Illt er að eiga Framsókn að einkavin Björn B. Björnsson skrifar 3. október 2014 08:45 „Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands“ segir í ályktun flokksþings framsóknarmanna frá því fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Í kosningabaráttunni ítrekuðu núverandi ráðherrar flokksins í sjónvarpsauglýsingum þá stefnu flokksins að efla ætti Kvikmyndasjóð. Framlög til Kvikmyndasjóðs voru 1.020 milljónir árið 2013 þegar þessi ríkisstjórn tók við en á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að þau verði 724,7 milljónir. Það sér hvert mannsbarn að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ekki staðið við stefnu flokksins og þau fyrirheit sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar. Þvert á móti er Kvikmyndasjóður miklu verr settur eftir að þeir komust til valda. Að kippa teppinu með þessum hætti undan atvinnugrein í örum vexti er vond stjórnun samkvæmt þingsályktun sem Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir og fleiri fluttu árið 2010 en þar segir: „Augljóst má vera að fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar skiptir miklu að ekki ríki óvissa um fjármögnun.“ Í þessari þingsályktunartillögu þeirra er bent á hvernig þeir fjármunir sem varið er til kvikmynda laða að sér annað fjármagn bæði innlent og erlent svo ríkissjóður fær meira til baka í formi skatta en hann leggur greininni til. „Flutningsmenn telja mikilvægt að óvissu um fjármögnun Kvikmyndasjóðs verði eytt og horft til þess hversu mikilvægur kvikmyndaiðnaðurinn er þjóðinni sem tekjuöflun, í atvinnusköpun, fyrir menningu og þjóðtungu og sem auglýsing fyrir íslenska náttúru og ferðaþjónustu.“ Allt virðist þetta nú gleymt og grafið! Kvikmyndasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og þar á bæ virðist ríkja algert skilningsleysi á því hlutverki sem sjóðurinn gegnir í framgangi greinarinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins segir: „Stefna skal að því að íslensk dagskrárgerð standi jafnfætis dagskrárgerð á Norðurlöndum.“ Þessu háleita markmiði virðist núverandi menntamálaráðherra ætla sér að ná með stórfelldum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs! Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður sem einnig urðu fyrir mikilli skerðingu þegar þessi ríkisstjórn tók við, hafa nú fengið aukin framlög (sem er gott) – en Kvikmyndasjóður situr eftir. Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi á sem betur fer ekki marga óvini – enda engin þörf á því ef þetta eru vinirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands“ segir í ályktun flokksþings framsóknarmanna frá því fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Í kosningabaráttunni ítrekuðu núverandi ráðherrar flokksins í sjónvarpsauglýsingum þá stefnu flokksins að efla ætti Kvikmyndasjóð. Framlög til Kvikmyndasjóðs voru 1.020 milljónir árið 2013 þegar þessi ríkisstjórn tók við en á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að þau verði 724,7 milljónir. Það sér hvert mannsbarn að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ekki staðið við stefnu flokksins og þau fyrirheit sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar. Þvert á móti er Kvikmyndasjóður miklu verr settur eftir að þeir komust til valda. Að kippa teppinu með þessum hætti undan atvinnugrein í örum vexti er vond stjórnun samkvæmt þingsályktun sem Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir og fleiri fluttu árið 2010 en þar segir: „Augljóst má vera að fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar skiptir miklu að ekki ríki óvissa um fjármögnun.“ Í þessari þingsályktunartillögu þeirra er bent á hvernig þeir fjármunir sem varið er til kvikmynda laða að sér annað fjármagn bæði innlent og erlent svo ríkissjóður fær meira til baka í formi skatta en hann leggur greininni til. „Flutningsmenn telja mikilvægt að óvissu um fjármögnun Kvikmyndasjóðs verði eytt og horft til þess hversu mikilvægur kvikmyndaiðnaðurinn er þjóðinni sem tekjuöflun, í atvinnusköpun, fyrir menningu og þjóðtungu og sem auglýsing fyrir íslenska náttúru og ferðaþjónustu.“ Allt virðist þetta nú gleymt og grafið! Kvikmyndasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og þar á bæ virðist ríkja algert skilningsleysi á því hlutverki sem sjóðurinn gegnir í framgangi greinarinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins segir: „Stefna skal að því að íslensk dagskrárgerð standi jafnfætis dagskrárgerð á Norðurlöndum.“ Þessu háleita markmiði virðist núverandi menntamálaráðherra ætla sér að ná með stórfelldum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs! Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður sem einnig urðu fyrir mikilli skerðingu þegar þessi ríkisstjórn tók við, hafa nú fengið aukin framlög (sem er gott) – en Kvikmyndasjóður situr eftir. Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi á sem betur fer ekki marga óvini – enda engin þörf á því ef þetta eru vinirnir.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar