Að bæta hag sumra heimila Gylfi Arnbjörnsson skrifar 9. október 2014 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í grein hér í Fréttablaðinu í lok síðustu viku að „athugasemdir Alþýðusambands Íslands vegna aðgerða stjórnvalda til að bæta hag heimilanna standast ekki skoðun.“ Mér er það bæði ljúft og skylt að skýra betur fyrir ráðherranum hvað við eigum við. Gagnrýni ASÍ snýr að því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru sniðnar að hag tekjuhárra einstaklinga og eignafólks. ASÍ setti fram gagnrýnina undir yfirskriftinni „Ríkisstjórn ríka fólksins“ af þeirri einföldu ástæðu að sú lýsing passar best við efni þessara aðgerða.1. Lækkun á miðþrepi tekjuskatts Fjármála- og efnahagsráðherra furðar sig á því að ASÍ gagnrýni ríkisstjórnina fyrir að ganga erinda þeirra ríku í breytingum á sköttum. Ef við byrjum á tekjuskattskerfinu, þá lagði ráðherrann upphaflega til að skattprósentan í miðþrepi tekjuskatts yrði lækkuð um 0,8 prósentustig. Áætlað tekjutap ríkissjóðs af þessari aðgerð voru um 5 milljarðar króna. Samkvæmt þessu áttu skattar einstaklings að byrja að lækka í hægum skrefum við 255.000 kr.mán. tekjur. Skattalegur sparnaður einstaklings hefði síðan vaxið og náð hámarki við 813.500 kr.mán. Einungis tekjuhæsta tíundin er með tekjur yfir þessum mörkum þannig að 90% launafólks hefðu fengið minni skattalækkun eða alls enga. Alþýðusambandinu tókst hins vegar að ná fram breytingu á þessum áformum þannig að mörkin milli neðra þrepsins og milliþrepsins voru hækkuð úr 255 þús.kr. í 300 þús.kr., en ríkisstjórnin hafnaði kröfu ASÍ um að hækka skattleysismörkin fyrir þá og hélt því til streitu að mesta skattalækkunin kæmi til tekjuhæstu tíundarinnar. Þá nefnir ráðherrann ekki framgöngu ríkisstjórnarinnar gagnvart fyrirtækjunum, en staðreyndin er sú, að auðlindaskattar sjávarútvegs voru lækkaðir um 9,6 milljarða króna og VSK á ferðaþjónustu voru lækkaðir um 600 milljónir króna á sama tíma og afkoma af útflutningsstarfsemi er í hámarki. Hins vegar var almenna tryggingagjaldið hækkað um 6,1 milljarð króna sem leggst á alla atvinnustarfsemi í landinu – líka þá starfsemi sem enn hefur ekki náð sér eftir Hrunið.2. Afnám auðlegðarskatts Fjármála- og efnahagsráðherra hefur aldrei legið á þeirri skoðun sinni að honum finnist „skatturinn … ósanngjarn eignaskattur þar sem ekkert tillit er tekið til tekna“. Ráðherranum er tíðrætt um að skatturinn leggist á eldir borgara og á tímabili var því haldið fram að skatturinn stæðist ekki lög og væri brot á mannréttindum þessa hóps. Einn þessara eldri borgara lét reyndar á það reyna fyrir dómi og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Rétt er að minna á að auðlegðarskatturinn var lagður á hreinar eignir hjóna yfir 200 mill.kr. og 110 mill.kr. hjá einhleypum. Það kann vel að vera að launatekjur sumra þessara heimila séu ekki háar en framhjá því verður ekki litið að þau teljast vart meðal þeirra tekjulægstu. Það var pólitísk ákvörðun þessarar ríkisstjórnar að láta auðlegðarskattinn niður falla og þar með þá ríflega 10 milljarða króna sem hann skilaði í ríkissjóð og nýta mátti m.a. til að efla menntakerfið og bæta stöðu þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að hala.3. Höfuðstólslækkun húsnæðisskulda Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá útfærslu sem ríkisstjórnin valdi til að lækka höfuðstól húsnæðisskulda. Ekki var gerð tilraun til að koma til móts við þá sem eru í mestum greiðslu- og skuldavanda heldur er skattfé sérstaklega beint til hópa sem eru tekjuháir og ekki í neinum vanda með sínar skuldir. Það má reyndar furðu sæta að ríkisstjórnin hafi ekki lagt fram vandað mat á áhrifum þessarar aðgerðar á tekjuskiptinguna í landinu – hér er um 80 milljarða króna ráðstöfun skattfjár að ræða. Þegar Seðlabanki Íslands lagði mat á áhrif almennrar höfuðstólslækkunar taldi hann að tveir þriðju hlutar aðgerðarinnar kæmu þeim tekjuhæstu til góða. Þegar bankinn lagði mat á efnahagsleg áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar, sem m.a. fólst í áhyggjum bankans af neikvæðum áhrifum á verðlags og gengisstöðugleika, fékk hann bágt fyrir frá ríkisstjórninni. Öllu alvarlegri ásýnd þessara skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar er að allt félagslega húsnæðiskerfið í landinu er algerlega sniðgengið í þessum aðgerðum, en þeir tekjulægstu í samfélaginu standa undir lánum vegna félagslegs leiguhúsnæðis með leigugreiðslum sínum. Hverju þetta sætir er mér hulin ráðgáta en efnahags- og fjármálaráðherra verður einfaldlega að átta sig á því að þetta er mjög gróf aðför að tekjulægsta fólkinu í samfélaginu.4. Virðisaukaskattur og vörugjöld Þegar ráðherrann ræðir um breytingar á virðisaukaskatti sleppir hann iðulega að nefna þá staðreynd að þeir tekjulægstu verja tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til kaupa á matvælum en þeir tekjuhæstu. Ég ætla hins vegar ekki að eyða mörgum orðum í að útskýra hvers vegna 11 þúsund milljón króna hækkun á matarskatti í landi þar sem matvælaverð er þegar í hæstu hæðum er galin aðgerð. Ég hef nógu oft varað ráðherrann við þeirri hugmynd að fjármagna lækkun á því sem oft er nefnt lúxusvörur, sjónvörpum og þess háttar, með hækkun á lífsnauðsynjum. Það eru því miður mjög margar fjölskyldur í þessu landi sem alls ekki ná endum saman í sínum heimilisrekstri og mega síst við því að fá hækkun á matvælum. Hvernig sem ráðherrann vill snúa þessu þá fer þessi hluti aðgerðarinnar algerlega þvert á afstöðu aðildarfélaga ASÍ. Þá má benda á annað sjónarhorn á þessa aðgerð sem lítið hefur verið fjallað um og það er efnahags- og atvinnupólitíska hlið málsins. Efnahagslega snýst þetta um að lækkun á verði þessara innfluttu vara mun væntanlega leiða til aukins innflutnings og lakari viðskiptajafnaðar. Atvinnupólitískt er ljóst að innfluttar innréttingar munu lækka talsvert í verði vegna þess að heildarverðmæti þeirra ber vörugjald á meðan innlend innréttingasmíði borgar vissulega vörugjald af innfluttum aðföngum en ekki af launum starfsmanna sinna. Því mun samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu versna vegna þessarar aðgerðar, sem aftur mun leiða til verri viðskiptajafnaðar. Hvort tveggja mun setja þrýsting á gengi íslensku krónunnar og í framhaldi af því auka verðbólgu.5. Breytingar á lífeyrisgreiðslum Bjarni Benediktsson furðar sig á gagnrýni ASÍ á aðgerðir ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum. Velur hann að nefna ekki áform sín um að afnema framlög til jöfnunar á örorkubyrði sem skerða mun lífeyrisréttindi verkafólks og sjómanna um allt að 5% á næstu misserum. Hann nefnir heldur ekki skerðingu á framlögum til starfsendurhæfingar, sem er helsta von okkar um að hægt sé að draga úr örorku og tryggja fólki farsæla endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Hvoru tveggja er alvarlega aðför að launafólki. Hins vegar dregur ráðherrann fram þær breytingar sem ríkisstjórnin gerði á almannatryggingum í júní 2013. Ríkisstjórnin setti verulega fjármuni í að afnema tekjutengingu á milli greiðslna úr lífeyrissjóðum og grunnlífeyris og hækkun á frítekjumörkum vegna atvinnutekna. Jafnframt státar ráðherrann sér af hækkun bóta almannatrygginga um áramótin, sem þó var ekki í neinu samræmi við hækkun lægstu launa. Alþýðusambandið gagnrýndi þessa aðgerðir af þeirri einföldu ástæðu að þær bæti hag þeirra sem hafa háan lífeyri úr lífeyrissjóði en gerði ekkert til þess að bæta stöðu þeirra sem eru með undir 200 þús.kr. úr lífeyrissjóði. Þannig að einnig hér er ljóst hvaða þjóðfélagshópur er í forgangi hjá ríkisstjórninni!Að lokum þetta Í gagnrýni Alþýðusambandsins á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins eru tvær megináherslur. Í fyrsta lagi það mikla óréttlæti og misskipting sem felst í forgangsröðun í þágu ríkra og valdið hefur réttmætri reiði í garð ríkisstjórnarinnar. Í öðru lagi er alveg ljóst að sú ákvörðun stjórnvalda að lækka skatta á ríkustu heimilin og sjávarútvegsfyrirtækin í landinu um á þriðja tug milljarða króna hefur leitt til niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, velferðarkerfinu og menntakerfinu. Við hjá ASÍ erum ekki í neinum vafa um á hvaða heimilum þess niðurskurður mun lenda og því gagnrýnum við þetta fjárlagafrumvarp harðlega, það er einfaldlega óréttlátt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í grein hér í Fréttablaðinu í lok síðustu viku að „athugasemdir Alþýðusambands Íslands vegna aðgerða stjórnvalda til að bæta hag heimilanna standast ekki skoðun.“ Mér er það bæði ljúft og skylt að skýra betur fyrir ráðherranum hvað við eigum við. Gagnrýni ASÍ snýr að því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru sniðnar að hag tekjuhárra einstaklinga og eignafólks. ASÍ setti fram gagnrýnina undir yfirskriftinni „Ríkisstjórn ríka fólksins“ af þeirri einföldu ástæðu að sú lýsing passar best við efni þessara aðgerða.1. Lækkun á miðþrepi tekjuskatts Fjármála- og efnahagsráðherra furðar sig á því að ASÍ gagnrýni ríkisstjórnina fyrir að ganga erinda þeirra ríku í breytingum á sköttum. Ef við byrjum á tekjuskattskerfinu, þá lagði ráðherrann upphaflega til að skattprósentan í miðþrepi tekjuskatts yrði lækkuð um 0,8 prósentustig. Áætlað tekjutap ríkissjóðs af þessari aðgerð voru um 5 milljarðar króna. Samkvæmt þessu áttu skattar einstaklings að byrja að lækka í hægum skrefum við 255.000 kr.mán. tekjur. Skattalegur sparnaður einstaklings hefði síðan vaxið og náð hámarki við 813.500 kr.mán. Einungis tekjuhæsta tíundin er með tekjur yfir þessum mörkum þannig að 90% launafólks hefðu fengið minni skattalækkun eða alls enga. Alþýðusambandinu tókst hins vegar að ná fram breytingu á þessum áformum þannig að mörkin milli neðra þrepsins og milliþrepsins voru hækkuð úr 255 þús.kr. í 300 þús.kr., en ríkisstjórnin hafnaði kröfu ASÍ um að hækka skattleysismörkin fyrir þá og hélt því til streitu að mesta skattalækkunin kæmi til tekjuhæstu tíundarinnar. Þá nefnir ráðherrann ekki framgöngu ríkisstjórnarinnar gagnvart fyrirtækjunum, en staðreyndin er sú, að auðlindaskattar sjávarútvegs voru lækkaðir um 9,6 milljarða króna og VSK á ferðaþjónustu voru lækkaðir um 600 milljónir króna á sama tíma og afkoma af útflutningsstarfsemi er í hámarki. Hins vegar var almenna tryggingagjaldið hækkað um 6,1 milljarð króna sem leggst á alla atvinnustarfsemi í landinu – líka þá starfsemi sem enn hefur ekki náð sér eftir Hrunið.2. Afnám auðlegðarskatts Fjármála- og efnahagsráðherra hefur aldrei legið á þeirri skoðun sinni að honum finnist „skatturinn … ósanngjarn eignaskattur þar sem ekkert tillit er tekið til tekna“. Ráðherranum er tíðrætt um að skatturinn leggist á eldir borgara og á tímabili var því haldið fram að skatturinn stæðist ekki lög og væri brot á mannréttindum þessa hóps. Einn þessara eldri borgara lét reyndar á það reyna fyrir dómi og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Rétt er að minna á að auðlegðarskatturinn var lagður á hreinar eignir hjóna yfir 200 mill.kr. og 110 mill.kr. hjá einhleypum. Það kann vel að vera að launatekjur sumra þessara heimila séu ekki háar en framhjá því verður ekki litið að þau teljast vart meðal þeirra tekjulægstu. Það var pólitísk ákvörðun þessarar ríkisstjórnar að láta auðlegðarskattinn niður falla og þar með þá ríflega 10 milljarða króna sem hann skilaði í ríkissjóð og nýta mátti m.a. til að efla menntakerfið og bæta stöðu þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að hala.3. Höfuðstólslækkun húsnæðisskulda Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá útfærslu sem ríkisstjórnin valdi til að lækka höfuðstól húsnæðisskulda. Ekki var gerð tilraun til að koma til móts við þá sem eru í mestum greiðslu- og skuldavanda heldur er skattfé sérstaklega beint til hópa sem eru tekjuháir og ekki í neinum vanda með sínar skuldir. Það má reyndar furðu sæta að ríkisstjórnin hafi ekki lagt fram vandað mat á áhrifum þessarar aðgerðar á tekjuskiptinguna í landinu – hér er um 80 milljarða króna ráðstöfun skattfjár að ræða. Þegar Seðlabanki Íslands lagði mat á áhrif almennrar höfuðstólslækkunar taldi hann að tveir þriðju hlutar aðgerðarinnar kæmu þeim tekjuhæstu til góða. Þegar bankinn lagði mat á efnahagsleg áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar, sem m.a. fólst í áhyggjum bankans af neikvæðum áhrifum á verðlags og gengisstöðugleika, fékk hann bágt fyrir frá ríkisstjórninni. Öllu alvarlegri ásýnd þessara skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar er að allt félagslega húsnæðiskerfið í landinu er algerlega sniðgengið í þessum aðgerðum, en þeir tekjulægstu í samfélaginu standa undir lánum vegna félagslegs leiguhúsnæðis með leigugreiðslum sínum. Hverju þetta sætir er mér hulin ráðgáta en efnahags- og fjármálaráðherra verður einfaldlega að átta sig á því að þetta er mjög gróf aðför að tekjulægsta fólkinu í samfélaginu.4. Virðisaukaskattur og vörugjöld Þegar ráðherrann ræðir um breytingar á virðisaukaskatti sleppir hann iðulega að nefna þá staðreynd að þeir tekjulægstu verja tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til kaupa á matvælum en þeir tekjuhæstu. Ég ætla hins vegar ekki að eyða mörgum orðum í að útskýra hvers vegna 11 þúsund milljón króna hækkun á matarskatti í landi þar sem matvælaverð er þegar í hæstu hæðum er galin aðgerð. Ég hef nógu oft varað ráðherrann við þeirri hugmynd að fjármagna lækkun á því sem oft er nefnt lúxusvörur, sjónvörpum og þess háttar, með hækkun á lífsnauðsynjum. Það eru því miður mjög margar fjölskyldur í þessu landi sem alls ekki ná endum saman í sínum heimilisrekstri og mega síst við því að fá hækkun á matvælum. Hvernig sem ráðherrann vill snúa þessu þá fer þessi hluti aðgerðarinnar algerlega þvert á afstöðu aðildarfélaga ASÍ. Þá má benda á annað sjónarhorn á þessa aðgerð sem lítið hefur verið fjallað um og það er efnahags- og atvinnupólitíska hlið málsins. Efnahagslega snýst þetta um að lækkun á verði þessara innfluttu vara mun væntanlega leiða til aukins innflutnings og lakari viðskiptajafnaðar. Atvinnupólitískt er ljóst að innfluttar innréttingar munu lækka talsvert í verði vegna þess að heildarverðmæti þeirra ber vörugjald á meðan innlend innréttingasmíði borgar vissulega vörugjald af innfluttum aðföngum en ekki af launum starfsmanna sinna. Því mun samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu versna vegna þessarar aðgerðar, sem aftur mun leiða til verri viðskiptajafnaðar. Hvort tveggja mun setja þrýsting á gengi íslensku krónunnar og í framhaldi af því auka verðbólgu.5. Breytingar á lífeyrisgreiðslum Bjarni Benediktsson furðar sig á gagnrýni ASÍ á aðgerðir ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum. Velur hann að nefna ekki áform sín um að afnema framlög til jöfnunar á örorkubyrði sem skerða mun lífeyrisréttindi verkafólks og sjómanna um allt að 5% á næstu misserum. Hann nefnir heldur ekki skerðingu á framlögum til starfsendurhæfingar, sem er helsta von okkar um að hægt sé að draga úr örorku og tryggja fólki farsæla endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Hvoru tveggja er alvarlega aðför að launafólki. Hins vegar dregur ráðherrann fram þær breytingar sem ríkisstjórnin gerði á almannatryggingum í júní 2013. Ríkisstjórnin setti verulega fjármuni í að afnema tekjutengingu á milli greiðslna úr lífeyrissjóðum og grunnlífeyris og hækkun á frítekjumörkum vegna atvinnutekna. Jafnframt státar ráðherrann sér af hækkun bóta almannatrygginga um áramótin, sem þó var ekki í neinu samræmi við hækkun lægstu launa. Alþýðusambandið gagnrýndi þessa aðgerðir af þeirri einföldu ástæðu að þær bæti hag þeirra sem hafa háan lífeyri úr lífeyrissjóði en gerði ekkert til þess að bæta stöðu þeirra sem eru með undir 200 þús.kr. úr lífeyrissjóði. Þannig að einnig hér er ljóst hvaða þjóðfélagshópur er í forgangi hjá ríkisstjórninni!Að lokum þetta Í gagnrýni Alþýðusambandsins á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins eru tvær megináherslur. Í fyrsta lagi það mikla óréttlæti og misskipting sem felst í forgangsröðun í þágu ríkra og valdið hefur réttmætri reiði í garð ríkisstjórnarinnar. Í öðru lagi er alveg ljóst að sú ákvörðun stjórnvalda að lækka skatta á ríkustu heimilin og sjávarútvegsfyrirtækin í landinu um á þriðja tug milljarða króna hefur leitt til niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, velferðarkerfinu og menntakerfinu. Við hjá ASÍ erum ekki í neinum vafa um á hvaða heimilum þess niðurskurður mun lenda og því gagnrýnum við þetta fjárlagafrumvarp harðlega, það er einfaldlega óréttlátt!
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun