Merci beaucoup La Femme! Freyr Bjarnason skrifar 8. nóvember 2014 18:00 Sviðsframkoma frönsku hljómsveitarinnar var sérlega skemmtileg. Fréttablaðið/Ernir La Femme Iceland Airwaves Harpa Silfurberg Franska hljómsveitin La Femme var fljót að hrífa áhorfendur með sér þegar hún mætti á svið í Silfurbergi. Tónlistin var stórskemmtileg en þar fyrir utan var sviðsframkoman afar hressileg. Einn meðlimanna sex mætti í bleikum samfestingi með gæru yfir sér en annar var með tvær mismunandi grímur yfir andlitinu alla tónleikana. Sannkallaður ærslabelgur þar á ferð. Sá þriðji lét sér aftur á móti gömlu, góðu lopapeysuna nægja. La Femme hafði stillt upp þremur hljómborðum fremst á sviðinu og tónlistin var eins konar hljóðgervlapopp, eða bara ekta franskt stuðpopp. Sum lögin byrjuðu rólega en voru svo keyrð upp í ofurstuð í lokin. Oft voru þau ansi löng en það kom aldrei að sök því gæðin voru slík að manni leiddist aldrei. Ekki var hægt annað en að hrífast með tónlistinni og til marks um það hefur undirritaður sjaldan séð jafnmarga karlmenn dilla sér á einum og sömu Airwaves-tónleikunum. Sömuleiðis hikuðu sumir ekki við að láta salinn halda sér á floti, „crowdsörfa“. La Femme var stofnuð árið 2010 af þeim Marlon Magnée og Sacha Got. Sveitin hefur gefið út eina stóra plötu, Psycho Tropical Berlin, og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Eftir tónleikana kvaddi hljómsveitin áhorfendur með orðunum Merci Reykjavík! Frekar væri nær að segja Merci beaucoup La Femme!Niðurstaða:Stórskemmtilegt franskt stuðpopp. Airwaves Gagnrýni Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
La Femme Iceland Airwaves Harpa Silfurberg Franska hljómsveitin La Femme var fljót að hrífa áhorfendur með sér þegar hún mætti á svið í Silfurbergi. Tónlistin var stórskemmtileg en þar fyrir utan var sviðsframkoman afar hressileg. Einn meðlimanna sex mætti í bleikum samfestingi með gæru yfir sér en annar var með tvær mismunandi grímur yfir andlitinu alla tónleikana. Sannkallaður ærslabelgur þar á ferð. Sá þriðji lét sér aftur á móti gömlu, góðu lopapeysuna nægja. La Femme hafði stillt upp þremur hljómborðum fremst á sviðinu og tónlistin var eins konar hljóðgervlapopp, eða bara ekta franskt stuðpopp. Sum lögin byrjuðu rólega en voru svo keyrð upp í ofurstuð í lokin. Oft voru þau ansi löng en það kom aldrei að sök því gæðin voru slík að manni leiddist aldrei. Ekki var hægt annað en að hrífast með tónlistinni og til marks um það hefur undirritaður sjaldan séð jafnmarga karlmenn dilla sér á einum og sömu Airwaves-tónleikunum. Sömuleiðis hikuðu sumir ekki við að láta salinn halda sér á floti, „crowdsörfa“. La Femme var stofnuð árið 2010 af þeim Marlon Magnée og Sacha Got. Sveitin hefur gefið út eina stóra plötu, Psycho Tropical Berlin, og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Eftir tónleikana kvaddi hljómsveitin áhorfendur með orðunum Merci Reykjavík! Frekar væri nær að segja Merci beaucoup La Femme!Niðurstaða:Stórskemmtilegt franskt stuðpopp.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira