Landsliðsmenn í körfubolta setja á sig svuntu á milli leikja 7. ágúst 2014 14:00 „Við erum báðir miklir matarfíklar og sælkerar og okkur hefur lengi langað til þess að búa til eitthvað saman,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson, en hann og annar körfuknattleiksmaður, Pavel Ermolinskij, opna kjöt- og fiskbúð á næstu vikum í miðbæ Reykjavíkur, á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis, nánar tiltekið Bergstaðastræti 14. „Pavel á nú upphaflega hugmyndina að búðinni. Það er svo mikið að gerast í miðbænum í dag, mikið líf og okkur fannst vanta svona ekta hverfisbúð í miðbæinn. Staðsetningin er alveg mögnuð,“ segir Jón Arnór. Þeir félagar eru nú á fullu þessa dagana að standsetja búðina og gera ráð fyrir að hún verði opnuð eftir um það bil tvær vikur. Jón Arnór, sem spilar körfuknattleik með CAI Zaragoza á Spáni, á þó í erfiðleikum með að afgreiða í búðinni yfir vetrartímann þegar körfuboltatímabilið er í gangi. „Það er synd að við náðum ekki að opna fyrr í sumar, það hefði verið gaman að vera með svuntuna og afgreiða en ég mun hins vegar gera það þegar ég kem heim í fríum. Pavel ætlar að standa vaktina með svuntuna á milli leikja og æfinga,“ segir Jón Arnór en Pavel leikur með KR og því stutt að skreppa. Þeir félagar ætla sér að bjóða upp á gæðahráefni og meðal annars eigin sósu. „Við erum miklir sælkerar og ætlum að leggja mikið upp úr hráefninu, íslensku og erlendu. Við verðum líka með meðlæti og ætlum að vera með okkar eigin sósur, sem verða frábærar á bragðið,“ segir Jón Arnór og hlær. Körfuknattleikskapparnir njóta einnig aðstoðar fagfólks í vali á hráefni og á uppsetningu búðarinnar. „Hafsteinn Júlíusson hjá HAF studio hjálpaði okkur að hanna rýmið, gera það smekklegt og flott. Við verðum svo í samstarfi við veitingastaðinn Snaps í hráefnisvali,“ bætir Jón Arnór við. Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Við erum báðir miklir matarfíklar og sælkerar og okkur hefur lengi langað til þess að búa til eitthvað saman,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson, en hann og annar körfuknattleiksmaður, Pavel Ermolinskij, opna kjöt- og fiskbúð á næstu vikum í miðbæ Reykjavíkur, á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis, nánar tiltekið Bergstaðastræti 14. „Pavel á nú upphaflega hugmyndina að búðinni. Það er svo mikið að gerast í miðbænum í dag, mikið líf og okkur fannst vanta svona ekta hverfisbúð í miðbæinn. Staðsetningin er alveg mögnuð,“ segir Jón Arnór. Þeir félagar eru nú á fullu þessa dagana að standsetja búðina og gera ráð fyrir að hún verði opnuð eftir um það bil tvær vikur. Jón Arnór, sem spilar körfuknattleik með CAI Zaragoza á Spáni, á þó í erfiðleikum með að afgreiða í búðinni yfir vetrartímann þegar körfuboltatímabilið er í gangi. „Það er synd að við náðum ekki að opna fyrr í sumar, það hefði verið gaman að vera með svuntuna og afgreiða en ég mun hins vegar gera það þegar ég kem heim í fríum. Pavel ætlar að standa vaktina með svuntuna á milli leikja og æfinga,“ segir Jón Arnór en Pavel leikur með KR og því stutt að skreppa. Þeir félagar ætla sér að bjóða upp á gæðahráefni og meðal annars eigin sósu. „Við erum miklir sælkerar og ætlum að leggja mikið upp úr hráefninu, íslensku og erlendu. Við verðum líka með meðlæti og ætlum að vera með okkar eigin sósur, sem verða frábærar á bragðið,“ segir Jón Arnór og hlær. Körfuknattleikskapparnir njóta einnig aðstoðar fagfólks í vali á hráefni og á uppsetningu búðarinnar. „Hafsteinn Júlíusson hjá HAF studio hjálpaði okkur að hanna rýmið, gera það smekklegt og flott. Við verðum svo í samstarfi við veitingastaðinn Snaps í hráefnisvali,“ bætir Jón Arnór við.
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp