„Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2014 09:30 Ólafur Darri leikur á móti Liam Neeson í myndinni. „Ólafur Darri Ólafsson er uppáhaldsleikarinn minn í myndinni,“ skrifar Jane Boursaw á síðunni Reel Life With Jane um frammistöðu Ólafs Darra í myndinni A Walk Among the Tombstones. „Hamingjan góða, hann er góður. Hann þarf að fá sína eigin sjónvarpsseríu strax,“ bætir Jane við. Jane er ekki eini kvikmyndagagnrýnandinn sem hefur fallið fyrir frammistöðu Ólafs Darra í myndinni. Mark McCarver hjá Los Angeles Post-Examiner er einnig hæstánægður með íslenska leikarann. „Ólafur Darri Ólafsson er einfaldlega heillandi í mikilvægu aukahlutverki,“ skrifar hann. Ólafur leikur James Loogan, umsjónarmann kirkjugarðs, og segir Linda Cook hjá Quad-City Times að hann sé sem skapaður fyrir hlutverkið. „Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu.“ Ólafur Darri er hæstánægður með viðtökurnar og segist ekki hræðast að festast í hlutverki skrítna og óhugnanlega náungans. „Það eru til endalausar leiðir til að leika vonda kallinn eða bestu vinkonuna og svo framvegis. Lykillinn er að láta ekki eigin skoðanir og kannski fordóma um persónuna sem maður leikur hafa áhrif á frammistöðuna,“ segir hann. Hann er nú í Pittsburgh í Bandaríkjunum að leika í myndinni The Last Witch Hunter. „Þegar þeim tökum lýkur fer ég heim til Íslands til að vera við tökur á íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð. Þær standa yfir fram í mars og þá býst ég við að koma aftur hingað út þar sem heilmargt er í pípunum.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ólafur Darri Ólafsson er uppáhaldsleikarinn minn í myndinni,“ skrifar Jane Boursaw á síðunni Reel Life With Jane um frammistöðu Ólafs Darra í myndinni A Walk Among the Tombstones. „Hamingjan góða, hann er góður. Hann þarf að fá sína eigin sjónvarpsseríu strax,“ bætir Jane við. Jane er ekki eini kvikmyndagagnrýnandinn sem hefur fallið fyrir frammistöðu Ólafs Darra í myndinni. Mark McCarver hjá Los Angeles Post-Examiner er einnig hæstánægður með íslenska leikarann. „Ólafur Darri Ólafsson er einfaldlega heillandi í mikilvægu aukahlutverki,“ skrifar hann. Ólafur leikur James Loogan, umsjónarmann kirkjugarðs, og segir Linda Cook hjá Quad-City Times að hann sé sem skapaður fyrir hlutverkið. „Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu.“ Ólafur Darri er hæstánægður með viðtökurnar og segist ekki hræðast að festast í hlutverki skrítna og óhugnanlega náungans. „Það eru til endalausar leiðir til að leika vonda kallinn eða bestu vinkonuna og svo framvegis. Lykillinn er að láta ekki eigin skoðanir og kannski fordóma um persónuna sem maður leikur hafa áhrif á frammistöðuna,“ segir hann. Hann er nú í Pittsburgh í Bandaríkjunum að leika í myndinni The Last Witch Hunter. „Þegar þeim tökum lýkur fer ég heim til Íslands til að vera við tökur á íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð. Þær standa yfir fram í mars og þá býst ég við að koma aftur hingað út þar sem heilmargt er í pípunum.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira