Bíó og sjónvarp

Sturla snýr aftur

Sturla Gunnarsson
Sturla Gunnarsson
Leikstjórinn Sturla Gunnarsson mun heimsfrumsýna mynd sína, Monsoon, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kanada í byrjun september.

Íslendingar geta þó notið myndarinnar á RIFF hátíðinni í lok september, þar sem hún verður frumsýnd alþjóðlega.

Myndinni er lýst sem sjónrænu listaverki en hún fjallar um regntímabilið, monsoon, í Indlandi og þau margvíslegu áhrif sem það hefur á indverskt samfélag.

Sturla er kannski þekktastur á Íslandi fyrir kvikmynd sína, Bjólfskviðu, sem skartaði engum öðrum en Gerard Butler í aðalhlutverki.

Hann hefur síðan mestmegnis starfað í Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×