Að standa við stóru orðin Bryndís Schram skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Snæfríður heitin, dóttir mín, lektor við Háskólann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu og brautryðjandastarfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eftirfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnarandstöðuþingmenn, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunartillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofninum. Og Ásmundur Einar er sérstakur ráðunautur forsætisráðherra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum.Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verður geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið.Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfðanefndar landbúnaðarráðuneytisins „að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð…“. Allir þeir sem greinarhöfundur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þingsályktuninni fyrir seinustu kosningar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlindir, sem hafa verðmæti fyrir landbúnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“.Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosningar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráðherra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnaðarráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórnarandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskorun á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. september nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Snæfríður heitin, dóttir mín, lektor við Háskólann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu og brautryðjandastarfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eftirfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnarandstöðuþingmenn, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunartillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofninum. Og Ásmundur Einar er sérstakur ráðunautur forsætisráðherra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum.Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verður geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið.Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfðanefndar landbúnaðarráðuneytisins „að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð…“. Allir þeir sem greinarhöfundur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þingsályktuninni fyrir seinustu kosningar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlindir, sem hafa verðmæti fyrir landbúnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“.Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosningar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráðherra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnaðarráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórnarandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskorun á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. september nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun