Vísindamenn skoða orsakir skriðunnar í Öskju Bjarki Ármannsson skrifar 24. júlí 2014 07:30 Talið er að 24 milljónir rúmmetra af jarðefnum hafi fallið í vatnið. Mynd/Jara Fatima Brynjólfsdóttir „Menn átta sig ekki á þessu fyrr en um tvöleytið á þriðjudag þegar landvörður frá okkur kemur inn að Víti,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökuls-þjóðgarðs. Gríðarlegt berghlaup, sem talið er það allra stærsta síðustu áratugi, féll í Öskjuvatn seint á mánudagskvöld. Lokað hefur nú verið fyrir umferð að norðausturhluta Öskjuvatns, þeim hluta sem snýr að Víti. Heimilt er þó að ferðast að Öskju. Að sögn Hjörleifs er svæðið þar sem skriðan féll utan alfaraleiðar og var því ekki þörf á að loka sérstaklega fyrir umferð þar. „Venjulega væri þar lítil eða engin umferð,“ segir Hjörleifur. „Það eru kannski tveir á ári sem ganga hringinn á toppunum, þannig að það eru litlir hagsmunir í húfi þótt það sé bannað.“Landslagið á bökkum Öskjuvatns er talsvert breytt í kjölfar skriðunnar og flóðsins.Mynd/Axel Aage SchiöthNiðurstöðu að vænta á morgun Skriðan féll í suðausturhluta vatnsins og olli mikilli flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti. Mikil mildi þykir að enginn var þarna á ferð þegar skriðan féll en mikið er jafnan um ferðamenn á svæðinu á þessum árstíma. Hjörleifur hefur eftir Ármanni Höskuldssyni jarðfræðingi, sem skoðaði ummerki skriðunnar á þriðjudag, að um 24 milljónir rúmmetra hafi fallið í vatnið hið minnsta. Alls hafi landfall í skriðunni getað numið 50 til 60 milljónum rúmmetra. Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar og Háskóla Íslands mættu á vettvang í gærkvöldi til að kanna umfang og orsakir skriðunnar. Enn er óljóst hvað nákvæmlega olli skriðunni en talið er að snjóbráð á svæðinu hafi mögulega hrint henni af stað. Lokunin að Öskjuvatni gildir að minnsta kosti til morguns, en þá á niðurstaða vísindamannanna að liggja fyrir um það hvert umfang skriðunnar er og hvort hætta sé á frekari skriðuföllum. Tengdar fréttir Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27 Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56 „Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Menn átta sig ekki á þessu fyrr en um tvöleytið á þriðjudag þegar landvörður frá okkur kemur inn að Víti,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökuls-þjóðgarðs. Gríðarlegt berghlaup, sem talið er það allra stærsta síðustu áratugi, féll í Öskjuvatn seint á mánudagskvöld. Lokað hefur nú verið fyrir umferð að norðausturhluta Öskjuvatns, þeim hluta sem snýr að Víti. Heimilt er þó að ferðast að Öskju. Að sögn Hjörleifs er svæðið þar sem skriðan féll utan alfaraleiðar og var því ekki þörf á að loka sérstaklega fyrir umferð þar. „Venjulega væri þar lítil eða engin umferð,“ segir Hjörleifur. „Það eru kannski tveir á ári sem ganga hringinn á toppunum, þannig að það eru litlir hagsmunir í húfi þótt það sé bannað.“Landslagið á bökkum Öskjuvatns er talsvert breytt í kjölfar skriðunnar og flóðsins.Mynd/Axel Aage SchiöthNiðurstöðu að vænta á morgun Skriðan féll í suðausturhluta vatnsins og olli mikilli flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti. Mikil mildi þykir að enginn var þarna á ferð þegar skriðan féll en mikið er jafnan um ferðamenn á svæðinu á þessum árstíma. Hjörleifur hefur eftir Ármanni Höskuldssyni jarðfræðingi, sem skoðaði ummerki skriðunnar á þriðjudag, að um 24 milljónir rúmmetra hafi fallið í vatnið hið minnsta. Alls hafi landfall í skriðunni getað numið 50 til 60 milljónum rúmmetra. Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar og Háskóla Íslands mættu á vettvang í gærkvöldi til að kanna umfang og orsakir skriðunnar. Enn er óljóst hvað nákvæmlega olli skriðunni en talið er að snjóbráð á svæðinu hafi mögulega hrint henni af stað. Lokunin að Öskjuvatni gildir að minnsta kosti til morguns, en þá á niðurstaða vísindamannanna að liggja fyrir um það hvert umfang skriðunnar er og hvort hætta sé á frekari skriðuföllum.
Tengdar fréttir Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27 Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56 „Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27
Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56
„Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42