Menning

Carl Jóhan þýðir Jarðnæði

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Oddný Eir Ævarsdóttir
Oddný Eir Ævarsdóttir
Carl Jóhan Jensen, færeyska skáldið sem sló í gegn með Ó - Sögum um djöfulskap í fyrra, ætlar að þýða Jarðnæði eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur á færeysku og Sprotin, hið metnaðarfulla færeyska forlag, gefur út. Áhugi evrópskra útgefenda var vakinn á bókinni með Bókmenntaverðlaunum Evrópusambandsins, sem tilkynnt var um á bókamessunni í Frankfurt og afhent verða með viðhöfn í Brussel 18. nóvember, en Færeyingar verða vísast fyrstir til að gefa bókina út á erlendri grundu, því Carl Jóhan var langt kominn með að þýða hana þegar útgefandinn rankaði við sér, enda er Oddný í miklu uppáhaldi hjá honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.