„Þetta reddast“ Mikael Torfason skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi. Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts. Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn. Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við. Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt. En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim. Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi. Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts. Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn. Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við. Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt. En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim. Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar