Höfuðstaður Norðurlands Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 11. september 2014 07:00 Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráðuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembætta. Í þeim breytingum sem kynntar voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í umræðuskjali þess voru settar fram hugmyndir um að flytja ætti aðalskrifstofur sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur. Í umsögn bæjarins kemur fram að verulega skortir upp á rökstuðning fyrir þessari ákvörðun enda ekki séð að með flutningnum sé unnið að þeim markmiðum sem sett voru í lögin af hálfu Alþingis. Þau markmið snúa að því að bæta þjónustu og rekstur sýslumannsembætta og gera þau í stakk búin til að taka við fleiri stjórnsýsluverkefnum. Akureyrarbær skýrir í umsögn sinni að þessum markmiðum verði best náð með því að hafa aðalskrifstofur hans áfram á Akureyri og flutningur vinni gegn þeim. Að auki er það skiljanlegt að bærinn bregðist við ef fækka á störfum í sveitarfélaginu og einnig kallað sérstaklega af innanríkisráðuneytinu eftir áliti þeirra sem breytingarnar snerta. Raunar má hrósa innanríkisráðuneytinu fyrir þetta umræðuferli sem hefur átt sér stað eftir samþykkt laganna. Einhverjir hafa svo kosið að blanda rökstuðningi bæjarins við fyrirhugaða uppbyggingu höfustöðva Fiskistofu á Akureyri þó svo að þessi mál tengist engan veginn. Aðalskrifstofur sýslumanns eiga að þjóna íbúum á Norðurlandi, miðstöð stjórnsýslu í héraði og eiga því best heima í höfuðstað Norðurlands. Fiskistofa er aftur á móti ríkisstofnun sem sér um stjórnsýsluverkefni í sjávarútvegsmálum. Eins og við höfum bent á í tilfelli Fiskistofu þá eiga þau verkefni mjög vel heima á Akureyri enda sterk sjávarútvegsfyrirtæki hér í bænum, mikil þekking á greininni til staðar og eini háskólinn á landinu sem kennir og sinnir rannsóknum í sjávarútvegsfræði. Með því að höfuðstöðvar Fiskistofu séu á Akureyri teljum við að stofnunin geti styrkst með það stoðkerfi sem til staðar er. Þegar horft er til þess hvar opinber stjórnsýsla á að byggjast upp er ekki lengur aðeins eðlilegt að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Akureyri og Eyjafjörður eru stærsti þéttbýliskjarni utan þess og af þeim sökum teljum við að meira eigi að gera í því að byggja upp opinbera þjónustu á því svæði. Við teljum veruleg sóknarfæri felast í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Eiríkur Björn Björgvinsson Akureyri Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráðuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembætta. Í þeim breytingum sem kynntar voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í umræðuskjali þess voru settar fram hugmyndir um að flytja ætti aðalskrifstofur sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur. Í umsögn bæjarins kemur fram að verulega skortir upp á rökstuðning fyrir þessari ákvörðun enda ekki séð að með flutningnum sé unnið að þeim markmiðum sem sett voru í lögin af hálfu Alþingis. Þau markmið snúa að því að bæta þjónustu og rekstur sýslumannsembætta og gera þau í stakk búin til að taka við fleiri stjórnsýsluverkefnum. Akureyrarbær skýrir í umsögn sinni að þessum markmiðum verði best náð með því að hafa aðalskrifstofur hans áfram á Akureyri og flutningur vinni gegn þeim. Að auki er það skiljanlegt að bærinn bregðist við ef fækka á störfum í sveitarfélaginu og einnig kallað sérstaklega af innanríkisráðuneytinu eftir áliti þeirra sem breytingarnar snerta. Raunar má hrósa innanríkisráðuneytinu fyrir þetta umræðuferli sem hefur átt sér stað eftir samþykkt laganna. Einhverjir hafa svo kosið að blanda rökstuðningi bæjarins við fyrirhugaða uppbyggingu höfustöðva Fiskistofu á Akureyri þó svo að þessi mál tengist engan veginn. Aðalskrifstofur sýslumanns eiga að þjóna íbúum á Norðurlandi, miðstöð stjórnsýslu í héraði og eiga því best heima í höfuðstað Norðurlands. Fiskistofa er aftur á móti ríkisstofnun sem sér um stjórnsýsluverkefni í sjávarútvegsmálum. Eins og við höfum bent á í tilfelli Fiskistofu þá eiga þau verkefni mjög vel heima á Akureyri enda sterk sjávarútvegsfyrirtæki hér í bænum, mikil þekking á greininni til staðar og eini háskólinn á landinu sem kennir og sinnir rannsóknum í sjávarútvegsfræði. Með því að höfuðstöðvar Fiskistofu séu á Akureyri teljum við að stofnunin geti styrkst með það stoðkerfi sem til staðar er. Þegar horft er til þess hvar opinber stjórnsýsla á að byggjast upp er ekki lengur aðeins eðlilegt að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Akureyri og Eyjafjörður eru stærsti þéttbýliskjarni utan þess og af þeim sökum teljum við að meira eigi að gera í því að byggja upp opinbera þjónustu á því svæði. Við teljum veruleg sóknarfæri felast í því.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun