Heilbrigðiskerfið skapar verðmæti Sigurjón M. Egilsson skrifar 16. október 2014 07:00 Ávinningur samfélagsins af góðu heilbrigðiskerfi á að mælast af mörgu. Helst ber að nefna heilsu og hamingju fólks. Það er mikils virði að sem flest okkar búi við góða heilsu og geti tekið þátt í leik og starfi af fullum mætti. Þegar metið er hvort byggja eigi nýtt sjúkrahús eða ekki, gleymist oft að nefna annan stóran þátt og það er sú mikla verðmætasköpun sem verður til á sjúkrahúsinu, sem og víðar í heilbrigðisþjónustunni. Miklu skiptir að veikir fái mátt og heilsu sem fyrst á ný og slasaðir sem mesta og besta umönnun, til að fólk komist sem fyrst til starfa, til virkrar þátttöku í samfélaginu. Af því er augljós hagnaður. Að betri árangri er oft löng leið. Það vantar sjúkrahús, ekki vegna þess að að öll bestu sjúkrahús heims séu í nýjum húsum. Það þarf að byggja vegna þess að okkur vantar hús. Þau sem fyrir eru hafa drabbast niður og eru of þröng. Sú er staðan. Þjóðahagslegur ávinningur er af góðu húsi og hæfu starfsfólki. Fólkið er til staðar, en aðstæðurnar verður að laga. Þegar Bjarni Benediktsson talar um að frekar beri að greiða niður skuldir ríkisins en byggja nýjan spítala má ætla að hann gleymi mikilvægum hluta í formúluna. Hann er sá að með sem bestri heilbrigðisþjónustu skapast verðmæti. Það er augljóst. Það er stórkostlegur hagur fyrir allt samfélagið ef hægt er að flýta meðferð sjúklinga, geri fólki kleift að fara sem fyrst aftur til sinna starfa, að fólk sem veikist eða slasast taki sem fyrst þátt í verðmætasköpun samfélagsins. Þau sem reynt hafa þekkja hversu gott er að eiga góða að. Að liggja á sjúkrahúsi og vera öðrum háður getur verið erfitt. Það er það samt ekki þegar starfsfólk sýnir skilning, varfærni og umhyggju. Á því flýtur kerfið okkar í dag. Á starfsfólkinu. Læknar eru að fara í verkfall – þeir sem hafa ekki sagt skilið við okkur og ráðið sig til starfa í öðrum löndum. Fyrir þau okkar sem helst vilja reikna allt í peningum, þá er augljóst að með sem mestu og bestu heilbrigðiskerfi sköpum við verðmæti, sköpum peninga. Ávinningurinn er augljós. Árangurinn næst ekki með læknunum einum, fjöldi annarra kemur að. Það þarf víða að bæta kjör. Það er verk að vinna. Engum sem kynnir sér aðstöðuna dylst að margt þarf að gera betur en nú er gert. Það er of þröngt um sjúkrahúsið, þau hús sem nú hýsa spítalann eru þröng og slitin. Það þarf að byggja og það liggur á að við sameinumst um lausnir. Vilji starfsmanna er mikill, en dugar ekki einn og sér. Eflaust yrði þjóðhagslegur skaði af, ef ekki tekst að laga kjör starfsmanna þessarar veigamiklu starfsemi og búa henni sem bestar aðstæður. Það er stjórnmálamanna að sigla þessu máli í höfn. Siglingin verður erfið og því reynir á þá sem hafa kosið að standa við stýrið. Þeir mega ekki gleyma hversu mikil verðmætasköpun er á Landspítalanum, eins og svo víða annars staðar innan heilbrigðisþjónustunnar. Trúlegast eru ótrúlegar fjárhæðir undir. Biðlistar eru dýrir, ekkert síður en erlendar skuldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ávinningur samfélagsins af góðu heilbrigðiskerfi á að mælast af mörgu. Helst ber að nefna heilsu og hamingju fólks. Það er mikils virði að sem flest okkar búi við góða heilsu og geti tekið þátt í leik og starfi af fullum mætti. Þegar metið er hvort byggja eigi nýtt sjúkrahús eða ekki, gleymist oft að nefna annan stóran þátt og það er sú mikla verðmætasköpun sem verður til á sjúkrahúsinu, sem og víðar í heilbrigðisþjónustunni. Miklu skiptir að veikir fái mátt og heilsu sem fyrst á ný og slasaðir sem mesta og besta umönnun, til að fólk komist sem fyrst til starfa, til virkrar þátttöku í samfélaginu. Af því er augljós hagnaður. Að betri árangri er oft löng leið. Það vantar sjúkrahús, ekki vegna þess að að öll bestu sjúkrahús heims séu í nýjum húsum. Það þarf að byggja vegna þess að okkur vantar hús. Þau sem fyrir eru hafa drabbast niður og eru of þröng. Sú er staðan. Þjóðahagslegur ávinningur er af góðu húsi og hæfu starfsfólki. Fólkið er til staðar, en aðstæðurnar verður að laga. Þegar Bjarni Benediktsson talar um að frekar beri að greiða niður skuldir ríkisins en byggja nýjan spítala má ætla að hann gleymi mikilvægum hluta í formúluna. Hann er sá að með sem bestri heilbrigðisþjónustu skapast verðmæti. Það er augljóst. Það er stórkostlegur hagur fyrir allt samfélagið ef hægt er að flýta meðferð sjúklinga, geri fólki kleift að fara sem fyrst aftur til sinna starfa, að fólk sem veikist eða slasast taki sem fyrst þátt í verðmætasköpun samfélagsins. Þau sem reynt hafa þekkja hversu gott er að eiga góða að. Að liggja á sjúkrahúsi og vera öðrum háður getur verið erfitt. Það er það samt ekki þegar starfsfólk sýnir skilning, varfærni og umhyggju. Á því flýtur kerfið okkar í dag. Á starfsfólkinu. Læknar eru að fara í verkfall – þeir sem hafa ekki sagt skilið við okkur og ráðið sig til starfa í öðrum löndum. Fyrir þau okkar sem helst vilja reikna allt í peningum, þá er augljóst að með sem mestu og bestu heilbrigðiskerfi sköpum við verðmæti, sköpum peninga. Ávinningurinn er augljós. Árangurinn næst ekki með læknunum einum, fjöldi annarra kemur að. Það þarf víða að bæta kjör. Það er verk að vinna. Engum sem kynnir sér aðstöðuna dylst að margt þarf að gera betur en nú er gert. Það er of þröngt um sjúkrahúsið, þau hús sem nú hýsa spítalann eru þröng og slitin. Það þarf að byggja og það liggur á að við sameinumst um lausnir. Vilji starfsmanna er mikill, en dugar ekki einn og sér. Eflaust yrði þjóðhagslegur skaði af, ef ekki tekst að laga kjör starfsmanna þessarar veigamiklu starfsemi og búa henni sem bestar aðstæður. Það er stjórnmálamanna að sigla þessu máli í höfn. Siglingin verður erfið og því reynir á þá sem hafa kosið að standa við stýrið. Þeir mega ekki gleyma hversu mikil verðmætasköpun er á Landspítalanum, eins og svo víða annars staðar innan heilbrigðisþjónustunnar. Trúlegast eru ótrúlegar fjárhæðir undir. Biðlistar eru dýrir, ekkert síður en erlendar skuldir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun