To be grateful Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2014 00:00 „Jei pabbi, það er bréf!“ sagði spennt fjögurra ára dóttir mín þegar hún sá bréfið í póstkassanum. Eftir að hafa þurft að sætta sig við tóman póstkassa tvo daga í röð var sönn gleði að sjá bréf. Litlu skipti þótt bréfið væri ekki til hennar enda hefði verið í meira lagi óvenjulegt að barn á leikskólaaldri fengi bréf frá Sýslumanninum í Reykjavík. Ég vissi svo sem að von væri á bréfinu en tók það engu að síður úr póstkassanum með semingi. Kaflaskil, sem löngu voru orðin ljós, nema hvað það vantaði stimpilinn: „Er hjónunum hér með veitt leyfi til lögskilnaðar…“ Þar með var það staðfest. 32 ára fráskilinn tveggja barna faðir. Flestum kom í opna skjöldu þegar við slitum samvistir um áramótin enda virtist allt í góðum málum á yfirborðinu. Á flesta kanta lék líka lífið við okkur en þó var taktleysið í dansinum nógu mikið til þess að við værum bæði viss um að ballið væri búið. Þegar við giftumst stakk ég í gríni upp á því að við skrifuðum inn í hringana okkar: „Þar til annað okkar deyr.“ Í sjálfu sér gætum við enn gengið með hringa með þeirri áletrun. Krakkarnir okkar tveir gera það að verkum að samskipti okkar verða regluleg um alla framtíð, eða þar til annað okkar deyr. Enda skiptir framar öllu að við stöndum vaktina vel sem foreldrar þótt hvort okkar búi á sínum staðnum. Þess vegna er ég ótrúlega þakklátur fyrir það hve góð samskipti okkar eru. Í átta ár var ég í sambandi með yndislegri konu sem verður vinur minn út ævina. Ég efast ekki um það eina mínútu. Vonandi finnur hún ástina á ný og kannski verð ég jafn heppinn. Hin raunverulega ást er þó á krökkunum okkar tveimur sem ég veit að eru í góðum höndum hvort sem þau eru hjá mér eða henni. Fyrir það er ég þakklátur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun
„Jei pabbi, það er bréf!“ sagði spennt fjögurra ára dóttir mín þegar hún sá bréfið í póstkassanum. Eftir að hafa þurft að sætta sig við tóman póstkassa tvo daga í röð var sönn gleði að sjá bréf. Litlu skipti þótt bréfið væri ekki til hennar enda hefði verið í meira lagi óvenjulegt að barn á leikskólaaldri fengi bréf frá Sýslumanninum í Reykjavík. Ég vissi svo sem að von væri á bréfinu en tók það engu að síður úr póstkassanum með semingi. Kaflaskil, sem löngu voru orðin ljós, nema hvað það vantaði stimpilinn: „Er hjónunum hér með veitt leyfi til lögskilnaðar…“ Þar með var það staðfest. 32 ára fráskilinn tveggja barna faðir. Flestum kom í opna skjöldu þegar við slitum samvistir um áramótin enda virtist allt í góðum málum á yfirborðinu. Á flesta kanta lék líka lífið við okkur en þó var taktleysið í dansinum nógu mikið til þess að við værum bæði viss um að ballið væri búið. Þegar við giftumst stakk ég í gríni upp á því að við skrifuðum inn í hringana okkar: „Þar til annað okkar deyr.“ Í sjálfu sér gætum við enn gengið með hringa með þeirri áletrun. Krakkarnir okkar tveir gera það að verkum að samskipti okkar verða regluleg um alla framtíð, eða þar til annað okkar deyr. Enda skiptir framar öllu að við stöndum vaktina vel sem foreldrar þótt hvort okkar búi á sínum staðnum. Þess vegna er ég ótrúlega þakklátur fyrir það hve góð samskipti okkar eru. Í átta ár var ég í sambandi með yndislegri konu sem verður vinur minn út ævina. Ég efast ekki um það eina mínútu. Vonandi finnur hún ástina á ný og kannski verð ég jafn heppinn. Hin raunverulega ást er þó á krökkunum okkar tveimur sem ég veit að eru í góðum höndum hvort sem þau eru hjá mér eða henni. Fyrir það er ég þakklátur.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun