Óæðri berin Sara McMahon skrifar 16. september 2014 10:45 Á föstudaginn var brunaði ég norður á land í þeim tilgangi að tína heilan helling af íslenskum berjum. Við vorum tvö sem héldum saman í þetta ferðlag. Tvö sem höfðum það að markmiði að tína eins mikið af berjum og við mögulega gætum á einum degi. Aðmorgni laugardags var haldið sem leið lá inn í svolítið gil uppi á heiði sem ég man ekki nafnið á. Þessi sami staður hafði tveimur árum áður gefið vel af sér af aðalbláberjum (sem mér skilst að séu jafngildi trufflu eða kavíars). Í ár var þó annað uppi á teningnum, enda vorum við töluvert seinna á ferð en árin áður, og bláberin báru þess augljós merki. En! Svæðið var fullt af krækiberjum. Stórum, bústnum, safaríkum og gómsætum krækiberjum á stærð við fingurnögl. Ég er mikill aðdáandi krækiberja – mér finnst þau næstum betri en fyrrnefnd aðalbláber. Þau springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau og svo eru þau alveg passlega sæt. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar og hófst rösklega handa við berjatínsluna. Þegarfyrsta ílátið var orðið fullt bar ég það undir hinn berjatínslumanninn, yfirberjatínarann, sem var ekki ýkja hrifinn. Samkvæmt fagmanninum er stranglega bannað að blanda tegundum saman eins og ég hafði gert – og það sem verra var: Ég hafði ekki einbeitt mér bara, og aðeins bara, að því að tína aðalbláberin eftirsóttu. Það sem eftir lifði dags fór ég eftir settum reglum og tíndi bara bláber með hálfloppnum höndum. En þegar þau voru ekki fleiri gat ég loks snúið mér aftur að óæðri berjum. Pattaralegum, vænum krækiberjum sem springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Á föstudaginn var brunaði ég norður á land í þeim tilgangi að tína heilan helling af íslenskum berjum. Við vorum tvö sem héldum saman í þetta ferðlag. Tvö sem höfðum það að markmiði að tína eins mikið af berjum og við mögulega gætum á einum degi. Aðmorgni laugardags var haldið sem leið lá inn í svolítið gil uppi á heiði sem ég man ekki nafnið á. Þessi sami staður hafði tveimur árum áður gefið vel af sér af aðalbláberjum (sem mér skilst að séu jafngildi trufflu eða kavíars). Í ár var þó annað uppi á teningnum, enda vorum við töluvert seinna á ferð en árin áður, og bláberin báru þess augljós merki. En! Svæðið var fullt af krækiberjum. Stórum, bústnum, safaríkum og gómsætum krækiberjum á stærð við fingurnögl. Ég er mikill aðdáandi krækiberja – mér finnst þau næstum betri en fyrrnefnd aðalbláber. Þau springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau og svo eru þau alveg passlega sæt. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar og hófst rösklega handa við berjatínsluna. Þegarfyrsta ílátið var orðið fullt bar ég það undir hinn berjatínslumanninn, yfirberjatínarann, sem var ekki ýkja hrifinn. Samkvæmt fagmanninum er stranglega bannað að blanda tegundum saman eins og ég hafði gert – og það sem verra var: Ég hafði ekki einbeitt mér bara, og aðeins bara, að því að tína aðalbláberin eftirsóttu. Það sem eftir lifði dags fór ég eftir settum reglum og tíndi bara bláber með hálfloppnum höndum. En þegar þau voru ekki fleiri gat ég loks snúið mér aftur að óæðri berjum. Pattaralegum, vænum krækiberjum sem springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar