Fyrirhrunspólitíkin sýnir sig Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. september 2014 07:00 Haustið 2008 hrundi fjármálakerfi Íslands með kunnum afleiðingum: Fjöldi fólks missti vinnunna, lán flestra hækkuðu upp úr öllu valdi og ríkissjóður varð stórskuldugur með þeim afleiðingum að skera þurfti verulega niður í rekstri hins opinbera. Eins og rakið er í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis átti hrunið sér margar orsakir í stefnu og starfsháttum ríkisstjórnanna sem voru við völd á árunum á undan, meðal annars í því hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna og eftirlitsstofnanir voru of veikburða til að sinna hlutverki sínu. Þá var rekin flöt skattastefna sem beinlínis stuðlaði að ójöfnuði en allir mælikvarðar sýna að ójöfnuður jókst hratt á síðustu árunum fyrir hrun. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar sem tók við eftir hrun tók meðvitaða ákvörðun um að breyta um stefnu og hefja uppbyggingu á nýjum grunni. Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum bendir hins vegar allt til þess að gamla fyrirhrunspólitíkin ráði nú aftur för í stjórnarráðinu.Skattastefna fyrirhrunsáranna Fyrir hrun var markvisst unnið að því að breyta skattkerfinu í samræmi við hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem þá réð ríkjum í íslenskum stjórnmálum. Fjármagnstekjuskattar og fyrirtækjaskattar voru lækkaðir þannig að þeir voru með því lægsta sem þekkist en á sama tíma fylgdu skattleysismörk ekki verðlagi með þeim afleiðingum að lág- og millitekjufólk greiddi sífellt stærri hluta tekna sinna í skatt. Einnig var ljóst á þessum tíma að stór hluti fyrirtækja og einstaklinga komst hjá því að greiða eðlilegan skatt – lágur sem hann þó var – með því að færa sig í skattaskjól eða nýta sér aðrar glufur í skattkerfinu. Allt var þetta látið meira og minna óáreitt, þótt ljóst væri að ríkissjóður þyrfti að vinna upp þetta tap með meiri sköttum á þá sem ekki svindluðu á kerfinu. Ríkisstjórnin sem tók við eftir hrun komst ekki hjá því að gera breytingar á skattkerfinu til að ná inn auknum tekjum eftir að hrunflokkarnir höfðu steypt ríkissjóði í stórfelldar skuldir. En samhliða því að sumir skattar hækkuðu voru aðrir skattar lækkaðir og eðli þeirra breytt með réttlætissjónarmið í huga. Sem dæmi má nefna að tekinn var upp þrepaskiptur tekjuskattur þar sem tekjulægri borga lægra hlutfall af sínum tekjum en hinir tekjuhærri. Auk þess var sett frítekjumark á fjármagnstekjuskattinn þannig að vextir af venjulegum sparnaði urðu skattfrjálsir. Um leið var farið í meiriháttar átak til að vinna gegn skattaundanskoti, með góðum árangri fyrir ríkissjóð og skattborgara alla.Ríkir borga minna, aðrir meira Því miður virðist núverandi ríkisstjórn ætla að hverfa aftur til gamallar skattastefnu fyrirhrunsáranna. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið ákvörðun um að afnema auðlegðarskattinn en þá gleðjast þeir sem eiga yfir 75 milljónir í hreina eign að frádregnum skuldum. Við þetta bætist að ríkisstjórnin hefur þegar stórlækkað veiðigjöld á sama tíma og fréttir bárust af himinháum arðgreiðslum útgerðarfyrirtækjanna. Nú hefur fjármálaráðherra einnig gefið út að hann hyggist stórhækka virðisaukaskatt á matvæli, bækur og tónlist. Ljóst er að matarskatturinn leggst þyngst á þá sem eru með lágar tekjur, enda benti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á það í nýlegri skýrslu að ef matarskatturinn yrði hækkaður þyrfti að ráðast í aðrar aðgerðir til að mæta lág- og millitekjufólki. Ekkert hefur verið rætt um slíkar mótvægisaðgerðir, enda virðist skattastefna ríkisstjórnarinnar almennt byggjast á afturhvarfi til gamalla hugmynda um flatan skatt þar sem allir greiða sama hlutfall óháð tekjum og skattkerfið er ekki nýtt til jöfnunar. Slík ójafnaðarstefna er svo markaðssett sem einföldun. Við þetta bætist svo að ríkisstjórnin hefur farið í umtalsverðar gjaldskrárhækkanir í heilbrigðis- og menntakerfinu. Komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 prósent í lok síðasta árs og skráningargjöld í háskólum um 25%. Líta má á slík gjöld sem ígildi skatta á sjúklinga og námsmenn, nema hvað að skatturinn leggst helst á þá sem minnsta möguleika hafa til að láta eitthvað af hendi rakna til samfélagsins. Ýmis teikn eru á lofti að ríkisstjórnin hafi í hyggju að auka enn álögur af þessu tagi á sjúklinga og námsmenn í stað þess að nýta tækifærið sem gefst með auknu svigrúmi í fjárlögum til að tryggja að grunnþjónusta sé öllum aðgengileg, óháð efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Katrín Jakobsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Haustið 2008 hrundi fjármálakerfi Íslands með kunnum afleiðingum: Fjöldi fólks missti vinnunna, lán flestra hækkuðu upp úr öllu valdi og ríkissjóður varð stórskuldugur með þeim afleiðingum að skera þurfti verulega niður í rekstri hins opinbera. Eins og rakið er í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis átti hrunið sér margar orsakir í stefnu og starfsháttum ríkisstjórnanna sem voru við völd á árunum á undan, meðal annars í því hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna og eftirlitsstofnanir voru of veikburða til að sinna hlutverki sínu. Þá var rekin flöt skattastefna sem beinlínis stuðlaði að ójöfnuði en allir mælikvarðar sýna að ójöfnuður jókst hratt á síðustu árunum fyrir hrun. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar sem tók við eftir hrun tók meðvitaða ákvörðun um að breyta um stefnu og hefja uppbyggingu á nýjum grunni. Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum bendir hins vegar allt til þess að gamla fyrirhrunspólitíkin ráði nú aftur för í stjórnarráðinu.Skattastefna fyrirhrunsáranna Fyrir hrun var markvisst unnið að því að breyta skattkerfinu í samræmi við hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem þá réð ríkjum í íslenskum stjórnmálum. Fjármagnstekjuskattar og fyrirtækjaskattar voru lækkaðir þannig að þeir voru með því lægsta sem þekkist en á sama tíma fylgdu skattleysismörk ekki verðlagi með þeim afleiðingum að lág- og millitekjufólk greiddi sífellt stærri hluta tekna sinna í skatt. Einnig var ljóst á þessum tíma að stór hluti fyrirtækja og einstaklinga komst hjá því að greiða eðlilegan skatt – lágur sem hann þó var – með því að færa sig í skattaskjól eða nýta sér aðrar glufur í skattkerfinu. Allt var þetta látið meira og minna óáreitt, þótt ljóst væri að ríkissjóður þyrfti að vinna upp þetta tap með meiri sköttum á þá sem ekki svindluðu á kerfinu. Ríkisstjórnin sem tók við eftir hrun komst ekki hjá því að gera breytingar á skattkerfinu til að ná inn auknum tekjum eftir að hrunflokkarnir höfðu steypt ríkissjóði í stórfelldar skuldir. En samhliða því að sumir skattar hækkuðu voru aðrir skattar lækkaðir og eðli þeirra breytt með réttlætissjónarmið í huga. Sem dæmi má nefna að tekinn var upp þrepaskiptur tekjuskattur þar sem tekjulægri borga lægra hlutfall af sínum tekjum en hinir tekjuhærri. Auk þess var sett frítekjumark á fjármagnstekjuskattinn þannig að vextir af venjulegum sparnaði urðu skattfrjálsir. Um leið var farið í meiriháttar átak til að vinna gegn skattaundanskoti, með góðum árangri fyrir ríkissjóð og skattborgara alla.Ríkir borga minna, aðrir meira Því miður virðist núverandi ríkisstjórn ætla að hverfa aftur til gamallar skattastefnu fyrirhrunsáranna. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið ákvörðun um að afnema auðlegðarskattinn en þá gleðjast þeir sem eiga yfir 75 milljónir í hreina eign að frádregnum skuldum. Við þetta bætist að ríkisstjórnin hefur þegar stórlækkað veiðigjöld á sama tíma og fréttir bárust af himinháum arðgreiðslum útgerðarfyrirtækjanna. Nú hefur fjármálaráðherra einnig gefið út að hann hyggist stórhækka virðisaukaskatt á matvæli, bækur og tónlist. Ljóst er að matarskatturinn leggst þyngst á þá sem eru með lágar tekjur, enda benti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á það í nýlegri skýrslu að ef matarskatturinn yrði hækkaður þyrfti að ráðast í aðrar aðgerðir til að mæta lág- og millitekjufólki. Ekkert hefur verið rætt um slíkar mótvægisaðgerðir, enda virðist skattastefna ríkisstjórnarinnar almennt byggjast á afturhvarfi til gamalla hugmynda um flatan skatt þar sem allir greiða sama hlutfall óháð tekjum og skattkerfið er ekki nýtt til jöfnunar. Slík ójafnaðarstefna er svo markaðssett sem einföldun. Við þetta bætist svo að ríkisstjórnin hefur farið í umtalsverðar gjaldskrárhækkanir í heilbrigðis- og menntakerfinu. Komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 prósent í lok síðasta árs og skráningargjöld í háskólum um 25%. Líta má á slík gjöld sem ígildi skatta á sjúklinga og námsmenn, nema hvað að skatturinn leggst helst á þá sem minnsta möguleika hafa til að láta eitthvað af hendi rakna til samfélagsins. Ýmis teikn eru á lofti að ríkisstjórnin hafi í hyggju að auka enn álögur af þessu tagi á sjúklinga og námsmenn í stað þess að nýta tækifærið sem gefst með auknu svigrúmi í fjárlögum til að tryggja að grunnþjónusta sé öllum aðgengileg, óháð efnahag.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar