Tilgangur og meðal? Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 31. október 2014 15:30 Kata Bækur: Kata Steinar Bragi Mál og menningNýjasta skáldsaga Steinars Braga, Kata, leiðir hugann að annarri skáldsögu sama höfundar, Konum, sem kom út fyrir sex árum. Í Konum er lýst skefjalausu, skipulögðu ofbeldi sem ung kona verður fyrir í nafni listarinnar og í boði íslenskra og erlendra auðjöfra. Þótt ótrúlegt megi virðast tókst sumum lesendum að túlka þá bók sem vegsömun eða samþykki þess viðbjóðslega ofbeldis sem þar var lýst. Það er engu líkara en Kata sé viðbragð við slíkum lestri, þar er engin fjöður dregin yfir boðskap sögunnar, hún er stríðsyfirlýsing, eða í það minnsta yfirlýsing um það að við séum stödd í miðju stríði; stríði gegn konum þar sem fórnarlömbin hrannast upp á hverjum degi, þeim er nauðgað, þær svívirtar og drepnar, án þess að samfélagið bregðist við í samræmi við umfang og alvarleika ofbeldisins. Í sögunni fylgjum við Kötu, miðaldra miðstéttarkonu, hjúkrunarkonu sem líknar og læknar dauðvona krabbameinssjúklingum, les Jón Kalman og sækir huggun í starf Hvítasunnusafnaðarins. Unglingsdóttir hennar, Vala, fer á menntaskólaball og snýr ekki aftur. Ári seinna finnst lík hennar illa leikið eftir nauðgun og annað ofbeldi. Í sögunni er viðbrögðum Kötu lýst, við fylgjumst með því í fyrri hlutanum hvernig hún brotnar niður smám saman. Þegar botninum er náð er sagan fleyguð með millikafla þar sem við lesum dagbókarfærslur Kötu og í þriðja hluta sögunnar er því síðan lýst hvernig hún byggir sig upp, finnur tilgang í því að leita réttlætis fyrir dóttur sína með sínum aðferðum.Steinar BragiStíll bókarinnar er hraður og á köflum hrár. Steinar Bragi hefur lengi daðrað við stíl glæpasagna og annarra afþreyingarbókmennta og stundum gengur hann ansi langt í því að líkja eftir stíl þeirra í Kötu. En þótt yfirbragð sögunnar minni stundum á spennusögu eða hryllingsmynd eru víddirnar í henni miklu fleiri. Hún er kirfilega tengd með textatengslum af ýmsu tagi, bæði við veruleika íslensks samtíma og bókmenntir af ýmsu tagi. Í sögunni koma fyrir raunverulegar persónur og aðrar sem augljóslega eiga sér eina eða fleiri fyrirmyndir. Margt af þessu tagi í sögunni styrkir hana sem eftirlíkingu veruleika sem við þekkjum, Kata les raunverulegar bækur og blöð, skrifuð af fólki sem gengur um á meðal okkar, hún fæst við veruleika sem er allt í kringum okkur og við getum ekki afneitað. Veruleikamynd sögunnar er á hinn bóginn líka brotin upp með margvíslegum hætti. Vala og faðir hennar, skurðlæknirinn Tómas, deila t.d. óvenjulegum áhuga á dúkkuhúsum sem hlýtur að vekja hugrenningatengsl við Brúðuheimili Ibsens. Dúkkuhúsið stendur í herbergi Völu og er hvort tveggja í senn, táknmynd fyrir hversdagslíf fjölskyldunnar og hlið inn í fantasíuheim sem á köflum yfirtekur líf Kötu eftir að Vala er horfin. Þræðirnir í sögunni eru fleiri, trú mæðgnanna er einn slíkur þráður sem rekja mætti lengra sem og dálæti Kötu á verkum Jóns Kalmans Stefánssonar en hann birtist sjálfur í bókinni líkt og verk hans þótt þau séu sett í nokkuð sérkennilegt og einfaldað samhengi í sögunni. Steinar Bragi fer alla leið í Kötu, hér eru engar málamiðlanir, enginn afsláttur gefinn á vægðarlausu raunsæi og innsýn inn í huga persónu sem upplifir hörmulegt óréttlæti sem mótar allt líf hennar til frambúðar. Óréttlætið er hvorki tilviljanakennt né einkalegt, það rennur smám saman upp fyrir Kötu að Vala er fórnarlamb kerfisbundins ofbeldis og Kata leitar hefnda fyrir dóttur sína. Hefnd hennar, bæði réttlætingin fyrir henni og aðferðirnar, hljóta að vekja stórar siðferðilegar spurningar. Aðalpersónan svarar þessum spurningum á sinn hátt og þau svör gefa lesandanum enga undankomuleið, Kata neyðir okkur til að horfast í augu við veruleikann í sinni ljótustu mynd. Niðurstaða: Afdráttarlaus og grimm skáldsaga um ofbeldi gegn konum sem vekur spurningar sem lesandinn getur ekki leitt hjá sér. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Kata Steinar Bragi Mál og menningNýjasta skáldsaga Steinars Braga, Kata, leiðir hugann að annarri skáldsögu sama höfundar, Konum, sem kom út fyrir sex árum. Í Konum er lýst skefjalausu, skipulögðu ofbeldi sem ung kona verður fyrir í nafni listarinnar og í boði íslenskra og erlendra auðjöfra. Þótt ótrúlegt megi virðast tókst sumum lesendum að túlka þá bók sem vegsömun eða samþykki þess viðbjóðslega ofbeldis sem þar var lýst. Það er engu líkara en Kata sé viðbragð við slíkum lestri, þar er engin fjöður dregin yfir boðskap sögunnar, hún er stríðsyfirlýsing, eða í það minnsta yfirlýsing um það að við séum stödd í miðju stríði; stríði gegn konum þar sem fórnarlömbin hrannast upp á hverjum degi, þeim er nauðgað, þær svívirtar og drepnar, án þess að samfélagið bregðist við í samræmi við umfang og alvarleika ofbeldisins. Í sögunni fylgjum við Kötu, miðaldra miðstéttarkonu, hjúkrunarkonu sem líknar og læknar dauðvona krabbameinssjúklingum, les Jón Kalman og sækir huggun í starf Hvítasunnusafnaðarins. Unglingsdóttir hennar, Vala, fer á menntaskólaball og snýr ekki aftur. Ári seinna finnst lík hennar illa leikið eftir nauðgun og annað ofbeldi. Í sögunni er viðbrögðum Kötu lýst, við fylgjumst með því í fyrri hlutanum hvernig hún brotnar niður smám saman. Þegar botninum er náð er sagan fleyguð með millikafla þar sem við lesum dagbókarfærslur Kötu og í þriðja hluta sögunnar er því síðan lýst hvernig hún byggir sig upp, finnur tilgang í því að leita réttlætis fyrir dóttur sína með sínum aðferðum.Steinar BragiStíll bókarinnar er hraður og á köflum hrár. Steinar Bragi hefur lengi daðrað við stíl glæpasagna og annarra afþreyingarbókmennta og stundum gengur hann ansi langt í því að líkja eftir stíl þeirra í Kötu. En þótt yfirbragð sögunnar minni stundum á spennusögu eða hryllingsmynd eru víddirnar í henni miklu fleiri. Hún er kirfilega tengd með textatengslum af ýmsu tagi, bæði við veruleika íslensks samtíma og bókmenntir af ýmsu tagi. Í sögunni koma fyrir raunverulegar persónur og aðrar sem augljóslega eiga sér eina eða fleiri fyrirmyndir. Margt af þessu tagi í sögunni styrkir hana sem eftirlíkingu veruleika sem við þekkjum, Kata les raunverulegar bækur og blöð, skrifuð af fólki sem gengur um á meðal okkar, hún fæst við veruleika sem er allt í kringum okkur og við getum ekki afneitað. Veruleikamynd sögunnar er á hinn bóginn líka brotin upp með margvíslegum hætti. Vala og faðir hennar, skurðlæknirinn Tómas, deila t.d. óvenjulegum áhuga á dúkkuhúsum sem hlýtur að vekja hugrenningatengsl við Brúðuheimili Ibsens. Dúkkuhúsið stendur í herbergi Völu og er hvort tveggja í senn, táknmynd fyrir hversdagslíf fjölskyldunnar og hlið inn í fantasíuheim sem á köflum yfirtekur líf Kötu eftir að Vala er horfin. Þræðirnir í sögunni eru fleiri, trú mæðgnanna er einn slíkur þráður sem rekja mætti lengra sem og dálæti Kötu á verkum Jóns Kalmans Stefánssonar en hann birtist sjálfur í bókinni líkt og verk hans þótt þau séu sett í nokkuð sérkennilegt og einfaldað samhengi í sögunni. Steinar Bragi fer alla leið í Kötu, hér eru engar málamiðlanir, enginn afsláttur gefinn á vægðarlausu raunsæi og innsýn inn í huga persónu sem upplifir hörmulegt óréttlæti sem mótar allt líf hennar til frambúðar. Óréttlætið er hvorki tilviljanakennt né einkalegt, það rennur smám saman upp fyrir Kötu að Vala er fórnarlamb kerfisbundins ofbeldis og Kata leitar hefnda fyrir dóttur sína. Hefnd hennar, bæði réttlætingin fyrir henni og aðferðirnar, hljóta að vekja stórar siðferðilegar spurningar. Aðalpersónan svarar þessum spurningum á sinn hátt og þau svör gefa lesandanum enga undankomuleið, Kata neyðir okkur til að horfast í augu við veruleikann í sinni ljótustu mynd. Niðurstaða: Afdráttarlaus og grimm skáldsaga um ofbeldi gegn konum sem vekur spurningar sem lesandinn getur ekki leitt hjá sér.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira