Það þarf að verða til heimshreyfing Svavar Gestsson skrifar 17. júlí 2014 07:00 Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórnskipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísraels eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýðingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrirvaralaust. Það gerði ekki samstarfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem mælti með samþykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla pólitíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarpsskjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sérstaklega og skörulega í Palestínumálunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela.Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höfundur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísrael. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mikilli ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísraelsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heimsins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísraelsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafnframt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætlunum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsamlega hlið við hlið, Ísrael og Palestína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvígastefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utanríkisráðherra í þessu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórnskipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísraels eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýðingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrirvaralaust. Það gerði ekki samstarfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem mælti með samþykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla pólitíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarpsskjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sérstaklega og skörulega í Palestínumálunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela.Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höfundur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísrael. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mikilli ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísraelsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heimsins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísraelsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafnframt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætlunum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsamlega hlið við hlið, Ísrael og Palestína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvígastefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utanríkisráðherra í þessu efni.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun