„Ég er hinn fullkomni tískubloggari" Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 25. október 2014 09:00 Hér má sjá trendsetterinn í nýjasta trendinu, fur on fur eða feldur við feld. Vísir/einkasafn Trendsetterinn er 20 og eitthvað ára „fashion og lifestyle“ bloggari á síðunni trendsetterinn.wordpress.com sem sló rækilega í gegn í vikunni. Þar sýnir hún spennandi hluti, nýjar snyrtivörur sem hún fær gefins, fallegan mat í krukkum og fleira. Fréttablaðið fékk einkaviðtal við Trendsetterinn sem leiddi okkur í allan sannleika um hvernig ná skal langt sem tískubloggari. Hvernig byrjaði þetta? „Fólk í kringum mig var búið að taka eftir því hversu góð tískuvitund mín væri og bað mig um að blogga. Ég er líka frábær kokkur og get gert kökur með rósakremi. Á líka fullt af iittala-dóti og alls konar fallegu fyrir heimilið sem ég get sýnt öðrum. Ég hef þetta allt. Ég er hinn fullkomni tískubloggari,“ segir Trendsetterinn. En hvernig hafa viðbrögðin verið við blogginu? „Þau hafa verið betri en ég átti von á og ég er nú þegar komin með stór verkefni, sem ég get því miður ekki talað um eins og er. Ég get samt sagt að mér hefur verið boðið að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd og að skrifa handritið að Áramótaskaupinu. Ég afþakkaði bæði boðin,“ segir hún. Innblástur segist hún fá úr sínu eigin höfði, enda sé hún mjög skapandi manneskja með mikið tískuvit. „Mér finnst langskemmtilegast að gera persónuleg blogg og svona „new in“ blogg. Þá get ég sýnt lesendum allt það sem ég hef verið að kaupa mér og það sem er búið að gefa mér frítt.“ Að vera bloggari hlýtur að hafa sína kosti, en hún segist því miður ekki vera að raka inn á þessu. „Það er það eina sem ég er ósátt við. Það er ekki verið að senda mér nóg af fríu dóti. Ég hvet fyrirtæki til þess að hafa samband við mig,“ segir hún. Hvert stefnir Trendsetterinn? „Á toppinn! Bloggið er ákveðið start fyrir ferilinn. Mig langar að gera eigin sjónvarpsþátt og bíð bara eftir símtalinu. Ég ætla að halda áfram að lifa og hrærast í þessum heimi þar til ég verð 35 ára, en þá mun ég verða forseti Íslands.“ Trendsetterinn leitar eins og er að umboðsmanni og biður áhugasama um að bjóða sig fram. „Ég er búin að tala við Óla Geir [Ólaf Geir Jónsson] en hann var því miður upptekinn við að skipuleggja klámkvölds-aðventutónleika í Hallgrímskirkju.“ Eurovision Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Trendsetterinn er 20 og eitthvað ára „fashion og lifestyle“ bloggari á síðunni trendsetterinn.wordpress.com sem sló rækilega í gegn í vikunni. Þar sýnir hún spennandi hluti, nýjar snyrtivörur sem hún fær gefins, fallegan mat í krukkum og fleira. Fréttablaðið fékk einkaviðtal við Trendsetterinn sem leiddi okkur í allan sannleika um hvernig ná skal langt sem tískubloggari. Hvernig byrjaði þetta? „Fólk í kringum mig var búið að taka eftir því hversu góð tískuvitund mín væri og bað mig um að blogga. Ég er líka frábær kokkur og get gert kökur með rósakremi. Á líka fullt af iittala-dóti og alls konar fallegu fyrir heimilið sem ég get sýnt öðrum. Ég hef þetta allt. Ég er hinn fullkomni tískubloggari,“ segir Trendsetterinn. En hvernig hafa viðbrögðin verið við blogginu? „Þau hafa verið betri en ég átti von á og ég er nú þegar komin með stór verkefni, sem ég get því miður ekki talað um eins og er. Ég get samt sagt að mér hefur verið boðið að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd og að skrifa handritið að Áramótaskaupinu. Ég afþakkaði bæði boðin,“ segir hún. Innblástur segist hún fá úr sínu eigin höfði, enda sé hún mjög skapandi manneskja með mikið tískuvit. „Mér finnst langskemmtilegast að gera persónuleg blogg og svona „new in“ blogg. Þá get ég sýnt lesendum allt það sem ég hef verið að kaupa mér og það sem er búið að gefa mér frítt.“ Að vera bloggari hlýtur að hafa sína kosti, en hún segist því miður ekki vera að raka inn á þessu. „Það er það eina sem ég er ósátt við. Það er ekki verið að senda mér nóg af fríu dóti. Ég hvet fyrirtæki til þess að hafa samband við mig,“ segir hún. Hvert stefnir Trendsetterinn? „Á toppinn! Bloggið er ákveðið start fyrir ferilinn. Mig langar að gera eigin sjónvarpsþátt og bíð bara eftir símtalinu. Ég ætla að halda áfram að lifa og hrærast í þessum heimi þar til ég verð 35 ára, en þá mun ég verða forseti Íslands.“ Trendsetterinn leitar eins og er að umboðsmanni og biður áhugasama um að bjóða sig fram. „Ég er búin að tala við Óla Geir [Ólaf Geir Jónsson] en hann var því miður upptekinn við að skipuleggja klámkvölds-aðventutónleika í Hallgrímskirkju.“
Eurovision Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira