Logi hélt upp á 100 leikja tímamótin sín með sögulegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2014 09:00 Logi Gunnarsson blómstraði í tímamótaleiknum. Mynd/KKÍ Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið vann fjórtán stiga sigur á Lúxemborg í æfingaleik í fyrrakvöld. Logi hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. Logi sker sig nefnilega úr á meðal þeirra tólf sem hafa komist í hundrað leikja klúbbinn en enginn þeirra hefur bæði verið stigahæstur og fagnað sigri í hundraðasta landsleiknum sínum. Logi varð fjórði leikmaðurinn sem nær því að verða stigahæstur í sínum hundraðasta landsleik en því náðu einnig þeir Valur Ingimundarson, Guðmundur Bragason og Falur Harðarson. Þeir náðu því hins vegar allir í tapleik. Jón Sigurðsson varð fyrsti meðlimur klúbbsins í ársbyrjun 1982 en 23 stigin hans dugðu aðeins til að verða þriðji stigahæstur í 21 stigs sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni. Logi Gunnarsson er í fjórða sæti yfir flest stig í hundraðasta landsleiknum á eftir Vali Ingimundarsyni (24 stig – 14.5 maí 1989), Jóni Sigurðssyni (23 – 6. janúar 1982) og Teiti Örlygssyni (22 – 19. maí 1997) og aðeins Herbert Arnarson hefur sett niður fleiri þrista í slíkum tímamótaleik en Logi skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Logi hefur ekki skorað meira í landsleik síðan sumarið 2011 eða í síðustu tuttugu landsleikjum sínum og hafði aðeins skorað samtals 20 stig í síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Peters Öqvist. Logi fann sig hins vegar mjög vel í fyrsta leiknum undir stjórn Craigs Pedersen og vonandi verður framhald á því en Ísland mætir Lúxemborg aftur í æfingaleik í dag.Stigahæstir í 100. landsleiknum Valur Ingimundarson - 14.5.1989 í tapi á móti Ungverjalandi (24 stig) Guðmundur Bragason - 23.5.1995 í tapi á móti Sviss (16 stig) Falur Harðarson - 1.12.1999 í tapi á móti Slóveníu (16 stig) Logi Gunnarsson - 31.7.2014 í sigri á móti Lúxemborg (19 stig)Flest stig í hundraðasta landsleiknum 24 - Valur Ingimundarson 23 - Jón Sigurðsson 22 - Teitur Örlygsson 19 - Logi Gunnarsson 17 - Torfi Magnússon 17 - Herbert Arnarson 16 - Guðmundur Bragason 16 - Falur Harðarson 12 - Guðjón Skúlason 3 - Jón Arnar Ingvarsson 2 - Jón Kr. Gíslason 2 - Friðrik StefánssonFlestir þristar í hundraðasta landsleiknum 5 - Herbert Arnarson 4 - Teitur Örlygsson 4 - Falur Harðarson 4 - Logi Gunnarsson 2 - Valur Ingimundarson 2 - Guðjón Skúlason 1 - Jón Arnar IngvarssonÍ sigurliði í hundraðasta landsleiknum Jón Sigurðsson - 6. janúar 1982 á móti Portúgal Torfi Magnússon - 28. apríl 1985 á móti Lúxemborg Jón Kr. Gíslason - 25. maí 1991 á móti Lúxemborg Teitur Örlygsson - 19. maí 1997 á móti Noregi Herbert Arnarson - 31. maí 2001 á móti Möltu Friðrik Stefánsson - 7. júní 2007 á móti Mónakó Logi Gunnarsson - 31. júlí 2014 á móti Lúxemborg Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00 Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið vann fjórtán stiga sigur á Lúxemborg í æfingaleik í fyrrakvöld. Logi hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. Logi sker sig nefnilega úr á meðal þeirra tólf sem hafa komist í hundrað leikja klúbbinn en enginn þeirra hefur bæði verið stigahæstur og fagnað sigri í hundraðasta landsleiknum sínum. Logi varð fjórði leikmaðurinn sem nær því að verða stigahæstur í sínum hundraðasta landsleik en því náðu einnig þeir Valur Ingimundarson, Guðmundur Bragason og Falur Harðarson. Þeir náðu því hins vegar allir í tapleik. Jón Sigurðsson varð fyrsti meðlimur klúbbsins í ársbyrjun 1982 en 23 stigin hans dugðu aðeins til að verða þriðji stigahæstur í 21 stigs sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni. Logi Gunnarsson er í fjórða sæti yfir flest stig í hundraðasta landsleiknum á eftir Vali Ingimundarsyni (24 stig – 14.5 maí 1989), Jóni Sigurðssyni (23 – 6. janúar 1982) og Teiti Örlygssyni (22 – 19. maí 1997) og aðeins Herbert Arnarson hefur sett niður fleiri þrista í slíkum tímamótaleik en Logi skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Logi hefur ekki skorað meira í landsleik síðan sumarið 2011 eða í síðustu tuttugu landsleikjum sínum og hafði aðeins skorað samtals 20 stig í síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Peters Öqvist. Logi fann sig hins vegar mjög vel í fyrsta leiknum undir stjórn Craigs Pedersen og vonandi verður framhald á því en Ísland mætir Lúxemborg aftur í æfingaleik í dag.Stigahæstir í 100. landsleiknum Valur Ingimundarson - 14.5.1989 í tapi á móti Ungverjalandi (24 stig) Guðmundur Bragason - 23.5.1995 í tapi á móti Sviss (16 stig) Falur Harðarson - 1.12.1999 í tapi á móti Slóveníu (16 stig) Logi Gunnarsson - 31.7.2014 í sigri á móti Lúxemborg (19 stig)Flest stig í hundraðasta landsleiknum 24 - Valur Ingimundarson 23 - Jón Sigurðsson 22 - Teitur Örlygsson 19 - Logi Gunnarsson 17 - Torfi Magnússon 17 - Herbert Arnarson 16 - Guðmundur Bragason 16 - Falur Harðarson 12 - Guðjón Skúlason 3 - Jón Arnar Ingvarsson 2 - Jón Kr. Gíslason 2 - Friðrik StefánssonFlestir þristar í hundraðasta landsleiknum 5 - Herbert Arnarson 4 - Teitur Örlygsson 4 - Falur Harðarson 4 - Logi Gunnarsson 2 - Valur Ingimundarson 2 - Guðjón Skúlason 1 - Jón Arnar IngvarssonÍ sigurliði í hundraðasta landsleiknum Jón Sigurðsson - 6. janúar 1982 á móti Portúgal Torfi Magnússon - 28. apríl 1985 á móti Lúxemborg Jón Kr. Gíslason - 25. maí 1991 á móti Lúxemborg Teitur Örlygsson - 19. maí 1997 á móti Noregi Herbert Arnarson - 31. maí 2001 á móti Möltu Friðrik Stefánsson - 7. júní 2007 á móti Mónakó Logi Gunnarsson - 31. júlí 2014 á móti Lúxemborg
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00 Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30
Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00
Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum