Það ríkti dauðaþögn í salnum. Þá byrjaði presturinn að hlæja. Síðan fóru mennirnir í jakkafötunum og fínu konurnar á fremsta bekk að hlæja, svo mömmurnar, pabbarnir, litlu bræðurnir og systurnar. Kennararnir á aftasta bekk hlógu og hlógu. Að lokum stóðu allir upp og hlógu, klöppuðu og fögnuðu svo að undirtók í húsinu. Meðan þetta stóð yfir tosaði Krissi Maríu og Jósef inn í gistihúsið og lokaði dyrunum á eftir þeim. Já, hvernig hefði farið ef María og Jósef hefðu verið velkomin í Betlehem forðum. Krissi tók þann kostinn að bjóða þau velkomin þrátt fyrir að sagan segði annað. Sögulok Þannig var sagan um hann Krissa, í senn brosleg og lærdómsrík. Auðvitað ruglaði hann leikritið sem kannski ekki var rétt. En þegar það hafði gerst þá vakti það umræður og þeir sem sáu leikritið fóru að hugsa. Hvernig hefði farið ef fólkið í Betlehem hefði tekið á móti Jesú? Hvernig væri ef allir tækju á móti Jesú? Þá upplaukst það fyrir þeim sem urðu vitni að orðunum hans Krissa að einmitt þetta var það sem átti að hugsa um á aðventunni. Krissa tókst að fá fólkið til að hugsa um að það sem skipti máli var að taka á móti Jesú. Bjóða hann velkominn ! Endir Irma Sjöfn Óskarsdóttir þýddi.
Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól Jólabær í ljósaskiptum Jól