Töskur með teikningum af Akureyri Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. október 2014 12:00 Ania hefur útfært teikningar sínar af Akureyri á töskur. Töskurnar fást í Flóru á Akureyri. Auðunn níelsson Grafíski hönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Ania Litvintseva sýnir um þessar mundir í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Línuteikningar hennar hafa vakið athygli en hún hefur útfært þær á töskur.Gilið Línuteikningar Aniu gefa skemmtilega mynd af bænum.mynd/aniaÉg flutti til Íslands fyrir rúmu ári og vinn sem jógakennari í líkamsræktarstöðinni Átaki á Akureyri. Ég er frá Austur-Síberíu, bjó nokkur ár í Kína, í nokkra mánuði á Indlandi og nokkur ár í Póllandi áður en ég útskrifaðist úr grafískri hönnun í Rússlandi árið 2010,“ segir listakonan Ania Litvintseva, en hún hefur vakið athygli fyrir teikningar sínar og myndlistarverk. Akureyri Ania segist fá innblástur frá umhverfinu og því sem ber fyrir augu á Akureyri.mynd/aniaÁ Akureyri má gjarnan sjá Aniu sitja á kaffihúsum og teikna en hún segist nýta sér kaffihúsin til að vinna og eldhúsborðið heima. „Ég á alveg eftir að koma mér upp vinnustofu,“ segir hún. Kaffihús Ania nýtir sér kaffihúsin til að vinna og teiknar þá gjarnan það sem fyrir augu ber.mynd/aniaSýning á verkum Aniu, 50 shades of red, stendur nú í Bergi, menningarhúsi á Dalvík þar sem umfjöllunarefni Aniu er rauðhært fólk. „Þetta er portrettsýning en ég hef líka verið að prenta teikningar á póstkort og á textíl. Mér finnst það mjög skemmtilegt og mín fyrsta textíllína er töskur með teikningum af Akureyri. Síðar er von á fleiri útgáfum,“ segir Ania. Hvaðan færðu innblástur? „Frá umhverfinu í kringum mig og öllu sem ber fyrir augu hér á Akureyri.“ Sýning Aniu í Bergi stendur til 28. október. Nánar má forvitnast um myndlist Aniu á: www.behance.net/ania_akureyri og á Facebook. Töskurnar fást í Flóru á Akureyri. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Grafíski hönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Ania Litvintseva sýnir um þessar mundir í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Línuteikningar hennar hafa vakið athygli en hún hefur útfært þær á töskur.Gilið Línuteikningar Aniu gefa skemmtilega mynd af bænum.mynd/aniaÉg flutti til Íslands fyrir rúmu ári og vinn sem jógakennari í líkamsræktarstöðinni Átaki á Akureyri. Ég er frá Austur-Síberíu, bjó nokkur ár í Kína, í nokkra mánuði á Indlandi og nokkur ár í Póllandi áður en ég útskrifaðist úr grafískri hönnun í Rússlandi árið 2010,“ segir listakonan Ania Litvintseva, en hún hefur vakið athygli fyrir teikningar sínar og myndlistarverk. Akureyri Ania segist fá innblástur frá umhverfinu og því sem ber fyrir augu á Akureyri.mynd/aniaÁ Akureyri má gjarnan sjá Aniu sitja á kaffihúsum og teikna en hún segist nýta sér kaffihúsin til að vinna og eldhúsborðið heima. „Ég á alveg eftir að koma mér upp vinnustofu,“ segir hún. Kaffihús Ania nýtir sér kaffihúsin til að vinna og teiknar þá gjarnan það sem fyrir augu ber.mynd/aniaSýning á verkum Aniu, 50 shades of red, stendur nú í Bergi, menningarhúsi á Dalvík þar sem umfjöllunarefni Aniu er rauðhært fólk. „Þetta er portrettsýning en ég hef líka verið að prenta teikningar á póstkort og á textíl. Mér finnst það mjög skemmtilegt og mín fyrsta textíllína er töskur með teikningum af Akureyri. Síðar er von á fleiri útgáfum,“ segir Ania. Hvaðan færðu innblástur? „Frá umhverfinu í kringum mig og öllu sem ber fyrir augu hér á Akureyri.“ Sýning Aniu í Bergi stendur til 28. október. Nánar má forvitnast um myndlist Aniu á: www.behance.net/ania_akureyri og á Facebook. Töskurnar fást í Flóru á Akureyri.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira