Þráðlist virðist vera talin tengjast konum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. júlí 2014 15:30 "Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa,“ segir Ingiríður. Fréttablaðið/Valli Textílfélagið á fjörutíu ára sögu að baki og formaður þess, Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður, segir það alltaf að stækka. „Við erum orðnar sjötíu og fimm í félaginu, allt konur með myndlistar- eða hönnunarnám að baki,“ upplýsir hún. Engir karlmenn? „Nei, það eru ekki margir karlar sem hafa farið í gegnum nám í textílgerð hér á Íslandi og þeir fáu hafa ekki skilað sér í félagið. Þráðlist virðist vera talin tengjast konum. Sumar eru eingöngu í myndlist sem tengjast þráðum og stundum pappír, til dæmis vefnaði, tauþrykki, þæfingu og útsaumi. Svo eru margar eingöngu að vinna við hönnun en aðrar fást bæði við myndlist og hönnun, þannig að það skarast. Þrykkjarar eru til dæmis oft að hanna dúka, púða, slæður eða annað. Búa til mynstur og yfirfæra það á ramma.“ En finnst Ingiríði þráðlist njóta jafn mikillar virðingar og til dæmis málverkið? „Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa. Það er verið að vinna myndlist í tvívídd og þrívídd og í öll möguleg efni þannig að þráðlist á algerlega heima með annarri myndlist.“Nú er afmælisár. Hvernig halda félagskonur upp á það? „Oft hefur verið ein stór sýning á ári, nú ákváðum við að breyta til og halda nokkrar smærri sýningar, líta inn á við og virkja félagana, vera með námskeið og fyrirlestra. Það er að skila sér vel,“ segir Ingiríður. „Á sumardaginn fyrsta var útisýningin Þræðir sumarsins opnuð að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Þar eru textílverk á landareigninni í allt sumar. Við sýnum í Bláa húsinu á Siglufirði nú í júlí, nýlega voru tvær sýningar settar upp í Vík í Mýrdal og í október opnum við í húsnæði SÍM við Hafnarstræti í Reykjavík. Við getum vel hugsað okkur að fara víðar.“ Textílfélagið er með verkstæði á Korpúlfsstöðum, þar geta bæði félagsmenn og aðrir leigt aðstöðu, að sögn Ingiríðar. „Við erum með þrykkstól, vefstól og eldhús á Korpúlfsstöðum og þar er góð aðstaða til að lita band. Við höfum verið þar með ljósmyndanámskeið, þrykknámskeið og litunarnámskeið og ég vona að við verðum með öflugt námskeiðahald með haustinu.“ Textílfélagið var stofnað í nóvember árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Upphaf þess má rekja til þess að árið 1970 hafði textíldeild verið stofnuð við skólann af þáverandi skólastjóra, Herði Ágústssyni. Félagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Textílfélagið á fjörutíu ára sögu að baki og formaður þess, Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður, segir það alltaf að stækka. „Við erum orðnar sjötíu og fimm í félaginu, allt konur með myndlistar- eða hönnunarnám að baki,“ upplýsir hún. Engir karlmenn? „Nei, það eru ekki margir karlar sem hafa farið í gegnum nám í textílgerð hér á Íslandi og þeir fáu hafa ekki skilað sér í félagið. Þráðlist virðist vera talin tengjast konum. Sumar eru eingöngu í myndlist sem tengjast þráðum og stundum pappír, til dæmis vefnaði, tauþrykki, þæfingu og útsaumi. Svo eru margar eingöngu að vinna við hönnun en aðrar fást bæði við myndlist og hönnun, þannig að það skarast. Þrykkjarar eru til dæmis oft að hanna dúka, púða, slæður eða annað. Búa til mynstur og yfirfæra það á ramma.“ En finnst Ingiríði þráðlist njóta jafn mikillar virðingar og til dæmis málverkið? „Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa. Það er verið að vinna myndlist í tvívídd og þrívídd og í öll möguleg efni þannig að þráðlist á algerlega heima með annarri myndlist.“Nú er afmælisár. Hvernig halda félagskonur upp á það? „Oft hefur verið ein stór sýning á ári, nú ákváðum við að breyta til og halda nokkrar smærri sýningar, líta inn á við og virkja félagana, vera með námskeið og fyrirlestra. Það er að skila sér vel,“ segir Ingiríður. „Á sumardaginn fyrsta var útisýningin Þræðir sumarsins opnuð að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Þar eru textílverk á landareigninni í allt sumar. Við sýnum í Bláa húsinu á Siglufirði nú í júlí, nýlega voru tvær sýningar settar upp í Vík í Mýrdal og í október opnum við í húsnæði SÍM við Hafnarstræti í Reykjavík. Við getum vel hugsað okkur að fara víðar.“ Textílfélagið er með verkstæði á Korpúlfsstöðum, þar geta bæði félagsmenn og aðrir leigt aðstöðu, að sögn Ingiríðar. „Við erum með þrykkstól, vefstól og eldhús á Korpúlfsstöðum og þar er góð aðstaða til að lita band. Við höfum verið þar með ljósmyndanámskeið, þrykknámskeið og litunarnámskeið og ég vona að við verðum með öflugt námskeiðahald með haustinu.“ Textílfélagið var stofnað í nóvember árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Upphaf þess má rekja til þess að árið 1970 hafði textíldeild verið stofnuð við skólann af þáverandi skólastjóra, Herði Ágústssyni. Félagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira