Menning hvað? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:00 Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum. Ýmsir taka ummælin óstinnt upp og benda á að hér þrífist ótrúlega mikið listalíf og við eigum marga listamenn sem séu að gera góða hluti, bæði innanlands og erlendis. Öll umræðan snýst um listir og menningarneyslu svokallaða, sem þýðir aðsókn að listviðburðum, lestur bókmennta og svo framvegis. Þar er allt í miklum blóma samkvæmt umræðunni og ber að fagna því. Menning er þó allt annað og meira en listsköpun og listneysla og væntanlega er Guðbergur meðal annars að vísa til þess með þessari fullyrðingu. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; …það að manna einhvern… þróun, efling, siðmenning“. Það er sem sé menning hvernig við umgöngumst hvert annað og landið okkar, það er menning hvaða gildi við kennum börnunum okkar, það er menning að reka gott skóla- og heilbrigðiskerfi og það er meira að segja menning að halda úti fjölmiðlum – jafnvel þótt þar væri aldrei minnst á bókmenntir og listir. Ef við skoðum hugtakið menning í þessu samhengi hljótum við flest að geta orðið sammála um það að víða sé pottur brotinn í íslenskri menningu. Það hlýtur til dæmis að segja sína sögu um menningarstig þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar skuli telja það vænlegast til árangurs í kosningum að lofa kjósendum persónulegum ávinningi í stað þess að setja fram heildstæða stefnu um uppbyggingu samfélagsins og – það sem verra er – sópa til sín atkvæðum út á það. Það hlýtur að vekja spurningar um dýpt menningarinnar þegar heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni vegna fjársveltis ár eftir ár eftir ár, þegar almannatryggingakerfið hefur ekki bolmagn til að sinna hinum verst settu og þegar skólakerfinu er haldið á horriminni áratugum saman. Það er ekki mikil menningargróska sem birtist í kommentakerfum vefmiðla og Facebook-síðna og maður fyllist ekki beinlínis bjartsýni á menningarástandið í landinu þegar forsætisráðherrann sjálfur svarar rökstuddri gagnrýni með útúrsnúningum og kvörtunum undan loftárásum og innanríkisráðherrann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni úr ræðustól Alþingis. Bara svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Það hlýtur að vera full ástæða til að ræða þessi mál án þess að fólk hópist í skotgrafirnar og líti á hverja gagnrýnisrödd sem persónulega árás á menninguna. Einhver varði þessa einskorðun umræðunnar við listirnar í framhaldi af ummælum Guðbergs með því að segja að listsköpun endurspeglaði menningarstig þjóða og því gæti góð list ekki sprottið upp úr lélegri menningu. Það þarf ekki að kafa djúpt í mannkynssöguna til að sjá að sú fullyrðing stenst ekki. Góð list sprettur oft upp úr andófi gegn lágu menningarstigi og vondri stjórnsýslu og kannski er skýringarinnar á gróskunni í íslenskri listsköpun frekar að leita þar en í því hvað menning þjóðarinnar sé nú á háu stigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum. Ýmsir taka ummælin óstinnt upp og benda á að hér þrífist ótrúlega mikið listalíf og við eigum marga listamenn sem séu að gera góða hluti, bæði innanlands og erlendis. Öll umræðan snýst um listir og menningarneyslu svokallaða, sem þýðir aðsókn að listviðburðum, lestur bókmennta og svo framvegis. Þar er allt í miklum blóma samkvæmt umræðunni og ber að fagna því. Menning er þó allt annað og meira en listsköpun og listneysla og væntanlega er Guðbergur meðal annars að vísa til þess með þessari fullyrðingu. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; …það að manna einhvern… þróun, efling, siðmenning“. Það er sem sé menning hvernig við umgöngumst hvert annað og landið okkar, það er menning hvaða gildi við kennum börnunum okkar, það er menning að reka gott skóla- og heilbrigðiskerfi og það er meira að segja menning að halda úti fjölmiðlum – jafnvel þótt þar væri aldrei minnst á bókmenntir og listir. Ef við skoðum hugtakið menning í þessu samhengi hljótum við flest að geta orðið sammála um það að víða sé pottur brotinn í íslenskri menningu. Það hlýtur til dæmis að segja sína sögu um menningarstig þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar skuli telja það vænlegast til árangurs í kosningum að lofa kjósendum persónulegum ávinningi í stað þess að setja fram heildstæða stefnu um uppbyggingu samfélagsins og – það sem verra er – sópa til sín atkvæðum út á það. Það hlýtur að vekja spurningar um dýpt menningarinnar þegar heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni vegna fjársveltis ár eftir ár eftir ár, þegar almannatryggingakerfið hefur ekki bolmagn til að sinna hinum verst settu og þegar skólakerfinu er haldið á horriminni áratugum saman. Það er ekki mikil menningargróska sem birtist í kommentakerfum vefmiðla og Facebook-síðna og maður fyllist ekki beinlínis bjartsýni á menningarástandið í landinu þegar forsætisráðherrann sjálfur svarar rökstuddri gagnrýni með útúrsnúningum og kvörtunum undan loftárásum og innanríkisráðherrann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni úr ræðustól Alþingis. Bara svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Það hlýtur að vera full ástæða til að ræða þessi mál án þess að fólk hópist í skotgrafirnar og líti á hverja gagnrýnisrödd sem persónulega árás á menninguna. Einhver varði þessa einskorðun umræðunnar við listirnar í framhaldi af ummælum Guðbergs með því að segja að listsköpun endurspeglaði menningarstig þjóða og því gæti góð list ekki sprottið upp úr lélegri menningu. Það þarf ekki að kafa djúpt í mannkynssöguna til að sjá að sú fullyrðing stenst ekki. Góð list sprettur oft upp úr andófi gegn lágu menningarstigi og vondri stjórnsýslu og kannski er skýringarinnar á gróskunni í íslenskri listsköpun frekar að leita þar en í því hvað menning þjóðarinnar sé nú á háu stigi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun