Davíð Oddsson og Fréttablaðið Sigurjón M. Egilsson skrifar 17. september 2014 11:00 Ritstjóra Morgunblaðsins er Fréttablaðið ofarlega í huga þessa dagana. Hann ætlar þeim ekki mikið sem þar starfa. Það er svo sem allt í besta lagi. En hvað fær hann til að halda og fullyrða að á Fréttablaðinu starfi síðra fólk og aumara en til að mynda á Morgunblaðinu, er verra að skilja. Stundum hef ég verið spurður um hvað mér þyki um stöðu Davíðs Oddssonar og helstu eigenda Morgunblaðsins. Einatt svara ég á þá leið, að ég sé sannfærður um að hafi Davíð Oddsson þurft að verja sig og sína ritstjórn fyrir ágangi eigenda, áhrifafólks eða frekjudalla þá hafi hann gert það. Stappað niður fæti, skellt hnefa í borðið, staðið fastur á sínu, allt eftir því hvað hefur þurft hverju sinni, hafi þess þurft á annað borð. Þannig gera flestir ritstjórar. Af þeim sökum er ég stundum alveg gáttaður þegar Davíð ætlar fólki í sambærilegum störfum, á öðrum fjölmiðlum að vera lausara í eigin sannfæringu, að annað fólk en hann sjálfur sé almennt prinsipplaust og aumt fyrir. Blaðamaður veit að hann hefur skyldur við marga en einkum og sér í lagi við lesendur og svo sig sjálfan. Stundum les ég eða heyri fjölmiðlafólk og jafnvel fólk í stjórnmálum fullyrða að einstaka fjölmiðlamenn, og jafnvel heilu ritstjórnirnar, láti annað fólk stýra hugsunum sínum og gerðum. Hvert ætli það fólk sæki þá hugsun? Í eigin reynslu? Trúlegast. Stundum læðist að mér sá grunur að einstaka menn gefi sér að annað fólk sé því sjálfu síðra, hafi lægri og verri hvatir. Það held ég um Davíð Oddsson þegar ég les sumt sem hann skrifar um það sem hefur gerst, og ekki síður það, sem hefur ekki gerst á mínum vinnustað. Stundum stjórnast menn vissulega af heift. Engum dylst að tilvist Fréttablaðsins hefur haft mikil áhrif á stöðu Morgunblaðsins, veikt það blað og sært. Ég hef oft dáðst að svari sem Davíð Oddsson gaf eitt sinn þegar hann var spurður hvort hann væri langrækinn. Hann sagði svo ekki vera, en bætti við að hann væri minnugur. Það eru ekki nema rúm þrettán ár frá því að Fréttablaðið hóf göngu sína og styttri tími síðan Morgunblaðið tók að særast undan tilvist þess. Þau straumhvörf muna flestir og allir minnugir menn. Þegar ég þáði núverandi starf var ég ekki, og hef ekki enn verið, spurður af einum né neinum um viðhorf mín til eins né neins. Til að mynda veit ég ekkert um hvort maki helsta eiganda Fréttablaðsins sætir rannsókn hér eða þar. Ef svo er, er það ekki mitt vandamál. Heldur hans. Áfram held ég að Davíð Oddsson sé þungur í taumi og láti ekki draga sig þangað sem hann vill ekki fara. Þannig er háttað um mig og það samstarfsfólk sem ég hef. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ritstjóra Morgunblaðsins er Fréttablaðið ofarlega í huga þessa dagana. Hann ætlar þeim ekki mikið sem þar starfa. Það er svo sem allt í besta lagi. En hvað fær hann til að halda og fullyrða að á Fréttablaðinu starfi síðra fólk og aumara en til að mynda á Morgunblaðinu, er verra að skilja. Stundum hef ég verið spurður um hvað mér þyki um stöðu Davíðs Oddssonar og helstu eigenda Morgunblaðsins. Einatt svara ég á þá leið, að ég sé sannfærður um að hafi Davíð Oddsson þurft að verja sig og sína ritstjórn fyrir ágangi eigenda, áhrifafólks eða frekjudalla þá hafi hann gert það. Stappað niður fæti, skellt hnefa í borðið, staðið fastur á sínu, allt eftir því hvað hefur þurft hverju sinni, hafi þess þurft á annað borð. Þannig gera flestir ritstjórar. Af þeim sökum er ég stundum alveg gáttaður þegar Davíð ætlar fólki í sambærilegum störfum, á öðrum fjölmiðlum að vera lausara í eigin sannfæringu, að annað fólk en hann sjálfur sé almennt prinsipplaust og aumt fyrir. Blaðamaður veit að hann hefur skyldur við marga en einkum og sér í lagi við lesendur og svo sig sjálfan. Stundum les ég eða heyri fjölmiðlafólk og jafnvel fólk í stjórnmálum fullyrða að einstaka fjölmiðlamenn, og jafnvel heilu ritstjórnirnar, láti annað fólk stýra hugsunum sínum og gerðum. Hvert ætli það fólk sæki þá hugsun? Í eigin reynslu? Trúlegast. Stundum læðist að mér sá grunur að einstaka menn gefi sér að annað fólk sé því sjálfu síðra, hafi lægri og verri hvatir. Það held ég um Davíð Oddsson þegar ég les sumt sem hann skrifar um það sem hefur gerst, og ekki síður það, sem hefur ekki gerst á mínum vinnustað. Stundum stjórnast menn vissulega af heift. Engum dylst að tilvist Fréttablaðsins hefur haft mikil áhrif á stöðu Morgunblaðsins, veikt það blað og sært. Ég hef oft dáðst að svari sem Davíð Oddsson gaf eitt sinn þegar hann var spurður hvort hann væri langrækinn. Hann sagði svo ekki vera, en bætti við að hann væri minnugur. Það eru ekki nema rúm þrettán ár frá því að Fréttablaðið hóf göngu sína og styttri tími síðan Morgunblaðið tók að særast undan tilvist þess. Þau straumhvörf muna flestir og allir minnugir menn. Þegar ég þáði núverandi starf var ég ekki, og hef ekki enn verið, spurður af einum né neinum um viðhorf mín til eins né neins. Til að mynda veit ég ekkert um hvort maki helsta eiganda Fréttablaðsins sætir rannsókn hér eða þar. Ef svo er, er það ekki mitt vandamál. Heldur hans. Áfram held ég að Davíð Oddsson sé þungur í taumi og láti ekki draga sig þangað sem hann vill ekki fara. Þannig er háttað um mig og það samstarfsfólk sem ég hef.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun