Snjallsímaleysið Viktoría Hermannsdóttir skrifar 15. október 2014 07:00 Fíni iPhone-snjallsíminn minn bilaði um helgina. Sem er kannski ekki í frásögur færandi þar sem ég fer örugglega að eiga Íslandsmet í bilanatíðni þessara síma (ekki mér að kenna – pottþétt galli í hönnuninni). Snjallsíminnfór í viðgerð og í staðinn fékk ég ósnjallan Nokia-síma. Það er hægt að komast á netið á honum en það tekur svo langan tíma að ég fer ekki inn á það, hann er með tökkum og gamla góða Nokia-hringingin hljómar frá honum. Snjallsímaleysið hefur fært mig aftur til einfaldari tíma þegar maður gerði eitthvað annað en að stara stanslaust á símann. Ekkert Snapchat eða Instagram til þess að eyðileggja einbeitingu eða tölvupóstur og Facebook-skilaboð að trufla venjulegar samræður. Án þess að við áttum okkur á því, eða kannski áttum við okkur alveg á því en viljum ekki viðurkenna það; þá er mín kynslóð og kynslóðirnar í kring nefnilega hættar að lifa eðlilegu lífi. Við lifum í gegnum símann. Þetta litla tæki sem færir okkur heiminn í gegnum skjáinn er nefnilega að skerða lífsgæði okkar töluvert. Í stað þess að njóta þess að horfa á útsýnið tökum við mynd af því, hendum á það filter og dúndrum því inn á Instagram og bíðum eftir like-um. Við erum hætt að geta notið þess að borða góðan mat því við verðum að taka mynd af honum og deila með heiminum. Partí fara líka að miklu leyti fram í gegnum síma þar sem þarf að taka sem flestar myndir svo allir sjái hvað það er gaman og við eigum örugglega nóg af minningum frá gleðinni en á sama tíma gleymum við að skemmta okkur. Við erum í stöðugu sambandi við umheiminn en nánast engu við þá sem eru rétt við hliðina á okkur. Ég er að segja ykkur það, þessir snjöllu símar eru að rústa lífi okkar. Þótt ég eigi örugglega eftir að snúa til snjallsímans á ný þá hefur þetta verið ágætis áminning um að leggja stundum símanum og lifa lífinu – fyrir utan skjáinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Fíni iPhone-snjallsíminn minn bilaði um helgina. Sem er kannski ekki í frásögur færandi þar sem ég fer örugglega að eiga Íslandsmet í bilanatíðni þessara síma (ekki mér að kenna – pottþétt galli í hönnuninni). Snjallsíminnfór í viðgerð og í staðinn fékk ég ósnjallan Nokia-síma. Það er hægt að komast á netið á honum en það tekur svo langan tíma að ég fer ekki inn á það, hann er með tökkum og gamla góða Nokia-hringingin hljómar frá honum. Snjallsímaleysið hefur fært mig aftur til einfaldari tíma þegar maður gerði eitthvað annað en að stara stanslaust á símann. Ekkert Snapchat eða Instagram til þess að eyðileggja einbeitingu eða tölvupóstur og Facebook-skilaboð að trufla venjulegar samræður. Án þess að við áttum okkur á því, eða kannski áttum við okkur alveg á því en viljum ekki viðurkenna það; þá er mín kynslóð og kynslóðirnar í kring nefnilega hættar að lifa eðlilegu lífi. Við lifum í gegnum símann. Þetta litla tæki sem færir okkur heiminn í gegnum skjáinn er nefnilega að skerða lífsgæði okkar töluvert. Í stað þess að njóta þess að horfa á útsýnið tökum við mynd af því, hendum á það filter og dúndrum því inn á Instagram og bíðum eftir like-um. Við erum hætt að geta notið þess að borða góðan mat því við verðum að taka mynd af honum og deila með heiminum. Partí fara líka að miklu leyti fram í gegnum síma þar sem þarf að taka sem flestar myndir svo allir sjái hvað það er gaman og við eigum örugglega nóg af minningum frá gleðinni en á sama tíma gleymum við að skemmta okkur. Við erum í stöðugu sambandi við umheiminn en nánast engu við þá sem eru rétt við hliðina á okkur. Ég er að segja ykkur það, þessir snjöllu símar eru að rústa lífi okkar. Þótt ég eigi örugglega eftir að snúa til snjallsímans á ný þá hefur þetta verið ágætis áminning um að leggja stundum símanum og lifa lífinu – fyrir utan skjáinn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun