Íslenski boltinn

Óvissa með Taskovic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það væri mikið áfall fyrir Víking ef Taskovic spilaði ekki áfram með félaginu.
Það væri mikið áfall fyrir Víking ef Taskovic spilaði ekki áfram með félaginu. vísir/andri marinó
Það er alls óvíst hvort besti leikmaður Víkings í sumar, fyrirliðinn IgorTaskovic, mun spila áfram með félaginu næsta sumar.

Hann er samningslaus og ekki til í að setjast að samningaborðinu strax af fjölskylduástæðum.

„Ef hann aftur á móti kemur til Íslands þá mun hann spila með okkur. Það er ekki spurning. Við munum taka upp þráðinn með honum síðar,“ segir HeimirGunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings.

Taskovic og MilosMilojevic, annar þjálfara Víkings, eru bestu vinir og leikmaðurinn er til í að koma aftur ef aðstæður eru réttar.

Víkingur á einnig eftir að ganga frá samningum við KristinMagnússon og markvörðinn IngvarKale.

„Ingvar er í fríi en við stefnum að því að setjast niður með honum þegar hann kemur heim,“ segir Heimir um málefni markvarðarins.

Það verður aftur á móti ekkert af því að Arnþór Ari Atlason gangi í raðir Víkings en hann hefur gefið félaginu afsvar. Hugur hans er sagður stefna í FH eða KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×