Munu Skotar taka upp skoskt pund? Bolli Héðinsson skrifar 9. september 2014 12:00 Því er fljótsvarað og svarið er nei. En hvers vegna munu þeir ekki vilja það? Þeir átta sig á að til þess er hagkerfi þeirra of smátt og þjóðin of fámenn til að það borgi sig að stofna til eigin gjaldmiðils vilji þeir vera með samkeppnisfært atvinnulíf. Skotar munu á næstunni ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort þeir eigi áfram að vera hluti af Stóra-Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Eitt stærsta málið í kosningunum hefur verið spurningin um gjaldmiðilinn sem þeir ætla sér að nota í framtíðinni ef þeir kjósa sjálfstæði. Það hvarflar nánast ekki að nokkrum manni í Skotlandi að koma sér upp eigin mynt, t.d. skosku pundi. Þeir átta sig á að slíkur gjaldmiðill væri allt of smár fyrir opið hagkerfi þeirra þó það yrði alls engin örmynt líkt og íslenska krónan.Þjóð meðal þjóða innan ESB Ef Skotar kjósa sjálfstæði munu þeir annaðhvort leita ásjár hjá stjórninni í Lundúnum og falast eftir að fá að nota sterlingspundið áfram eða að taka upp evru í framhaldi af aðild að Evrópusambandinu (ESB). Skoskir sjálfstæðissinnar hyggjast sækja um aðild að Evrópusambandinu og telja að aðild að ESB sé einmitt besta staðfesting sem völ er á, því að sjálfstæðir Skotar verði þar með orðnir fullgild þjóð meðal þjóða. Hver sem niðurstaða Skotanna verður, þá ætti þetta að vera innlegg í umræðuna á Íslandi um framtíðarskipan peningamála. Í ljósi þess hvernig Skotar meta þá stöðu sem þeir eru í þá ætti það að verða mönnum umhugsunarefni sem halda því fram að Íslandi sé best borgið með eigin gjaldmiðil, íslenska krónu. Krónan er gjaldmiðill sem varð að nánast engu á þeim 90 árum sem hún hefur þraukað frá því verðgildi hennar var slitið frá verðgildi dönsku krónunnar. Þannig hefur þetta verið þrátt fyrir að krónan hafi verið meira og minna í höftum nánast allan þennan tíma og ekki fyrirséð að hún eigi sér lífdaga nema í áframhaldandi höftum og verðtryggingu. Nýjustu fréttir herma að stýrivextir evrunnar séu komnir niður í 0,05%. Nýjasta stýrivaxtaákvörðun fyrir íslensku krónuna var 5%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Því er fljótsvarað og svarið er nei. En hvers vegna munu þeir ekki vilja það? Þeir átta sig á að til þess er hagkerfi þeirra of smátt og þjóðin of fámenn til að það borgi sig að stofna til eigin gjaldmiðils vilji þeir vera með samkeppnisfært atvinnulíf. Skotar munu á næstunni ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort þeir eigi áfram að vera hluti af Stóra-Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Eitt stærsta málið í kosningunum hefur verið spurningin um gjaldmiðilinn sem þeir ætla sér að nota í framtíðinni ef þeir kjósa sjálfstæði. Það hvarflar nánast ekki að nokkrum manni í Skotlandi að koma sér upp eigin mynt, t.d. skosku pundi. Þeir átta sig á að slíkur gjaldmiðill væri allt of smár fyrir opið hagkerfi þeirra þó það yrði alls engin örmynt líkt og íslenska krónan.Þjóð meðal þjóða innan ESB Ef Skotar kjósa sjálfstæði munu þeir annaðhvort leita ásjár hjá stjórninni í Lundúnum og falast eftir að fá að nota sterlingspundið áfram eða að taka upp evru í framhaldi af aðild að Evrópusambandinu (ESB). Skoskir sjálfstæðissinnar hyggjast sækja um aðild að Evrópusambandinu og telja að aðild að ESB sé einmitt besta staðfesting sem völ er á, því að sjálfstæðir Skotar verði þar með orðnir fullgild þjóð meðal þjóða. Hver sem niðurstaða Skotanna verður, þá ætti þetta að vera innlegg í umræðuna á Íslandi um framtíðarskipan peningamála. Í ljósi þess hvernig Skotar meta þá stöðu sem þeir eru í þá ætti það að verða mönnum umhugsunarefni sem halda því fram að Íslandi sé best borgið með eigin gjaldmiðil, íslenska krónu. Krónan er gjaldmiðill sem varð að nánast engu á þeim 90 árum sem hún hefur þraukað frá því verðgildi hennar var slitið frá verðgildi dönsku krónunnar. Þannig hefur þetta verið þrátt fyrir að krónan hafi verið meira og minna í höftum nánast allan þennan tíma og ekki fyrirséð að hún eigi sér lífdaga nema í áframhaldandi höftum og verðtryggingu. Nýjustu fréttir herma að stýrivextir evrunnar séu komnir niður í 0,05%. Nýjasta stýrivaxtaákvörðun fyrir íslensku krónuna var 5%.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun