Rússar ráða framhaldinu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. júlí 2014 07:00 Harmleikurinn í Austur-Úkraínu, þegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gæti orðið vendipunktur í átökunum í landinu. Það hlýtur raunar að vera krafa umheimsins að nú verði tekið í taumana og ófriðurinn í Úkraínu stöðvaður. Það er ein ríkisstjórn, raunar einn maður, sem hefur í hendi sér hvort það gerist. Það er Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússland hefur kynt undir átökunum í Úkraínu með öllum ráðum. Pútín hyggst hugsanlega ekki innlima austurhéruðin eins og hann gerði við Krímskaga, en markmið hans er að minnsta kosti að grafa undan stjórninni í Kænugarði og hegna úkraínskum stjórnvöldum fyrir að halla sér að Vesturlöndum í stað þess að beygja sig undir áhrifavald Rússa. Það tekur raunar enginn mark á því þegar Rússar segja að örlög flugvélar Malaysian Airlines séu úkraínskum stjórnvöldum að kenna. Mjög margt bendir til að uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, hafi skotið flugvélina niður. Sennilega ekki viljandi – þeir héldu líklega í byrjun að þeir hefðu skotið niður flugvél úkraínskra stjórnvalda – en það breytir engu um alvöru málsins og mikilvægi þess að það verði rækilega upplýst. Tali Rússa um að Úkraínustjórn beri ábyrgð á ófriðnum í landinu trúir enginn nema þeir sjálfir. Rússar hafa vopnað uppreisnarmennina og veitt þeim margvíslegan stuðning. Raunar eru engar líkur á að aðskilnaðarsinnarnir hefðu getað beitt vopnum eins og því sem að öllum líkindum grandaði farþegaþotunni nema með aðstoð frá Rússum. Rússnesk stjórnvöld bera þunga ábyrgð á því að 300 manns fórust, hvernig sem á málið er litið. Rússland hefur, þrátt fyrir ítrekuð loforð, látið ónotuð margvísleg tækifæri til að stilla til friðar í Úkraínu. Vegna áframhaldandi stuðnings Rússa við uppreisnarmennina hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið nú hert efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það er til marks um afar sérkennilega forgangsröðun rússneskra stjórnvalda að þau skuli láta sér í léttu rúmi liggja hinn efnahagslega skaða sem hlýst af refsiaðgerðunum og halda áfram ótrauð útþenslu- og yfirgangsstefnu sinni gagnvart nágrannaríkjunum. Rússland hefur í rauninni misst stefnu sína gagnvart Úkraínu úr böndunum. Árásin á farþegaþotuna þýðir að fjölmörg ríki munu gera enn skýrari kröfu en áður um að Rússland beiti sér til að binda enda á ófriðinn í landinu. Pútín hefur nú lagt til að bæði uppreisnarmenn og úkraínski herinn leggi niður vopn og hefji friðarviðræður. Það er ekki nóg. Rússar verða að heita því – og standa við það – að hætta öllum stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þeir verða sömuleiðis að styðja óháða, alþjóðlega rannsókn á því hver ber ábyrgð á ódæðinu og standa að því að viðkomandi verði dregnir til ábyrgðar. Rússland getur ekki varpað ábyrgðinni yfir á neinn annan – rússnesk stjórnvöld geta ráðið því hvort þetta mál þróast með jákvæðum hætti eða fer á versta veg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MH17 Ólafur Stephensen Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Harmleikurinn í Austur-Úkraínu, þegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gæti orðið vendipunktur í átökunum í landinu. Það hlýtur raunar að vera krafa umheimsins að nú verði tekið í taumana og ófriðurinn í Úkraínu stöðvaður. Það er ein ríkisstjórn, raunar einn maður, sem hefur í hendi sér hvort það gerist. Það er Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússland hefur kynt undir átökunum í Úkraínu með öllum ráðum. Pútín hyggst hugsanlega ekki innlima austurhéruðin eins og hann gerði við Krímskaga, en markmið hans er að minnsta kosti að grafa undan stjórninni í Kænugarði og hegna úkraínskum stjórnvöldum fyrir að halla sér að Vesturlöndum í stað þess að beygja sig undir áhrifavald Rússa. Það tekur raunar enginn mark á því þegar Rússar segja að örlög flugvélar Malaysian Airlines séu úkraínskum stjórnvöldum að kenna. Mjög margt bendir til að uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, hafi skotið flugvélina niður. Sennilega ekki viljandi – þeir héldu líklega í byrjun að þeir hefðu skotið niður flugvél úkraínskra stjórnvalda – en það breytir engu um alvöru málsins og mikilvægi þess að það verði rækilega upplýst. Tali Rússa um að Úkraínustjórn beri ábyrgð á ófriðnum í landinu trúir enginn nema þeir sjálfir. Rússar hafa vopnað uppreisnarmennina og veitt þeim margvíslegan stuðning. Raunar eru engar líkur á að aðskilnaðarsinnarnir hefðu getað beitt vopnum eins og því sem að öllum líkindum grandaði farþegaþotunni nema með aðstoð frá Rússum. Rússnesk stjórnvöld bera þunga ábyrgð á því að 300 manns fórust, hvernig sem á málið er litið. Rússland hefur, þrátt fyrir ítrekuð loforð, látið ónotuð margvísleg tækifæri til að stilla til friðar í Úkraínu. Vegna áframhaldandi stuðnings Rússa við uppreisnarmennina hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið nú hert efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það er til marks um afar sérkennilega forgangsröðun rússneskra stjórnvalda að þau skuli láta sér í léttu rúmi liggja hinn efnahagslega skaða sem hlýst af refsiaðgerðunum og halda áfram ótrauð útþenslu- og yfirgangsstefnu sinni gagnvart nágrannaríkjunum. Rússland hefur í rauninni misst stefnu sína gagnvart Úkraínu úr böndunum. Árásin á farþegaþotuna þýðir að fjölmörg ríki munu gera enn skýrari kröfu en áður um að Rússland beiti sér til að binda enda á ófriðinn í landinu. Pútín hefur nú lagt til að bæði uppreisnarmenn og úkraínski herinn leggi niður vopn og hefji friðarviðræður. Það er ekki nóg. Rússar verða að heita því – og standa við það – að hætta öllum stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þeir verða sömuleiðis að styðja óháða, alþjóðlega rannsókn á því hver ber ábyrgð á ódæðinu og standa að því að viðkomandi verði dregnir til ábyrgðar. Rússland getur ekki varpað ábyrgðinni yfir á neinn annan – rússnesk stjórnvöld geta ráðið því hvort þetta mál þróast með jákvæðum hætti eða fer á versta veg.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun