Skoðun

Rétt skal vera rétt

Sighvatur Björgvinsson skrifar
Í grein sem ég fékk birta í Fréttablaðinu fimmtudaginn 3. júlí tók ég þannig til orða, að forsætisráðherra þægi byggðastyrk frá Alþingi fyrir að hafa skráð lögheimili sitt að Hrafnabjörgum III í núverandi kjördæmi sínu. Þegar ráðherrann lét flytja lögheimili sitt og fjölskyldu sinnar úr Seljahverfinu, þar sem fjölskyldan dvelst að vísu enn, og að Hrafnabjörgum III í kjördæmi því þar sem hann svo bauð sig svo fram í næstu alþingiskosningum í húsnæði þar sem „alveg er hægt að gista“ eins og haft er eftir bóndanum á bænum öðlaðist forsætisráðherra rétt til þess að fá greiddan búsetustyrk frá Alþingi. Þeim styrk mun hann hins vegar hafa hafnað.

Það breytir væntanlega hins vegar ekki því, að það er gott að búa á Akureyri eins og haft er eftir ráðherranum í tengslum við flutninga Fiskistofu þangað. Fyrst flutti hann sjálfan sig í kjördæmið og svo Fiskistofu á eftir. Allt stjórnkerfið er svo auðvitað hægt að flytja á landareignina Hriflu í sama kjördæmi. Sjávarútvegsráðherra hefur sjálfur sagt að flutningur Fiskistofu væri bara fyrsta vers. Önnur vers kæmu í kjölfarið. Án efa verður líka gott að búa þar. Í nýrri höfuðborg í næsta nágrenni við lögheimili hæstráðanda og í hans eigin kjördæmi. Annað eins og þetta hefur svo sem áður sést. Eins og þegar hæstráðandi í Brasilíu lét reisa nýja höfuðborg langt úti í dreifbýli landsins í heiðursskyni við sögulega arfleifð.

En rétt skal vera rétt.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×