Verða af fimmtán milljónum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. september 2014 06:00 Þórsarar hafa fengið flottan stuðning úr stúkunni en það skilar sér ekki á vellinum. vísir/daníel „Þetta eru mikil vonbrigði enda ekki það sem stefnt var að,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, en Þórsarar eru fallnir úr efstu deild þó svo enn séu þrjár umferðir eftir af Íslandsmótinu. Margir spáðu Þór góðu gengi fyrir mótið en liðið stóð aldrei undir þeim væntingum. Þór varð í áttunda sæti á síðasta ári og stefnan var tekin enn hærra í ár. Viðdvölin í efstu deild var því ekki nema tvö ár hjá Þór að þessu sinni. „Við vorum kannski með ódýrasta liðið í deildinni en erum með fullt af flottum einstaklingum sem lofuðu góðu fyrir mót. Ótrúlega mörg af þessum fáu stigum okkar í sumar hafa komið gegn KR og FH. Ég held því að þetta lið geti gert ýmislegt þegar allt gengur upp en það getur líka greinilega tapað fyrir hvaða liði sem er,“ segir formaðurinn, en fjögur af níu stigum Þórs komu gegn FH og KR. Sigurleikurinn var gegn KR.Kallar á naflaskoðun Að falla niður um deild kallar á endurskoðun á rekstri félagsins sem og naflaskoðun. „Þetta kallar á fjárhagslega endurskoðun sem og á öllum hópnum. Þjálfurum og öðru slíku. Við þurfum að fara í naflaskoðun og líta í eigin barm og sjá hvað við eigum að gera í stöðunni enda er þetta ekki sú staða sem félagið ætlaði sér að vera í. Stefnan var að festa félagið í sessi í efstu deild. Við höfum verið í Pepsi í þrjú af síðustu fimm árum,“ segir hann. „Hin árin tvö unnum við 1. deildina. Árangurinn miðað við fjármagn og aðstæður er kannski alveg viðunandi þó svo maður hefði viljað festa eitt lið af landsbyggðinni uppi í efstu deild. Það er að sýna sig enn og aftur að það er erfitt og þá sérstaklega fjárhagslega.“Fjölnir - Þór. Pepsi-deild karla. Fótbolti, knattspyrna, sumar 2014.Aðalsteinn telur að lið Þórs sé líklega ódýrasta lið Pepsi-deildarinnar og segir að það sé erfiðara fyrir Þór en mörg önnur félög að ná í fjármagn. „Við stöndum verr að því leyti að öll stórfyrirtæki og fjársterkir aðilar eru á suðvesturhorninu. Auðvitað eru samt góðir aðilar hér sem standa vel við bakið á okkur og fyrir það ber að þakka.“ Það hefur mikil áhrif á reksturinn að falla niður um deild og því þarf að stokka spilin upp á nýtt. „Þetta er klárt tekjutap upp á að minnsta kosti 15 milljónir. Það er örugglega varlega áætlað en maður veit aldrei hver snjóboltaáhrifin verða. Fyrir lítinn klúbb með lítinn fjárhag þá munar gríðarlega um þessar tekjur.“ Það má nú ekki búast við því að framherjinn Chukwudi Chijindu verði áfram hjá Þór en samningur hans er að renna út. Hann hefur ekki skorað mark í átta leikjum með liðinu í sumar. „Öll leikmannamál verða skoðuð og þar með hans mál. Það eru gríðarleg vonbrigði að hann er meiddur hálft tímabilið. Hann átti að vera maðurinn sem skoraði mörkin fyrir okkur. Hann skilaði því síðustu ár en ekki núna, því miður,“ segir Aðalsteinn og hann segir ekkert vera ákveðið hvort Páll Viðar Gíslason verði áfram þjálfari liðsins. Það séu skiptar skoðanir á því innan stjórnarinnar.Breiðablik - Þór. Borgunarbikarkeppni karla, fótbolti, knattspyrna, 16-liða úrslit, sumar 2014.Útilokar ekki sameiningu Næsta sumar verða bæði Akureyrarliðin í 1. deild og sú umræða að best sé að sameina félögin er komin upp enn og aftur. „Ég er einn af þeim sem láta tilfinningarnar ráða för í þessum málum og kannski er skynsemin ekki alltaf efst á blaði. Ég er Þórsari og verð það alla tíð. Ég er samt að reka lið, ásamt öðrum, sem heitir Þór/KA í kvennaboltanum og það er að fullu rekið af Þór.“ „Það er mjög góð reynsla af því og auðvitað ættu menn að skoða alla hluti af skynsemi. Ég útiloka ekkert í þessum efnum en það er mín skoðun að það eigi að vera hægt að halda úti tveimur liðum hérna. Það er kannski ekki hægt að halda úti tveimur úrvalsdeildarfélögum og kannski ekki einu sem er stöðugt lið í efstu deild,“ segir Aðalsteinn Ingi og bætir við það sé ekkert búið að ræða þessi mál og enginn hafi hafið máls á því að funda um sameiningu meistaraflokka Þórs og KA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Þetta eru mikil vonbrigði enda ekki það sem stefnt var að,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, en Þórsarar eru fallnir úr efstu deild þó svo enn séu þrjár umferðir eftir af Íslandsmótinu. Margir spáðu Þór góðu gengi fyrir mótið en liðið stóð aldrei undir þeim væntingum. Þór varð í áttunda sæti á síðasta ári og stefnan var tekin enn hærra í ár. Viðdvölin í efstu deild var því ekki nema tvö ár hjá Þór að þessu sinni. „Við vorum kannski með ódýrasta liðið í deildinni en erum með fullt af flottum einstaklingum sem lofuðu góðu fyrir mót. Ótrúlega mörg af þessum fáu stigum okkar í sumar hafa komið gegn KR og FH. Ég held því að þetta lið geti gert ýmislegt þegar allt gengur upp en það getur líka greinilega tapað fyrir hvaða liði sem er,“ segir formaðurinn, en fjögur af níu stigum Þórs komu gegn FH og KR. Sigurleikurinn var gegn KR.Kallar á naflaskoðun Að falla niður um deild kallar á endurskoðun á rekstri félagsins sem og naflaskoðun. „Þetta kallar á fjárhagslega endurskoðun sem og á öllum hópnum. Þjálfurum og öðru slíku. Við þurfum að fara í naflaskoðun og líta í eigin barm og sjá hvað við eigum að gera í stöðunni enda er þetta ekki sú staða sem félagið ætlaði sér að vera í. Stefnan var að festa félagið í sessi í efstu deild. Við höfum verið í Pepsi í þrjú af síðustu fimm árum,“ segir hann. „Hin árin tvö unnum við 1. deildina. Árangurinn miðað við fjármagn og aðstæður er kannski alveg viðunandi þó svo maður hefði viljað festa eitt lið af landsbyggðinni uppi í efstu deild. Það er að sýna sig enn og aftur að það er erfitt og þá sérstaklega fjárhagslega.“Fjölnir - Þór. Pepsi-deild karla. Fótbolti, knattspyrna, sumar 2014.Aðalsteinn telur að lið Þórs sé líklega ódýrasta lið Pepsi-deildarinnar og segir að það sé erfiðara fyrir Þór en mörg önnur félög að ná í fjármagn. „Við stöndum verr að því leyti að öll stórfyrirtæki og fjársterkir aðilar eru á suðvesturhorninu. Auðvitað eru samt góðir aðilar hér sem standa vel við bakið á okkur og fyrir það ber að þakka.“ Það hefur mikil áhrif á reksturinn að falla niður um deild og því þarf að stokka spilin upp á nýtt. „Þetta er klárt tekjutap upp á að minnsta kosti 15 milljónir. Það er örugglega varlega áætlað en maður veit aldrei hver snjóboltaáhrifin verða. Fyrir lítinn klúbb með lítinn fjárhag þá munar gríðarlega um þessar tekjur.“ Það má nú ekki búast við því að framherjinn Chukwudi Chijindu verði áfram hjá Þór en samningur hans er að renna út. Hann hefur ekki skorað mark í átta leikjum með liðinu í sumar. „Öll leikmannamál verða skoðuð og þar með hans mál. Það eru gríðarleg vonbrigði að hann er meiddur hálft tímabilið. Hann átti að vera maðurinn sem skoraði mörkin fyrir okkur. Hann skilaði því síðustu ár en ekki núna, því miður,“ segir Aðalsteinn og hann segir ekkert vera ákveðið hvort Páll Viðar Gíslason verði áfram þjálfari liðsins. Það séu skiptar skoðanir á því innan stjórnarinnar.Breiðablik - Þór. Borgunarbikarkeppni karla, fótbolti, knattspyrna, 16-liða úrslit, sumar 2014.Útilokar ekki sameiningu Næsta sumar verða bæði Akureyrarliðin í 1. deild og sú umræða að best sé að sameina félögin er komin upp enn og aftur. „Ég er einn af þeim sem láta tilfinningarnar ráða för í þessum málum og kannski er skynsemin ekki alltaf efst á blaði. Ég er Þórsari og verð það alla tíð. Ég er samt að reka lið, ásamt öðrum, sem heitir Þór/KA í kvennaboltanum og það er að fullu rekið af Þór.“ „Það er mjög góð reynsla af því og auðvitað ættu menn að skoða alla hluti af skynsemi. Ég útiloka ekkert í þessum efnum en það er mín skoðun að það eigi að vera hægt að halda úti tveimur liðum hérna. Það er kannski ekki hægt að halda úti tveimur úrvalsdeildarfélögum og kannski ekki einu sem er stöðugt lið í efstu deild,“ segir Aðalsteinn Ingi og bætir við það sé ekkert búið að ræða þessi mál og enginn hafi hafið máls á því að funda um sameiningu meistaraflokka Þórs og KA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira