Ert þú að styrkja hernám Ísraelsmanna? Sema Erla Serdar. skrifar 7. ágúst 2014 08:28 Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði haldist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næstum því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til viðbótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræðiaðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palestínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Palestínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraelsmanna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað?Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraelsmanna á heimastjórnarsvæði Palestínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóðleg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraelsmanna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palestínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apartheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagurinn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgönguaðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að sniðganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám þeirra, brot þeirra á mannréttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Palestínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palestínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði haldist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næstum því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til viðbótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræðiaðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palestínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Palestínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraelsmanna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað?Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraelsmanna á heimastjórnarsvæði Palestínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóðleg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraelsmanna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palestínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apartheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagurinn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgönguaðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að sniðganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám þeirra, brot þeirra á mannréttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Palestínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palestínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun