Fótbolti

Real Madrid er búið að vinna ellefu leiki í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Liverpool gekk illa að ráða við Ronaldo á Anfield en hvað gerist í kvöld?
Liverpool gekk illa að ráða við Ronaldo á Anfield en hvað gerist í kvöld? fréttablaðið/afp
Það var mikill gæðamunur á liðum Real Madrid og Liverpool er þau mættust á Anfield fyrir tveim vikum síðan. Real vann leikinn 0-3 með mörkum í fyrri hálfleik og gat leyft sér að taka því rólega í síðari hálfleik enda beið leikur gegn Barcelona nokkrum dögum síðar.

Það má því ætla að róðurinn verði enn þyngri hjá Liverpool í kvöld. Real á heimavelli og búið að endurheimta Gareth Bale úr meiðslum.

„Bale er í fínu lagi. Eina sem ég er að velta fyrir mér er hvort ég eigi að setja hann í byrjunarliði,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real, en hann íhugar líka að hvíla leikmenn sem hafa spilað mikið. Svo öruggur er Ancelotti með sig.

Hann má reyndar vera það enda hefur hans lið unnið ellefu leiki í röð í öllum keppnum. Liðið er nú komið á toppinn á Spáni þrátt fyrir brösuga byrjun.

„Við erum að spila vel þessa dagana og öllum líður vel. Það er mikið sjálfstraust og við óttumst engan. Það er mikil fagmennska í klefanum hjá okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×