Sannfærður um að áburðarverksmiðjan sé hagkvæm Haraldur Guðmundsson skrifar 1. október 2014 07:00 Þorsteinn Sæmundsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um stofnun áburðarverksmiðju en sama tillaga var lögð fram á síðasta þingi. Vísir/Stefán „Ég er sannfærður um að athugunin eigi eftir að leiða í ljós að framkvæmdin sé hagkvæm en við erum ekki að stefna að því að ríkið fjármagni og reki verksmiðjuna,“ segir Þorsteinn Sæmundsson um þingsályktunartillögu sína og sex annarra þingmanna Framsóknarflokksins um stofnun áburðarverksmiðju. Í tillögunni er lagt til að ríkið fjármagni athugun á því hvort hagkvæmt sé að reisa 120 milljarða króna verksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn sem gæti framleitt 700 þúsund tonn af áburði og sama magn af kalsíumklóríði.Ekki nógu hipp og töff Tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi en náði þá ekki fram að ganga og er nú endurflutt óbreytt. Hugmyndin er umdeild og tillagan hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að útskýra ekki nógu vel hvað flutningsmönnum hennar gengur nákvæmlega til. Þorsteinn segir gagnrýnina byggjast á misskilningi. „Það virðist einhver hafa haldið að hér ætti að byggja 1954 módel af Áburðarverksmiðju ríkisins og síðan hafa menn étið þetta upp hver eftir öðrum. Við viljum einungis að ríkið kosti athugun á því hvort verkefnið sé hagkvæmt. Síðan hafa margir rekið upp stór augu og spurt af hverju ríkið eigi að gera það. Þá bendi ég á að þingmenn taka oft ákvarðanir um að veita ívilnanir í skattaumhverfinu, setja fé ríkissjóðs í dýr verkefni og breyta lögum um málefni sem varða atvinnulífið. Því er mjög eðlilegt að ríkið komi að svona hagkvæmniathugunum. En mörgum finnst þetta rosalega hallærislegt og ekki veit ég af hverju,“ segir Þorsteinn. Hann nefnir einnig að mikið hefur verið vitnað í þann hluta tillögunnar þar sem segir að verksmiðjan geti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“. „Það sem við meinum með því er að rétt tæp 40 prósent af þeim störfum sem verða til í verksmiðju sem þessari eru störf sem krefjast mikillar menntunar í fögum eins og efnafræði, verkfræði, viðskiptafræði og svo framvegis,“ segir Þorsteinn og heldur áfram: „Ég veit ekki hvað mönnum finnst hipp og töff. Við erum búin að reyna að selja hver öðrum verðbréf. Það fór illa hjá okkur en það þótti voðalega flott. En mér finnst eins og mönnum þyki ekki eins flott að gera eitthvað áþreifanlegt.“Óttast ekki samkeppni og verðsveiflur Í tillögu sjömenninganna er vísað í skýrslu OECD þar sem segir að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 50 prósent á næstu tuttugu árum. Þar er einnig fullyrt að heimsmarkaðsverð á áburði muni „að öllum líkindum haldast hátt í næstu framtíð vegna aukinnar ræktunar matvæla sem nauðsyn er á til að brauðfæða síaukinn mannfjölda“. Verð á áburði sveiflast hins vegar, og hefur lækkað talsvert frá árinu 2008 þegar það náði hámarki, en Þorsteinn segist ekki óttast verðsveiflur. „Ég get ekki séð niðursveifluna. Það er verið að nota tvö prósent meira af áburði á hverju ári en árið áður og það mun halda áfram. Það sem gæti þó verið ógn í þessu tengist aukinni notkun á jarðgasi í heiminum sem notað er til að kynda svona verksmiðjur. Gasið er ódýrara en rafmagn en ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Þó menn séu nú með tímabundið hagstætt verð á gasi eigum við ekki að láta það aftra okkur í að nota okkar ódýru orku hér á Íslandi.“ Þorsteinn segir að hann óttist ekki heldur samkeppni frá stórum erlendum áburðarframleiðendum sem margir hverjir framleiða milljónir tonna á hverju ári. Hann segir að erfitt geti reynst að markaðssetja framleiðsluna en sér í þeim efnum fyrir sér að hægt verði að fara í samstarf við erlenda framleiðendur. Hann nefnir meðal annars fyrirtækið IFFCO CANADA sem undirbýr nú byggingu áburðarverksmiðju í Québec-fylki. „Mér skilst að ekki sé loku fyrir það skotið að við getum gengið í samstarf við eitthvert af þessum stórfyrirtækjum. Svo er IFFCO einnig samvinnufélag bænda, eins og okkur vantar svo mikið hér á landi, og það talar einnig um að skapa vel launuð gæðastörf.“Fór sjálfur til Fertils ehf. Aðspurður segir Þorsteinn að hann hafi lengi gengið með hugmynd um að fá það kannað hvort hér geti á ný risið áburðarverksmiðja. „Ég held að kveikjan hafi verið þegar gamla Áburðarverksmiðja ríkisins var seld til Afríku. Skömmu seinna hækkaði áburðarverð upp úr öllu valdi og við fórum að eyða miklum gjaldeyri í þetta. Það var kveikjan að þessu hjá mér og ég hef talað um þetta á fundum í Framsóknarflokknum í fimm til tíu ár.“ Í tillögunni er sagt frá hópi áhugamanna sem hefur unnið frumáætlun um byggingu áburðarverksmiðju hér á landi. Nokkrum dögum eftir að tillagan var lögð aftur fram var greint frá því á Vísir.is að sá hópur er félagið Fertil ehf. Það hefur stefnt að byggingu áburðarverksmiðju um nokkurt skeið. Í desember 2009 greindi Morgunblaðið frá því að áætlanir forsvarsmanna Fertils um framleiðslu á 700 þúsund tonnum af áburði á ári, og 780 þúsund tonnum af kalíumnítrati, væru langt á veg komnar. „Ég frétti af þessum hópi um það leyti sem ég samdi þessa tillögu. Þá hafði ég samband við þessa ágætu menn og komst að því hvað þeir eru að hugsa og vísaði til þeirra áforma í tillögunni. Það verður því hægt að ganga í smiðju þessa áhugahóps við gerð hagkvæmniathugunarinnar og ríkið þyrfti því ekki að byrja með autt blað,“ segir Þorsteinn. Hann segist ekki vita til þess að forsvarsmenn Fertils tengist Framsóknarflokknum á einn eða annan hátt. „Ég hef ekki spurt þessa ágætu menn hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa. En það er til ofsalega mikið af framsóknarmönnum á Íslandi og ég þekki þá ekki alla,“ segir Þorsteinn og bætir við að áætlanir félagsins miðist við að meirihluti fjárfestingarinnar verði erlendur.Leitaði ekki út fyrir þingflokkinn Þorsteinn er sannfærður um að þingsályktunartillagan fái stuðning meirihluta þingmanna en tekur fram að hann hafi ekki leitað eftir stuðningi úr öðrum flokkum áður en hann lagði tillöguna aftur fram. „Þar sem ég hef fengið tækifæri til að kynna þetta mál fyrir alvöru hefur mér fundist menn taka þessu vel. Og ég hef þá trú á þingmönnum að þeir séu upp til hópa það framsýnir að þeir sjái tækifærin sem liggja í þessu. Við þurfum jú líka fjölbreytni hér og ég held að það séu allir sammála um að síðasta álverið sé byggt eða um það bil. En eins og ég segi þá er fyrsta skrefið að flytja þessa tillögu og koma henni til atvinnuveganefndar og ég efast ekki um að að slíkri athugun lokinni verði menn sannfærðir um að þetta sé vel gert.“ Tengdar fréttir Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46 Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Hafna öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju Ungir sjálfstæðismenn álykta um hugmyndir Framsóknar um áburðarverksmiðju 16. september 2014 10:57 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 „Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur“ Verið að ganga frá lausum endum svo hægt sé að hefja uppbyggingu áburðarverksmiðjunnar 17. september 2014 14:12 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
„Ég er sannfærður um að athugunin eigi eftir að leiða í ljós að framkvæmdin sé hagkvæm en við erum ekki að stefna að því að ríkið fjármagni og reki verksmiðjuna,“ segir Þorsteinn Sæmundsson um þingsályktunartillögu sína og sex annarra þingmanna Framsóknarflokksins um stofnun áburðarverksmiðju. Í tillögunni er lagt til að ríkið fjármagni athugun á því hvort hagkvæmt sé að reisa 120 milljarða króna verksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn sem gæti framleitt 700 þúsund tonn af áburði og sama magn af kalsíumklóríði.Ekki nógu hipp og töff Tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi en náði þá ekki fram að ganga og er nú endurflutt óbreytt. Hugmyndin er umdeild og tillagan hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að útskýra ekki nógu vel hvað flutningsmönnum hennar gengur nákvæmlega til. Þorsteinn segir gagnrýnina byggjast á misskilningi. „Það virðist einhver hafa haldið að hér ætti að byggja 1954 módel af Áburðarverksmiðju ríkisins og síðan hafa menn étið þetta upp hver eftir öðrum. Við viljum einungis að ríkið kosti athugun á því hvort verkefnið sé hagkvæmt. Síðan hafa margir rekið upp stór augu og spurt af hverju ríkið eigi að gera það. Þá bendi ég á að þingmenn taka oft ákvarðanir um að veita ívilnanir í skattaumhverfinu, setja fé ríkissjóðs í dýr verkefni og breyta lögum um málefni sem varða atvinnulífið. Því er mjög eðlilegt að ríkið komi að svona hagkvæmniathugunum. En mörgum finnst þetta rosalega hallærislegt og ekki veit ég af hverju,“ segir Þorsteinn. Hann nefnir einnig að mikið hefur verið vitnað í þann hluta tillögunnar þar sem segir að verksmiðjan geti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“. „Það sem við meinum með því er að rétt tæp 40 prósent af þeim störfum sem verða til í verksmiðju sem þessari eru störf sem krefjast mikillar menntunar í fögum eins og efnafræði, verkfræði, viðskiptafræði og svo framvegis,“ segir Þorsteinn og heldur áfram: „Ég veit ekki hvað mönnum finnst hipp og töff. Við erum búin að reyna að selja hver öðrum verðbréf. Það fór illa hjá okkur en það þótti voðalega flott. En mér finnst eins og mönnum þyki ekki eins flott að gera eitthvað áþreifanlegt.“Óttast ekki samkeppni og verðsveiflur Í tillögu sjömenninganna er vísað í skýrslu OECD þar sem segir að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 50 prósent á næstu tuttugu árum. Þar er einnig fullyrt að heimsmarkaðsverð á áburði muni „að öllum líkindum haldast hátt í næstu framtíð vegna aukinnar ræktunar matvæla sem nauðsyn er á til að brauðfæða síaukinn mannfjölda“. Verð á áburði sveiflast hins vegar, og hefur lækkað talsvert frá árinu 2008 þegar það náði hámarki, en Þorsteinn segist ekki óttast verðsveiflur. „Ég get ekki séð niðursveifluna. Það er verið að nota tvö prósent meira af áburði á hverju ári en árið áður og það mun halda áfram. Það sem gæti þó verið ógn í þessu tengist aukinni notkun á jarðgasi í heiminum sem notað er til að kynda svona verksmiðjur. Gasið er ódýrara en rafmagn en ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Þó menn séu nú með tímabundið hagstætt verð á gasi eigum við ekki að láta það aftra okkur í að nota okkar ódýru orku hér á Íslandi.“ Þorsteinn segir að hann óttist ekki heldur samkeppni frá stórum erlendum áburðarframleiðendum sem margir hverjir framleiða milljónir tonna á hverju ári. Hann segir að erfitt geti reynst að markaðssetja framleiðsluna en sér í þeim efnum fyrir sér að hægt verði að fara í samstarf við erlenda framleiðendur. Hann nefnir meðal annars fyrirtækið IFFCO CANADA sem undirbýr nú byggingu áburðarverksmiðju í Québec-fylki. „Mér skilst að ekki sé loku fyrir það skotið að við getum gengið í samstarf við eitthvert af þessum stórfyrirtækjum. Svo er IFFCO einnig samvinnufélag bænda, eins og okkur vantar svo mikið hér á landi, og það talar einnig um að skapa vel launuð gæðastörf.“Fór sjálfur til Fertils ehf. Aðspurður segir Þorsteinn að hann hafi lengi gengið með hugmynd um að fá það kannað hvort hér geti á ný risið áburðarverksmiðja. „Ég held að kveikjan hafi verið þegar gamla Áburðarverksmiðja ríkisins var seld til Afríku. Skömmu seinna hækkaði áburðarverð upp úr öllu valdi og við fórum að eyða miklum gjaldeyri í þetta. Það var kveikjan að þessu hjá mér og ég hef talað um þetta á fundum í Framsóknarflokknum í fimm til tíu ár.“ Í tillögunni er sagt frá hópi áhugamanna sem hefur unnið frumáætlun um byggingu áburðarverksmiðju hér á landi. Nokkrum dögum eftir að tillagan var lögð aftur fram var greint frá því á Vísir.is að sá hópur er félagið Fertil ehf. Það hefur stefnt að byggingu áburðarverksmiðju um nokkurt skeið. Í desember 2009 greindi Morgunblaðið frá því að áætlanir forsvarsmanna Fertils um framleiðslu á 700 þúsund tonnum af áburði á ári, og 780 þúsund tonnum af kalíumnítrati, væru langt á veg komnar. „Ég frétti af þessum hópi um það leyti sem ég samdi þessa tillögu. Þá hafði ég samband við þessa ágætu menn og komst að því hvað þeir eru að hugsa og vísaði til þeirra áforma í tillögunni. Það verður því hægt að ganga í smiðju þessa áhugahóps við gerð hagkvæmniathugunarinnar og ríkið þyrfti því ekki að byrja með autt blað,“ segir Þorsteinn. Hann segist ekki vita til þess að forsvarsmenn Fertils tengist Framsóknarflokknum á einn eða annan hátt. „Ég hef ekki spurt þessa ágætu menn hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa. En það er til ofsalega mikið af framsóknarmönnum á Íslandi og ég þekki þá ekki alla,“ segir Þorsteinn og bætir við að áætlanir félagsins miðist við að meirihluti fjárfestingarinnar verði erlendur.Leitaði ekki út fyrir þingflokkinn Þorsteinn er sannfærður um að þingsályktunartillagan fái stuðning meirihluta þingmanna en tekur fram að hann hafi ekki leitað eftir stuðningi úr öðrum flokkum áður en hann lagði tillöguna aftur fram. „Þar sem ég hef fengið tækifæri til að kynna þetta mál fyrir alvöru hefur mér fundist menn taka þessu vel. Og ég hef þá trú á þingmönnum að þeir séu upp til hópa það framsýnir að þeir sjái tækifærin sem liggja í þessu. Við þurfum jú líka fjölbreytni hér og ég held að það séu allir sammála um að síðasta álverið sé byggt eða um það bil. En eins og ég segi þá er fyrsta skrefið að flytja þessa tillögu og koma henni til atvinnuveganefndar og ég efast ekki um að að slíkri athugun lokinni verði menn sannfærðir um að þetta sé vel gert.“
Tengdar fréttir Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46 Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Hafna öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju Ungir sjálfstæðismenn álykta um hugmyndir Framsóknar um áburðarverksmiðju 16. september 2014 10:57 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 „Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur“ Verið að ganga frá lausum endum svo hægt sé að hefja uppbyggingu áburðarverksmiðjunnar 17. september 2014 14:12 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46
Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54
Hafna öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju Ungir sjálfstæðismenn álykta um hugmyndir Framsóknar um áburðarverksmiðju 16. september 2014 10:57
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19
„Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur“ Verið að ganga frá lausum endum svo hægt sé að hefja uppbyggingu áburðarverksmiðjunnar 17. september 2014 14:12