Bíó og sjónvarp

Bílastæði Smáralindar breytist í bílabíó

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jóhann Alfreð hlakkar til að ferðast aftur í tímann.
Jóhann Alfreð hlakkar til að ferðast aftur í tímann.
„Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og viðburðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smáralind þann 26. september í samstarfi við Smáralind.

„Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár.

Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratugarins og í upphafi þess sjöunda.

„Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.“

Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó.

„Ekki bara til þess að bjóða einhverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær.

Áhugasamir geta keypt miða á heimasíðu hátíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.