Á valdi sögunnar Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 23. október 2014 14:00 Þegar dúfurnar hurfu Bækur: Þegar dúfurnar hurfu Sofi Oksanen, þýðing Sigurður Karlsson Mál og menning Það er ekki alltaf einfalt fyrir lesanda að halda í alla þræði nýjustu skáldsögu Sofi Oksanen. Fyrir því eru ýmsar ástæður: rétt eins og síðasta skáldsaga Oksanen, Hreinsun, fjallar sagan um sögu Eistlands á 20. öld en landið á það sameiginlegt með nágrannaríkjum sínum við Eystrasaltið og mörgum öðrum löndum og landsvæðum Austur-Evrópu að hafa öldum saman verið undir valdi ólíkra stórvelda í austri og vestri. Þegar dúfurnar hurfu er söguleg skáldsaga sem gerist á árunum frá 1941 til 1966 og á sögutímanum er Eistland fyrst undir valdi Sovétríkjanna, svo hernumið af Þjóðverjum frá 1941 til 1944 og loks hluti af Sovétríkjunum. Það eykur svo á flækjustigið að fyrirferðarmesta persóna sögunnar – þótt hann sé langt frá því að vera söguhetja – skiptir um nafn í sögunni til dulbúnings. Sagan hverfist um tvo karla og eina konu sem í upphafi sögunnar búa í eistneskri sveit, Juudit bíður þar ásamt öðrum konum milli vonar og ótta eftir því að eiginmenn og unnustar snúi aftur úr bardögum eistneskra þjóðernissinna við Rússa. Eiginmaður hennar, Edgar, og frændi hans Roland eru meðal þeirra. Við fylgjum þessum þremur í gegnum söguna, Roland er staðfastur í baráttu sinni fyrir frjálsu Eistlandi, en um Edgar gegnir öðru máli, hann er tækifærissinni og eiginhagsmunaseggur af versta tagi, ávallt tilbúinn að fórna öðrum til að komast af sjálfur eða komast til metorða innan kerfisins hvort sem nasistar eða kommúnistar eru við stjórnvölinn. Saga og samskipti Juuditar sjálfrar við valdið eru flóknari og eiginlega ekki hægt að endursegja sögu hennar án þess að eyðileggja þá spennu sem byggð er upp í sögunni. Þegar dúfurnar hurfu er ekki spennusaga í hefðbundnum skilningi en spennan er umtalsverð og undir lokin kemur í ljós að sagan er hugvitsamlega fléttuð með afhjúpunum og óvæntum endalokum. En þótt sagan sé spennandi á yfirborðinu þjónar fléttan líka þeim tilgangi að sýna hvernig saga einstaklinga á stríðstímum og undir alræðisstjórn getur fléttast saman á óvæntan hátt. Sagan lýsir því á grimmilegan en hrífandi hátt hvernig sagan getur mótað fólk en hún fjallar ekki síður um það hvernig einstaklingarnir móta söguna með því að muna, skrásetja, segja frá – og ljúga. Sigurður Karlsson þýðir bókina úr finnsku og ekki getur undirritaður metið þýðinguna út frá frumtextanum. Þýðing Sigurðar skilar oft mögnuðum texta, en stundum framandlegum og nokkuð sérviskulegum, sem getur bæði talist kostur og galli. Niðurstaða: Spennandi og grimmileg úttekt á því hvernig smáþjóð og einstaklingarnir innan hennar verða leiksoppar sögunnar – og hver annars. Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Þegar dúfurnar hurfu Sofi Oksanen, þýðing Sigurður Karlsson Mál og menning Það er ekki alltaf einfalt fyrir lesanda að halda í alla þræði nýjustu skáldsögu Sofi Oksanen. Fyrir því eru ýmsar ástæður: rétt eins og síðasta skáldsaga Oksanen, Hreinsun, fjallar sagan um sögu Eistlands á 20. öld en landið á það sameiginlegt með nágrannaríkjum sínum við Eystrasaltið og mörgum öðrum löndum og landsvæðum Austur-Evrópu að hafa öldum saman verið undir valdi ólíkra stórvelda í austri og vestri. Þegar dúfurnar hurfu er söguleg skáldsaga sem gerist á árunum frá 1941 til 1966 og á sögutímanum er Eistland fyrst undir valdi Sovétríkjanna, svo hernumið af Þjóðverjum frá 1941 til 1944 og loks hluti af Sovétríkjunum. Það eykur svo á flækjustigið að fyrirferðarmesta persóna sögunnar – þótt hann sé langt frá því að vera söguhetja – skiptir um nafn í sögunni til dulbúnings. Sagan hverfist um tvo karla og eina konu sem í upphafi sögunnar búa í eistneskri sveit, Juudit bíður þar ásamt öðrum konum milli vonar og ótta eftir því að eiginmenn og unnustar snúi aftur úr bardögum eistneskra þjóðernissinna við Rússa. Eiginmaður hennar, Edgar, og frændi hans Roland eru meðal þeirra. Við fylgjum þessum þremur í gegnum söguna, Roland er staðfastur í baráttu sinni fyrir frjálsu Eistlandi, en um Edgar gegnir öðru máli, hann er tækifærissinni og eiginhagsmunaseggur af versta tagi, ávallt tilbúinn að fórna öðrum til að komast af sjálfur eða komast til metorða innan kerfisins hvort sem nasistar eða kommúnistar eru við stjórnvölinn. Saga og samskipti Juuditar sjálfrar við valdið eru flóknari og eiginlega ekki hægt að endursegja sögu hennar án þess að eyðileggja þá spennu sem byggð er upp í sögunni. Þegar dúfurnar hurfu er ekki spennusaga í hefðbundnum skilningi en spennan er umtalsverð og undir lokin kemur í ljós að sagan er hugvitsamlega fléttuð með afhjúpunum og óvæntum endalokum. En þótt sagan sé spennandi á yfirborðinu þjónar fléttan líka þeim tilgangi að sýna hvernig saga einstaklinga á stríðstímum og undir alræðisstjórn getur fléttast saman á óvæntan hátt. Sagan lýsir því á grimmilegan en hrífandi hátt hvernig sagan getur mótað fólk en hún fjallar ekki síður um það hvernig einstaklingarnir móta söguna með því að muna, skrásetja, segja frá – og ljúga. Sigurður Karlsson þýðir bókina úr finnsku og ekki getur undirritaður metið þýðinguna út frá frumtextanum. Þýðing Sigurðar skilar oft mögnuðum texta, en stundum framandlegum og nokkuð sérviskulegum, sem getur bæði talist kostur og galli. Niðurstaða: Spennandi og grimmileg úttekt á því hvernig smáþjóð og einstaklingarnir innan hennar verða leiksoppar sögunnar – og hver annars.
Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira