Manchester City enn í basli í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2014 06:00 Sergio Aguero og félagar eru enn á ný í vandræðum í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Besta lið ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár hefur ekki verið nógu gott fyrir Meistaradeildina og ljósbláu mönnunum frá Manchester gengur enn illa að breyta þeirri hefð. Stjörnum prýtt lið Manchester City hefur unnið ensku deildina tvisvar sinnum á síðustu þremur tímabilum en á sama tíma hefur ekkert gengið í Evrópu. Það kemur því ekki á óvart að knattspyrnuspekingar skrifi og tali um mikla ráðgátu í umfjöllun sinni um Meistaradeildarútgáfu Manchester City. Manchester City gerði 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrrakvöld þegar ítalska liðið Roma kom í heimsókn. City-liðið er nú í hættu á að sitja eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta var mjög mikilvægur leikur og það er aldrei gott að tapa tveimur stigum á heimavelli. Við vorum að mæta sterku liði og spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaðamannafundi efir leikinn. „Ég lofa því að við munum berjast fyrir þeim tólf stigum sem eru í boði hér eftir og svo sjáum við bara hvaða lið komast áfram. Við berjumst allt til enda,“ sagði Pellegrini. Manchester City hefur aðeins einu sinni náð þremur stigum út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni og það var einmitt í fyrra þegar liðið komst í fyrsta og eina skiptið upp úr sínum riðli. Leikmenn Manchester City náðu heldur ekki að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í Meistaradeildinni en það hefur ekki tekist hjá þessu vel mannaða liði á þessum fjórum tímabilum liðsins í Meistaradeildinni. Manchester City hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum og er nú þremur stigum á eftir Roma sem er í öðru sætinu. Bayern München er í góðum málum með fullt hús á toppi riðilsins. „Við erum samt bara þremur stigum á eftir Roma og nú verðum við bara að fara til Rússlands og vinna,“ sagði Pellegrini. Næstu tveir leikir Manchester City í Meistaradeildinni eru á móti CSKA Moskvu og ekkert minna en sex stig dugir fyrir lokabaráttuna við Bayern München og Roma um sæti í sextán liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Sjá meira
Besta lið ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár hefur ekki verið nógu gott fyrir Meistaradeildina og ljósbláu mönnunum frá Manchester gengur enn illa að breyta þeirri hefð. Stjörnum prýtt lið Manchester City hefur unnið ensku deildina tvisvar sinnum á síðustu þremur tímabilum en á sama tíma hefur ekkert gengið í Evrópu. Það kemur því ekki á óvart að knattspyrnuspekingar skrifi og tali um mikla ráðgátu í umfjöllun sinni um Meistaradeildarútgáfu Manchester City. Manchester City gerði 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrrakvöld þegar ítalska liðið Roma kom í heimsókn. City-liðið er nú í hættu á að sitja eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta var mjög mikilvægur leikur og það er aldrei gott að tapa tveimur stigum á heimavelli. Við vorum að mæta sterku liði og spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaðamannafundi efir leikinn. „Ég lofa því að við munum berjast fyrir þeim tólf stigum sem eru í boði hér eftir og svo sjáum við bara hvaða lið komast áfram. Við berjumst allt til enda,“ sagði Pellegrini. Manchester City hefur aðeins einu sinni náð þremur stigum út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni og það var einmitt í fyrra þegar liðið komst í fyrsta og eina skiptið upp úr sínum riðli. Leikmenn Manchester City náðu heldur ekki að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í Meistaradeildinni en það hefur ekki tekist hjá þessu vel mannaða liði á þessum fjórum tímabilum liðsins í Meistaradeildinni. Manchester City hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum og er nú þremur stigum á eftir Roma sem er í öðru sætinu. Bayern München er í góðum málum með fullt hús á toppi riðilsins. „Við erum samt bara þremur stigum á eftir Roma og nú verðum við bara að fara til Rússlands og vinna,“ sagði Pellegrini. Næstu tveir leikir Manchester City í Meistaradeildinni eru á móti CSKA Moskvu og ekkert minna en sex stig dugir fyrir lokabaráttuna við Bayern München og Roma um sæti í sextán liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Sjá meira