Bjarni bregst Árni Páll Árnason skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Við höfum undanfarið orðið vitni að sérkennilegri atburðarás vegna lekamálsins og misbeitingu innanríkisráðherra á valdi sínu með afskiptum af lögreglurannsókn. Við munum að endingu sjá hver viðbrögð umboðsmanns verða við málsvörn ráðherrans. Það sem meiru skiptir nú eru viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins. Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð af gerðum sínum, til að hlífa stjórnkerfinu og embættismönnum við óþarfa gagnrýni og álitshnekki. Þar bregst honum algerlega bogalistin. Þegar aðstoðarmaður ráðherra var ákærður fyrir að misfara með opinber gögn í ráðuneyti ráðherrans var ljóst að ráðherrann gat ekki setið áfram. Það er grundvallaratriði, sem allir virðast sammála um. Enginn – ekki einu sinni hörðustu málsvarnarmenn ráðherrans – hafa talið til greina koma fyrir hann að sitja áfram sem ráðherra dómsmála við þær aðstæður. Þá kemur að því hvað gerist næst. Í öllum öðrum löndum – og á öllum öðrum tímum á Íslandi - myndi það leiða til þess að ráðherrann axlaði pólitíska ábyrgð og segði af sér. Fyrir því eru fordæmi.Klæðskerasaumuð breyting En formaður Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ráða við þá leið. Til að forða því að ráðherra flokksins þurfi að axla ábyrgð á eigin verkum og framgöngu pólitískra aðstoðarmanna hennar er frekar farið í handahófskenndar ráðuneytabreytingar. Það er betra að brjóta upp stjórnkerfið en að skipta um ráðherra. Á undanförnum misserum hafa forystumenn ríkisstjórnarflokkanna oft nefnt að til greina komi að breyta ráðuneytaskipan. Aldrei hefur verið rætt – fyrr en nú – um að stofna sérstakt dómsmálaráðuneyti. Breytingin er því ekki hluti af yfirvegaðri endurskipulagningu, heldur klæðskerasaumuð að þessum flótta Sjálfstæðisflokksins frá pólitískri ábyrgð. Enda var formaður flokksins að bögglast með það í nærri tvær vikur að finna út úr því hvernig væri hægt að kljúfa ráðuneytið og endaði svo á því að biðja Framsóknarflokkinn að manna það. Það er saga til næsta bæjar að Sjálfstæðisflokkurinn ráði ekki við að manna dómsmálaráðuneytið.Tekur undir ásakanir Pólitísk ábyrgð er hluti nauðsynlegrar stjórnfestu. Sjálfstæðisflokkurinn kemur okkur nú fyrir sjónir sem flokkur sem ræður ekki við að axla ábyrgð á landsstjórninni. Ef ráðherrar hans gera mistök þarf að breyta ráðuneytunum til að forða ráðherrunum frá því að bera ábyrgð á eigin verkum. „Völd án ábyrgðar“ ætti að vera hið nýja kjörorð Sjálfstæðisflokksins. Annar hluti stjórnfestu er að standa vörð um réttan framgang mála og virða rétt eftirlitsstofnana til að vinna verk sín samkvæmt gildandi lögum. Þar bregst Bjarni líka. Aðfinnslur ráðuneytis lögreglumála í fréttatilkynningu 18. júní sl. við yfirstandandi lögreglurannsókn í sumar voru látnar óátaldar og nú tekur hann undir ásakanir í garð umboðsmanns Alþingis, í stað þess að standa vörð um rétt umboðsmanns til að fylgja eftir máli innan gildandi lagaramma eftir eigin dómgreind. Af þessu má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ræður undir núverandi forystu ekki við að virða grunnreglur stjórnfestu í lýðræðissamfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Við höfum undanfarið orðið vitni að sérkennilegri atburðarás vegna lekamálsins og misbeitingu innanríkisráðherra á valdi sínu með afskiptum af lögreglurannsókn. Við munum að endingu sjá hver viðbrögð umboðsmanns verða við málsvörn ráðherrans. Það sem meiru skiptir nú eru viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins. Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð af gerðum sínum, til að hlífa stjórnkerfinu og embættismönnum við óþarfa gagnrýni og álitshnekki. Þar bregst honum algerlega bogalistin. Þegar aðstoðarmaður ráðherra var ákærður fyrir að misfara með opinber gögn í ráðuneyti ráðherrans var ljóst að ráðherrann gat ekki setið áfram. Það er grundvallaratriði, sem allir virðast sammála um. Enginn – ekki einu sinni hörðustu málsvarnarmenn ráðherrans – hafa talið til greina koma fyrir hann að sitja áfram sem ráðherra dómsmála við þær aðstæður. Þá kemur að því hvað gerist næst. Í öllum öðrum löndum – og á öllum öðrum tímum á Íslandi - myndi það leiða til þess að ráðherrann axlaði pólitíska ábyrgð og segði af sér. Fyrir því eru fordæmi.Klæðskerasaumuð breyting En formaður Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ráða við þá leið. Til að forða því að ráðherra flokksins þurfi að axla ábyrgð á eigin verkum og framgöngu pólitískra aðstoðarmanna hennar er frekar farið í handahófskenndar ráðuneytabreytingar. Það er betra að brjóta upp stjórnkerfið en að skipta um ráðherra. Á undanförnum misserum hafa forystumenn ríkisstjórnarflokkanna oft nefnt að til greina komi að breyta ráðuneytaskipan. Aldrei hefur verið rætt – fyrr en nú – um að stofna sérstakt dómsmálaráðuneyti. Breytingin er því ekki hluti af yfirvegaðri endurskipulagningu, heldur klæðskerasaumuð að þessum flótta Sjálfstæðisflokksins frá pólitískri ábyrgð. Enda var formaður flokksins að bögglast með það í nærri tvær vikur að finna út úr því hvernig væri hægt að kljúfa ráðuneytið og endaði svo á því að biðja Framsóknarflokkinn að manna það. Það er saga til næsta bæjar að Sjálfstæðisflokkurinn ráði ekki við að manna dómsmálaráðuneytið.Tekur undir ásakanir Pólitísk ábyrgð er hluti nauðsynlegrar stjórnfestu. Sjálfstæðisflokkurinn kemur okkur nú fyrir sjónir sem flokkur sem ræður ekki við að axla ábyrgð á landsstjórninni. Ef ráðherrar hans gera mistök þarf að breyta ráðuneytunum til að forða ráðherrunum frá því að bera ábyrgð á eigin verkum. „Völd án ábyrgðar“ ætti að vera hið nýja kjörorð Sjálfstæðisflokksins. Annar hluti stjórnfestu er að standa vörð um réttan framgang mála og virða rétt eftirlitsstofnana til að vinna verk sín samkvæmt gildandi lögum. Þar bregst Bjarni líka. Aðfinnslur ráðuneytis lögreglumála í fréttatilkynningu 18. júní sl. við yfirstandandi lögreglurannsókn í sumar voru látnar óátaldar og nú tekur hann undir ásakanir í garð umboðsmanns Alþingis, í stað þess að standa vörð um rétt umboðsmanns til að fylgja eftir máli innan gildandi lagaramma eftir eigin dómgreind. Af þessu má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ræður undir núverandi forystu ekki við að virða grunnreglur stjórnfestu í lýðræðissamfélagi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun