Af hverju fá þeir sem hugsa vel um heilsuna stundum krabbamein? Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 2. október 2014 07:00 „Þegar ég gekk í menntaskóla kynntist ég góðri konu sem kenndi okkur íþróttir. Hún kenndi okkur margt um heilbrigt líferni og hvatti okkur áfram til að hlúa vel að heilsunni. Íþróttakennarinn minn var fyrirmynd heilbrigðis en samt fékk hún krabbamein og lést langt um aldur fram.“ „Afi minn var einnig skynsamur maður. Hann var samt ekkert mikið að velta heilsunni fyrir sér. Hann var skólastjóri og sótti Rótarýfundi. Hreyfði sig lítið og keðjureykti filterslausan Camel. Kaffibollann fyllti hann með fjórum kúffullum teskeiðum af hvítum sykri. Samt komst hann hátt á tíræðisaldur og var hress þegar hann lést úr elli.“ Svona sögur heyrum við ósjaldan. Svona sögur sem fá okkur til að efast um gildi rannsókna sem segja okkur endurtekið að reykingar valdi lungnakrabbameini, áfengi brjóstakrabbameini og offita ristilkrabbameini, svo dæmi séu tekin. En af hverju fá sumir sem lifa heilbrigðu lífi krabbamein á meðan aðrir sem vanrækja heilsu sína fá ekki krabbamein? Púslin í myndun krabbameina Því er erfitt að svara en við getum farið yfir það sem vitað er. Ímyndum okkur að krabbamein séu eins og púsl. Bitarnir í púslinu geta verið misstórir og það geta verið misjafnlega margir bitar í hverju púsli. Sum okkar þurfa þannig færri bita meðan aðrir þurfa að safna saman fleiri bitum. Suma púslbita erfum við frá forfeðrunum. Aðra fáum við vegna umhverfismengunar eða vinnuaðstæðna. Við getum einnig fengið bita með því að drekka áfengi, reykja, nota munn- eða neftóbak, hreyfa okkur lítið, borða of mikið af rauðu eða reyktu kjöti eða bara borða of mikið. Síðan getum við fengið púslbita með því að vera of mikið í sól, fara í ljós eða smitast af HPV-veiru eftir að hafa sofið hjá án þess að nota smokk. Oft áttum við okkur samt ekki á því hvaðan þessir púslbitar koma eins og að við vitum ekki af hverju íþróttakennarinn fékk krabbamein en ekki afinn. En til að krabbamein myndist þurfum við að safna öllum bitunum saman og þeir þurfa allir að passa saman.Við getum oft haft áhrif Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að langflest lungnakrabbamein myndast vegna beinna og óbeinna reykinga (um 90%), en gleymum því ekki heldur að 10% lungnakrabbameinssjúklinga hafa aldrei reykt. Þótt þeir sem reykja séu í 77-faldri áhættu að fá lungnakrabbamein fær meirihluti reykingamanna aldrei lungnakrabbamein eða um sex af hverjum sjö. Til að setja þetta í annað samhengi þá getum við ímyndað okkur tvo hópa. Í hvorum hópi eru 1.000 einstaklingar. Annar hópurinn hefur reykt í tuttugu ár hið minnsta en hinn aldrei reykt. Tveir í reyklausa hópnum gætu búist við að fá lungnakrabbamein á meðan 154 þeirra sem reykja fá lungnakrabbamein – eða 77-falt fleiri. Svipað á við um aðra lífshætti eins og áfengisneyslu. Það að neyta áfengis eykur líkur á brjóstakrabbameini og eykst áhættan eftir því sem meira er drukkið. Samt fá flestar konur sem neyta áfengis ekki brjóstakrabbamein. Staðreyndin er því sú að þó svo að við vitum að óheilbrigður lífsstíll auki líkur á krabbameinum getum við aldrei sagt að einhver hafi fengið krabbamein vegna áfengisneyslu, reykinga, hreyfingarleysis o.s.frv. Við getum hins vegar sagt að ef einhver hefur reykt í meira en tuttugu ár og fær lungnakrabbamein að reykingar hafi mjög líklega átt þátt í myndun krabbameinsins. Að reykingarnar hafi lagt til púslbita.Dæmum ekki Það er því mikilvægt að dæma aldrei út frá lífsháttum því þó svo að einhver lifi ekki nægilega heilbrigðu lífi þá er aldrei hægt að alhæfa að það hafi verið lokapúslið í spilinu. Við lifum í tæknivæddum heimi þar sem hraðinn er oft mikill og oft erfitt að finna tíma til að huga að heilsunni. Engu að síður er gott að vera vakandi fyrir þeirri staðreynd að heilbrigður lífsstíll getur komið í veg fyrir stóran hlut krabbameina og aukið lífslíkur þeirra sem þegar hafa greinst. En gleymum því aldrei að ef við veikjumst þá er enn mikilvægara að ásaka okkur ekki um að hafa gert eitthvað rangt og einnig að sumir veikjast þrátt fyrir að hafa lifað mjög heilbrigðu lífi. Og munum að það er alltaf rúm fyrir breytingar. Þó svo að við getum ekki stjórnað því hvort við fáum sjúkdóminn eða ekki þá getum við alltaf stjórnað því hvort við kjósum heilbrigða lífshætti sem geta bætt og lengt líf okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Þegar ég gekk í menntaskóla kynntist ég góðri konu sem kenndi okkur íþróttir. Hún kenndi okkur margt um heilbrigt líferni og hvatti okkur áfram til að hlúa vel að heilsunni. Íþróttakennarinn minn var fyrirmynd heilbrigðis en samt fékk hún krabbamein og lést langt um aldur fram.“ „Afi minn var einnig skynsamur maður. Hann var samt ekkert mikið að velta heilsunni fyrir sér. Hann var skólastjóri og sótti Rótarýfundi. Hreyfði sig lítið og keðjureykti filterslausan Camel. Kaffibollann fyllti hann með fjórum kúffullum teskeiðum af hvítum sykri. Samt komst hann hátt á tíræðisaldur og var hress þegar hann lést úr elli.“ Svona sögur heyrum við ósjaldan. Svona sögur sem fá okkur til að efast um gildi rannsókna sem segja okkur endurtekið að reykingar valdi lungnakrabbameini, áfengi brjóstakrabbameini og offita ristilkrabbameini, svo dæmi séu tekin. En af hverju fá sumir sem lifa heilbrigðu lífi krabbamein á meðan aðrir sem vanrækja heilsu sína fá ekki krabbamein? Púslin í myndun krabbameina Því er erfitt að svara en við getum farið yfir það sem vitað er. Ímyndum okkur að krabbamein séu eins og púsl. Bitarnir í púslinu geta verið misstórir og það geta verið misjafnlega margir bitar í hverju púsli. Sum okkar þurfa þannig færri bita meðan aðrir þurfa að safna saman fleiri bitum. Suma púslbita erfum við frá forfeðrunum. Aðra fáum við vegna umhverfismengunar eða vinnuaðstæðna. Við getum einnig fengið bita með því að drekka áfengi, reykja, nota munn- eða neftóbak, hreyfa okkur lítið, borða of mikið af rauðu eða reyktu kjöti eða bara borða of mikið. Síðan getum við fengið púslbita með því að vera of mikið í sól, fara í ljós eða smitast af HPV-veiru eftir að hafa sofið hjá án þess að nota smokk. Oft áttum við okkur samt ekki á því hvaðan þessir púslbitar koma eins og að við vitum ekki af hverju íþróttakennarinn fékk krabbamein en ekki afinn. En til að krabbamein myndist þurfum við að safna öllum bitunum saman og þeir þurfa allir að passa saman.Við getum oft haft áhrif Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að langflest lungnakrabbamein myndast vegna beinna og óbeinna reykinga (um 90%), en gleymum því ekki heldur að 10% lungnakrabbameinssjúklinga hafa aldrei reykt. Þótt þeir sem reykja séu í 77-faldri áhættu að fá lungnakrabbamein fær meirihluti reykingamanna aldrei lungnakrabbamein eða um sex af hverjum sjö. Til að setja þetta í annað samhengi þá getum við ímyndað okkur tvo hópa. Í hvorum hópi eru 1.000 einstaklingar. Annar hópurinn hefur reykt í tuttugu ár hið minnsta en hinn aldrei reykt. Tveir í reyklausa hópnum gætu búist við að fá lungnakrabbamein á meðan 154 þeirra sem reykja fá lungnakrabbamein – eða 77-falt fleiri. Svipað á við um aðra lífshætti eins og áfengisneyslu. Það að neyta áfengis eykur líkur á brjóstakrabbameini og eykst áhættan eftir því sem meira er drukkið. Samt fá flestar konur sem neyta áfengis ekki brjóstakrabbamein. Staðreyndin er því sú að þó svo að við vitum að óheilbrigður lífsstíll auki líkur á krabbameinum getum við aldrei sagt að einhver hafi fengið krabbamein vegna áfengisneyslu, reykinga, hreyfingarleysis o.s.frv. Við getum hins vegar sagt að ef einhver hefur reykt í meira en tuttugu ár og fær lungnakrabbamein að reykingar hafi mjög líklega átt þátt í myndun krabbameinsins. Að reykingarnar hafi lagt til púslbita.Dæmum ekki Það er því mikilvægt að dæma aldrei út frá lífsháttum því þó svo að einhver lifi ekki nægilega heilbrigðu lífi þá er aldrei hægt að alhæfa að það hafi verið lokapúslið í spilinu. Við lifum í tæknivæddum heimi þar sem hraðinn er oft mikill og oft erfitt að finna tíma til að huga að heilsunni. Engu að síður er gott að vera vakandi fyrir þeirri staðreynd að heilbrigður lífsstíll getur komið í veg fyrir stóran hlut krabbameina og aukið lífslíkur þeirra sem þegar hafa greinst. En gleymum því aldrei að ef við veikjumst þá er enn mikilvægara að ásaka okkur ekki um að hafa gert eitthvað rangt og einnig að sumir veikjast þrátt fyrir að hafa lifað mjög heilbrigðu lífi. Og munum að það er alltaf rúm fyrir breytingar. Þó svo að við getum ekki stjórnað því hvort við fáum sjúkdóminn eða ekki þá getum við alltaf stjórnað því hvort við kjósum heilbrigða lífshætti sem geta bætt og lengt líf okkar.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun