Stríðið stóð undir væntingum Freyr Bjarnason skrifar 11. nóvember 2014 11:00 The War On Drugs Vodafonehöllin Iceland Airwaves Bandarísku indírokkararnir í The War On Drugs hafa hlotið mikið lof fyrir sína þriðju plötu, Lost in the Dream, sem kom út í vor. Sannarlega prýðileg plata sem rennur ljúft í gegnum hlustirnar og því var eftirvæntingin mikil að berja hljómsveitina augum á undan The Flaming Lips. Skemmst er frá því að segja að tónlistin olli engum vonbrigðum og hljómaði meira að segja enn betur á sviði en á plötunni. Þetta voru síðustu tónleikar The War On Drugs á löngu tónleikaferðalagi og greinilegt að hún var búin að spila sig vel saman. Þéttleikinn var mikill með forsprakkann Adam Granduciel í góðu formi. Gítarleikur hans var sérstaklega góður og þegar hann fór á flug í sólóunum var hrein unun á að hlusta. Stundum minnti The War On Drugs á tónlistarmanninn Kurt Vile sem spilaði með hljómsveit sinni á hátíðinni All Tomorrows Parties á gamla varnarsvæðinu í sumar. Ekki að ástæðulausu því Granduciel var áður meðlimur í Kurt Vile & The Violators, nema hvað tónlist The War On Drugs er enn betri en sú sem kemur úr sarpi fyrrverandi liðsfélaga hans.Niðurstaða: Vel heppnað gigg hjá The War On Drugs. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
The War On Drugs Vodafonehöllin Iceland Airwaves Bandarísku indírokkararnir í The War On Drugs hafa hlotið mikið lof fyrir sína þriðju plötu, Lost in the Dream, sem kom út í vor. Sannarlega prýðileg plata sem rennur ljúft í gegnum hlustirnar og því var eftirvæntingin mikil að berja hljómsveitina augum á undan The Flaming Lips. Skemmst er frá því að segja að tónlistin olli engum vonbrigðum og hljómaði meira að segja enn betur á sviði en á plötunni. Þetta voru síðustu tónleikar The War On Drugs á löngu tónleikaferðalagi og greinilegt að hún var búin að spila sig vel saman. Þéttleikinn var mikill með forsprakkann Adam Granduciel í góðu formi. Gítarleikur hans var sérstaklega góður og þegar hann fór á flug í sólóunum var hrein unun á að hlusta. Stundum minnti The War On Drugs á tónlistarmanninn Kurt Vile sem spilaði með hljómsveit sinni á hátíðinni All Tomorrows Parties á gamla varnarsvæðinu í sumar. Ekki að ástæðulausu því Granduciel var áður meðlimur í Kurt Vile & The Violators, nema hvað tónlist The War On Drugs er enn betri en sú sem kemur úr sarpi fyrrverandi liðsfélaga hans.Niðurstaða: Vel heppnað gigg hjá The War On Drugs.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira