„Dæmið er rangt, niðurstaðan rétt“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. september 2014 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins sýndi mér þann sóma á Sprengisandi um helgina að helga mér og skoðunum mínum nokkurn hluta þáttarins án þess þó að leyfa mér að taka þátt. Þekkt er að erfitt er að eiga orðastað við fjarstatt fólk. Í leiðara Fréttablaðsins í gær bætir hann svo um betur og leggur út af gagnrýni Margrétar Kristmannsdóttur kaupkonu í nefndum þætti og kemst að því að dæmi sem ég tók í nýlegri grein minni sé kolrangt. Fyrst af öllu gleðst ég yfir því að vöruverð á Íslandi og þróun þess sé komin á dagskrá. Það er löngu tímabært að tekin sé vönduð umræða um vöruverð og rekstur verslunar því hvort tveggja hefur mikil áhrif á afkomu okkar allra. Fyrst af öllu um þá fullyrðingu að 5% verðlækkun innfluttra vara lækki vísitölu neysluverðs um 2%. Innflutt vara vegur um 35% af neysluvísitölunni, 5% lækkun hennar lækkar vísitölu neysluverðs um 2%. Þessi niðurstaða er fengin með aðstoð starfsmanna Hagstofunnar. Verðtryggð lán heimilanna nema nú 1700 milljörðum, 2% af þeirri upphæð eru 34 milljarðar. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki. Önnur fullyrðing sem fram kom í grein minni fór fyrir brjóstið á kaupkonunni. Það er að styrking krónu skili sér ekki inn í vöruverð en veiking skili sér strax. Þessi fullyrðing er komin frá starfsmanni greiningarfyrirtækis sem hefur það að aðalstarfi að fylgjast með verðbreytingum og áhrifum þeirra. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki.Nægir ekki sem afsökun Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst um 13% að meðaltali gagnvart helstu viðskiptamyntum. Á sama tíma hefur vörukarfa í íslenskum verslunum hækkað að undanteknum verslunum Bónuss þar sem hún hefur lækkað um 3%. Launahækkanir sem vitnað var til eru væntanlega 2,85%. Ekki nægir það sem afsökun fyrir að lækka ekki vöruverð. Kaupkonan sagði verð birgja í útlöndum hækka tvisvar á ári. Samt er verðbólga í evruríkjunum í sögulegu lágmarki, í kringum hálft prósent. Íslensk verslun hlýtur að njóta stórum verri kjara en verslun í Evrópu samkvæmt þessu. Hvað ætli valdi því? Nú er rétt að benda á góðu fréttirnar. IKEA treystir sér til að lækka vöruverð um 5% væntanlega vegna þess að sænsk króna hefur veikst gagnvart íslenskri um rúm 16% síðan í febrúar í fyrra. Þessu ber að fagna þó skrefið sé stutt. Hvað dvelur önnur verslunarfyrirtæki? Ritstjórinn hvetur þann sem hér ritar að taka til hendinni á Alþingi. Ég þakka hvatninguna en það þarf ekki að hvetja þennan þingmann. Þessi þingmaður hyggst beita sér fyrir bættum samkeppnislögum. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem hefur afnám verðtryggingar á stefnuskrá sinni. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem ætlar að taka til í ríkisrekstri, að hafa hér hallalaus fjárlög, að bæta hagstjórn. Jú, niðurstaðan var rétt en dæmið alls ekki rangt. Ég hvet ritstjórann til áframhaldandi umfjöllunar um vöruverð og verslun, gjarnan frá öllum hliðum. Full þörf er á! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins sýndi mér þann sóma á Sprengisandi um helgina að helga mér og skoðunum mínum nokkurn hluta þáttarins án þess þó að leyfa mér að taka þátt. Þekkt er að erfitt er að eiga orðastað við fjarstatt fólk. Í leiðara Fréttablaðsins í gær bætir hann svo um betur og leggur út af gagnrýni Margrétar Kristmannsdóttur kaupkonu í nefndum þætti og kemst að því að dæmi sem ég tók í nýlegri grein minni sé kolrangt. Fyrst af öllu gleðst ég yfir því að vöruverð á Íslandi og þróun þess sé komin á dagskrá. Það er löngu tímabært að tekin sé vönduð umræða um vöruverð og rekstur verslunar því hvort tveggja hefur mikil áhrif á afkomu okkar allra. Fyrst af öllu um þá fullyrðingu að 5% verðlækkun innfluttra vara lækki vísitölu neysluverðs um 2%. Innflutt vara vegur um 35% af neysluvísitölunni, 5% lækkun hennar lækkar vísitölu neysluverðs um 2%. Þessi niðurstaða er fengin með aðstoð starfsmanna Hagstofunnar. Verðtryggð lán heimilanna nema nú 1700 milljörðum, 2% af þeirri upphæð eru 34 milljarðar. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki. Önnur fullyrðing sem fram kom í grein minni fór fyrir brjóstið á kaupkonunni. Það er að styrking krónu skili sér ekki inn í vöruverð en veiking skili sér strax. Þessi fullyrðing er komin frá starfsmanni greiningarfyrirtækis sem hefur það að aðalstarfi að fylgjast með verðbreytingum og áhrifum þeirra. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki.Nægir ekki sem afsökun Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst um 13% að meðaltali gagnvart helstu viðskiptamyntum. Á sama tíma hefur vörukarfa í íslenskum verslunum hækkað að undanteknum verslunum Bónuss þar sem hún hefur lækkað um 3%. Launahækkanir sem vitnað var til eru væntanlega 2,85%. Ekki nægir það sem afsökun fyrir að lækka ekki vöruverð. Kaupkonan sagði verð birgja í útlöndum hækka tvisvar á ári. Samt er verðbólga í evruríkjunum í sögulegu lágmarki, í kringum hálft prósent. Íslensk verslun hlýtur að njóta stórum verri kjara en verslun í Evrópu samkvæmt þessu. Hvað ætli valdi því? Nú er rétt að benda á góðu fréttirnar. IKEA treystir sér til að lækka vöruverð um 5% væntanlega vegna þess að sænsk króna hefur veikst gagnvart íslenskri um rúm 16% síðan í febrúar í fyrra. Þessu ber að fagna þó skrefið sé stutt. Hvað dvelur önnur verslunarfyrirtæki? Ritstjórinn hvetur þann sem hér ritar að taka til hendinni á Alþingi. Ég þakka hvatninguna en það þarf ekki að hvetja þennan þingmann. Þessi þingmaður hyggst beita sér fyrir bættum samkeppnislögum. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem hefur afnám verðtryggingar á stefnuskrá sinni. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem ætlar að taka til í ríkisrekstri, að hafa hér hallalaus fjárlög, að bæta hagstjórn. Jú, niðurstaðan var rétt en dæmið alls ekki rangt. Ég hvet ritstjórann til áframhaldandi umfjöllunar um vöruverð og verslun, gjarnan frá öllum hliðum. Full þörf er á!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun