Mosfellingar gleðjast - myndir 1. nóvember 2011 00:01 Jólalögin voru sungin háum rómi og dansað í kring um jólatréð á Miðbæjartorgi um helgina. Börn og fullorðnir glöddust yfir því að aðventan er nú gengin í garð og skein gleðin úr hverju andliti á laugardaginn þegar kveikt var á ljósunum á jólatré Mosfellinga á Miðbæjartorgi. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var fjöldi saman kominn og voru jólalögin sungin háum rómi og dansað í kring um jólatréð. Eftir hátíðarhöld úti á torgi færði mannfjöldinn sinn inn í hús í Kjarna þar sem áfram var glaðst. Glaðbeittir jólasveinar gáfu börnum jólaepli og einnig voru Mjallhvít og dvergarnir sjö mættir á svæðið. Kammerkór Mosfellsbæjar söng jólalög og hátíðarstemming myndaðist. Ekki dró það úr hátíðarbragnum að vöffluilmurinn smaug um vitin enda stóð Kammerkórinn einnig fyrir sinni árlegu kaffisölu. Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól
Börn og fullorðnir glöddust yfir því að aðventan er nú gengin í garð og skein gleðin úr hverju andliti á laugardaginn þegar kveikt var á ljósunum á jólatré Mosfellinga á Miðbæjartorgi. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var fjöldi saman kominn og voru jólalögin sungin háum rómi og dansað í kring um jólatréð. Eftir hátíðarhöld úti á torgi færði mannfjöldinn sinn inn í hús í Kjarna þar sem áfram var glaðst. Glaðbeittir jólasveinar gáfu börnum jólaepli og einnig voru Mjallhvít og dvergarnir sjö mættir á svæðið. Kammerkór Mosfellsbæjar söng jólalög og hátíðarstemming myndaðist. Ekki dró það úr hátíðarbragnum að vöffluilmurinn smaug um vitin enda stóð Kammerkórinn einnig fyrir sinni árlegu kaffisölu.
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól