Valkostur til samtals og friðar Ersan Koyuncu og Toshiki Toma skrifar 29. október 2014 00:00 Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann á 8. öld? Einu sinni var hann ungur konungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfaldanaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn: „Þig dreymir frið og velgengni landsins þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“ Frumkenningin er sú að leita að Guði á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði í trúarlíf. En það sem við getum lært af þessari sögu fyrst og fremst er að ef til vill þurfum við fara út úr þægindum hinna hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðnum árangri fyrir samfélag okkar. Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarnan að benda á samræðu milli Félags Horizon, sem er menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við erum að vinna tilraunaverkefni saman en tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til íslenska samfélagsins með því að skapa jákvæða samræðu, samstöðu og umburðarlyndi. Umræða um íslam er mjög virk og heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi. Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því miður taka margir þátt í þessum árásum gegn múslímum hérlendis. Að tala við múslíma eða kristinn mann þýðir ekki að við verðum sammála öllum sem við ræðum við. Samtal er meira um að viðurkenna tilvist annarra og reyna að finna sameiginleg gildi, fremur en ágreining. Það er hvorki íslam né kristni sem á að tala saman, heldur múslímar og kristnir menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki að takmarkast milli múslíma og kristinna, heldur á það að vera opið fyrir öllum. Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða samfélag okkar í framtíð. Það erum líka við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum við velja: veg sem leiðir okkur til haturs og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til samvista og friðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann á 8. öld? Einu sinni var hann ungur konungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfaldanaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn: „Þig dreymir frið og velgengni landsins þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“ Frumkenningin er sú að leita að Guði á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði í trúarlíf. En það sem við getum lært af þessari sögu fyrst og fremst er að ef til vill þurfum við fara út úr þægindum hinna hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðnum árangri fyrir samfélag okkar. Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarnan að benda á samræðu milli Félags Horizon, sem er menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við erum að vinna tilraunaverkefni saman en tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til íslenska samfélagsins með því að skapa jákvæða samræðu, samstöðu og umburðarlyndi. Umræða um íslam er mjög virk og heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi. Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því miður taka margir þátt í þessum árásum gegn múslímum hérlendis. Að tala við múslíma eða kristinn mann þýðir ekki að við verðum sammála öllum sem við ræðum við. Samtal er meira um að viðurkenna tilvist annarra og reyna að finna sameiginleg gildi, fremur en ágreining. Það er hvorki íslam né kristni sem á að tala saman, heldur múslímar og kristnir menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki að takmarkast milli múslíma og kristinna, heldur á það að vera opið fyrir öllum. Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða samfélag okkar í framtíð. Það erum líka við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum við velja: veg sem leiðir okkur til haturs og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til samvista og friðar?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun