Umtalsverður ávinningur fyrirtækja og heimila Þorsteinn Víglundsson skrifar 15. október 2014 07:00 Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaupmáttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síðustu fimmtán árum að undanskyldu ofþensluárinu 2007. Við erum komin á ákjósanlegan stað en ákvarðanir aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum munu ráða því hvort árangurinn verði varanlegur. Það eru jákvæð merki til staðar. Til dæmis gera stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins ráð fyrir því að verðlag fyrirtækja þeirra hækki aðeins um 1% á næstu 6 mánuðum sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. En varanlegur árangur í baráttunni við verðbólguna verður ekki tryggður ef hækkun launakostnaðar heldur áfram að vera tvöfalt til þrefalt meiri en í viðskiptalöndunum og langt umfram það sem aukin framleiðni og bætt frammistaða skapar svigrúm fyrir. Verðbólgunni má í grófum dráttum skipta í þrennt; í hækkun innlendra vöru- og þjónustuliða, innfluttra vara og húsnæðiskostnaðar. Innlendu liðirnir vega 44% í vísitölu neysluverðs, innfluttu vörurnar 34% og húsnæðisliðurinn 22%. Í mælingu Hagstofunnar á verðlagi í september var tólf mánaða hækkun innlendu liðanna 2,1%, innflutningsverð lækkaði um 1,8% en húsnæðisliðurinn hækkaði um 6,7%. Með öðrum orðum hefur styrking gengis og lækkun innflutningsverðs fært verðbólguna undir verðbólgumarkmiðið. Ekki er hægt að búast við því að gengi krónunnar styrkist frekar og leggi lóð á þær vogarskálar að halda verðlagi niðri og ekkert lát er á verðhækkunum húsnæðis. Það er því undir innlendri vöru og þjónustu komið hvort verðbólgan helst undir markmiði, en það eru einkum þeir liðir sem næmir eru fyrir launabreytingum hér á landi. Af þeim sökum er þess ekki að vænta að verðbólgan verði undir markmiði Seðlabankans ef launabreytingar halda áfram að vera eins miklar og raun ber vitni.Samstöðu þarf um betri vinnubrögð Enn ríkir of mikil óvissa um verðbólgu á komandi misserum. Ný peningastefna hefur ekki verið mótuð, líkt og stefnt var að. Launahækkanir á vinnumarkaði eru meiri en ráð var fyrir gert og samrýmast ekki verðstöðugleika til lengri tíma. Síðast en ekki síst er ekki samstaða milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um efnahagsstefnuna. Gamalkunnug hringekja gæti brátt farið af stað og snúist með ógnarhraða. Vaxandi viðskiptahalli sem endar með gengisfalli, vaxandi verðbólgu og lífskjaraskerðingu í kjölfarið. Vonir um áframhaldandi hagvaxtarskeið á komandi árum geta brostið á skömmum tíma, verði ekki gripið í taumana. Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðugleika er að traust og gott samstarf sé á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þar má margt betur fara og að óbreyttu stefnir í óefni á vinnumarkaði í vetur ef ekkert verður að gert. Sameiginleg sýn á meginlínur efnahagsstefnunnar er nauðsynleg forsenda slíks trausts. Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi. Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur á undanförnum misserum. Áframhaldandi uppbygging kaupmáttar á grundvelli verðstöðugleika er besta leiðin til að bæta lífskjör hér á landi. Þar verða allir að axla ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaupmáttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síðustu fimmtán árum að undanskyldu ofþensluárinu 2007. Við erum komin á ákjósanlegan stað en ákvarðanir aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum munu ráða því hvort árangurinn verði varanlegur. Það eru jákvæð merki til staðar. Til dæmis gera stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins ráð fyrir því að verðlag fyrirtækja þeirra hækki aðeins um 1% á næstu 6 mánuðum sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. En varanlegur árangur í baráttunni við verðbólguna verður ekki tryggður ef hækkun launakostnaðar heldur áfram að vera tvöfalt til þrefalt meiri en í viðskiptalöndunum og langt umfram það sem aukin framleiðni og bætt frammistaða skapar svigrúm fyrir. Verðbólgunni má í grófum dráttum skipta í þrennt; í hækkun innlendra vöru- og þjónustuliða, innfluttra vara og húsnæðiskostnaðar. Innlendu liðirnir vega 44% í vísitölu neysluverðs, innfluttu vörurnar 34% og húsnæðisliðurinn 22%. Í mælingu Hagstofunnar á verðlagi í september var tólf mánaða hækkun innlendu liðanna 2,1%, innflutningsverð lækkaði um 1,8% en húsnæðisliðurinn hækkaði um 6,7%. Með öðrum orðum hefur styrking gengis og lækkun innflutningsverðs fært verðbólguna undir verðbólgumarkmiðið. Ekki er hægt að búast við því að gengi krónunnar styrkist frekar og leggi lóð á þær vogarskálar að halda verðlagi niðri og ekkert lát er á verðhækkunum húsnæðis. Það er því undir innlendri vöru og þjónustu komið hvort verðbólgan helst undir markmiði, en það eru einkum þeir liðir sem næmir eru fyrir launabreytingum hér á landi. Af þeim sökum er þess ekki að vænta að verðbólgan verði undir markmiði Seðlabankans ef launabreytingar halda áfram að vera eins miklar og raun ber vitni.Samstöðu þarf um betri vinnubrögð Enn ríkir of mikil óvissa um verðbólgu á komandi misserum. Ný peningastefna hefur ekki verið mótuð, líkt og stefnt var að. Launahækkanir á vinnumarkaði eru meiri en ráð var fyrir gert og samrýmast ekki verðstöðugleika til lengri tíma. Síðast en ekki síst er ekki samstaða milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um efnahagsstefnuna. Gamalkunnug hringekja gæti brátt farið af stað og snúist með ógnarhraða. Vaxandi viðskiptahalli sem endar með gengisfalli, vaxandi verðbólgu og lífskjaraskerðingu í kjölfarið. Vonir um áframhaldandi hagvaxtarskeið á komandi árum geta brostið á skömmum tíma, verði ekki gripið í taumana. Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðugleika er að traust og gott samstarf sé á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þar má margt betur fara og að óbreyttu stefnir í óefni á vinnumarkaði í vetur ef ekkert verður að gert. Sameiginleg sýn á meginlínur efnahagsstefnunnar er nauðsynleg forsenda slíks trausts. Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi. Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur á undanförnum misserum. Áframhaldandi uppbygging kaupmáttar á grundvelli verðstöðugleika er besta leiðin til að bæta lífskjör hér á landi. Þar verða allir að axla ábyrgð.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun